Fréttablaðið - 14.07.2010, Side 26
22 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Pepsi-deild kvenna:
Lið fyrri umferðar:
Sandra Sigurðardóttir Stjarnan
Alicia Wilson KR
Lidia Stjokanovic Fylkir
Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur
Pála Marie Einarsdóttir Valur
Dóra María Lárusdóttir Valur
Sara Björk Gunnarsdótir Breiðablik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjarnan
Mateja Zver Þór/KA
Dagný Brynjarsdóttir Valur
Katie McCoy Stjarnan
FÓTBOLTI Stemningin var rafmögn-
uð í höfuðstöðvum KSÍ í gær þegar
dregið var í undanúrslit VISA-bik-
ars karla. Í pottinum voru þrjú
úrvalsdeildarlið og svo 2. deild-
arlið Víkings frá Ólafsvík sem sló
Stjörnuna út úr keppni á dramat-
ískan hátt á mánudag.
Ólafsvíkingum varð ekki að ósk
sinni að fá heimaleik og þeirra
bíður afar erfitt verkefni því þeir
mæta Íslandsmeisturum FH í
Kaplakrika.
„Það er ekki á allt kosið í þess-
um fótbolta. Fyrst við fengum ekki
heimaleikinn var ekki verra að fá
að mæta meisturunum á þeirra
heimavelli,“ sagði Einar Hjörleifs-
son, markvörður liðsins og hetjan
frá því í vítaspyrnukeppninni við
Stjörnuna.
„Þetta er rosalega spennandi og
við bíðum bara spenntir eftir því
að komast í Krikann til að sýna
virkilega hvað í okkur býr. Við
spilum alltaf okkar leik og ég veit
að þetta verður erfitt. Við erum
samt með gott fótboltalið og strák-
arnir í góðu formi. Við munum
gera okkar besta og svo kemur í
ljós hverju það skilar okkur,“ sagði
Einar en hann segir Víkinga ekki
óttast Íslandsmeistarana.
„Það er mikið sjálfstraust í
okkar liði. Við munum mæta þeim
og taka á þeim. Við ætlum ekki að
bjóða þeim að gjöra svo vel og fara
heim. Við ætlum að mæta óhrædd-
ir og vel stemmdir.“
Í hinni undanúrslitarimmunni
mætast KR og Fram á KR-velli.
Þetta er annað árið í röð sem
þessi lið mætast í undanúrslitum.
Fram vann í fyrra, 1-0, og KR á
því harma að hefna.
„Það er alltaf gott að fá heima-
leik í þessari stöðu. Við töpuðum
fyrir Fram í fyrra þannig að við
þurfum að bæta fyrir það. Framar-
ar eru geysilega erfiðir mótherjar
og þetta verður hörkuleikur,“ sagði
Logi Ólafsson, þjálfari KR. Margir
knattspyrnuáhugamenn sjá í hill-
ingum úrslitaleik á milli FH og KR
sem yrði eflaust skemmtilegt fyrir
Loga enda fyrrum þjálfari FH.
„Ég er ekki farinn að horfa svo
langt. Við viljum komast út úr
leiknum gegn Fram og svo sjáum
við hvað setur. Auðvitað væri
gaman að mæta FH en ég er ekk-
ert að hugsa um slíka hluti. Það er
bara stórhættulegt,“ sagði Logi
léttur sem fyrr.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari
Fram, var svekktur að hafa ekki
fengið heimaleik. „Ég hefði viljað
spila heima en það er ekki hægt
að fá allt í lífinu,“ sagði Þorvaldur
sem er þar með líklega einn fárra
sem er svekktur yfir því að und-
anúrslitaleikirnir fari ekki lengur
fram á Laugardalsvelli.
„Það var mikið vælt um að við
ættum engan heimavöll og svo
þegar var farið að spila í Laugar-
dalnum var allt í einu talað um að
þetta væri okkar heimavöllur. Ég
er þeirrar skoðunar að hafa hlut-
lausan völl í undanúrslitum,” bætti
Þorvaldur Örlygsson við.
henry@frettabladid.is
Munum taka á FH-ingum
2. deildarlið Víkings frá Ólafsvík fær það verðuga verkefni að sækja
Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrikann í undanúrslitum VISA-bikars karla.
KR fékk heimaleik gegn Fram þar sem Vesturbæingar eiga harma að hefna.
Á LEIÐ Í KRIKANN Ólsararnir Brynjar Kristmundsson og Einar Hjörleifsson voru mætt-
ir til þess að fylgjast með drættinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Tvö efstu liðin í Pepsi-
deild kvenna, Valur og Þór/KA,
munu mætast í undanúrslitum
VISA-bikarsins í ár. Í hinum
leiknum tekur 1. deildarlið ÍBV á
móti Stjörnunni.
„Við erum búnar að fara erfiða
leið í keppninni og í raun skiptir
ekki máli hverjum maður mætir.
Ef maður ætlar að vinna þessa
keppni þá þarf að vinna öll liðin á
leiðinni,“ sagði Katrín Jónsdótt-
ir, fyrirliði Vals, en hún var samt
ekkert allt of kát eftir að hún dró
norðanliðið sem mótherja.
„Við fáum heimaleik og ég er
ánægð með það. Þór/KA er með
mjög gott lið og leikirnir á milli
okkar eru alltaf jafnir. Þetta
verður því svakaleikur og við
þurfum að eiga toppleik til þess
að vinna þær.“ - hbg
VISA-bikarkeppni kvenna:
Stórleikur að
Hlíðarenda
ÍBV FÆR HEIMALEIK Guðrún Inga
Sívertsen, gjaldkeri KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í gær var kunngjört hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr í fyrri hluta
Pepsi-deildar kvenna. Þjálfarar liðanna í deildinni í samstarfi við Rúv
stóðu að kjörinu.
Mateja Zver í Þór/KA var kosinn besti leikmaðurinn en Freyr
Alexandersson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfarinn. Dagný
Brynjarsdóttir úr Val var síðan valin efnilegasti
leikmaðurinn í fyrri umferðinni.
„Það er alltaf gaman að fá hrós fyrir ágætis störf,“
sagði brosmildur Freyr eftir verðlaunaafhendinguna.
„Ég get ekki annað en verið sáttur við stöðuna í
deildinni en get samt viðurkennt að mér finnst við
hafa tapað stigum gegn Stjörnunni og KR. Það
er kannski frekja að biðja um heilt hús.“
Valskonur hafa fjögurra stiga forskot á
toppi deildarinnar en Þór/KA kemur þar á
eftir, einum fjórum stigum á eftir Val.
„Við erum með feykilega gott lið og góðan hóp en það má lítið út
af bera. Við vorum að missa Dagnýju og Málfríði Ernu Sigurðardóttir í
meiðsli og þær koma ekki aftur fyrr en líklega seinni hlutann í ágúst.
Þá þurfa aðrir leikmenn að stíga upp og þeir hafa verið að
gera það sem er ánægjulegt. Ég býst við sterkara liði
frá Þór/KA í seinni umferðinni en það hefur venjulega
verið þannig hjá þeim. Þær eru með frábært ellefu
manna lið og stórkostlega leikmenn eins og Zver
og Rakel Hönnudóttur. Þær munu veita okkur mikla
samkeppni,“ sagði Freyr.
Dagný var mætt á hækjum til þess að taka við
verðlaunum sínum en bar sig samt vel. „Það
er mjög gaman að fá þessa viðurkenningu
en verra að vera meidd. Er með sprungu í
ristinni og hef spilað þannig í allt sumar. Ég
var heppin að ristin brotnaði ekki.“
PEPSI-DEILD KVENNA: VALSARAR ÁBERANDI Í UPPGJÖRI FYRRI UMFERÐAR ÍSLANDSMÓTSINS
Þór/KA mun veita okkur mikla samkeppni
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S í m i : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali
Glæsileg samtals 158 fm 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í 2ja hæða lyftuhúsi
ásamt stæði í bílakjallara við Rúgakur 1 í Garðabæ (íbúð 201). Glæsilegar innrét-
tingar og falleg gólfefni. 18 fm svalir. Eignin er laus til afhendingar strax. Áhvílandi
22,3 m. frá ILS með 4,9% vöxtum. Verð 38,9 millj.
OPIÐ HÚS Í DAG (Miðvikudag) FRÁ KL. 17:00 - 18:00
Fullbúin útsýnisíbúð
OP
IÐ
HÚ
S
FÓTBOLTI Guðlaugur Victor Páls-
son verður með aðalliði Liverpool
í æfingabúðum í Sviss að því er
kom fram á fótbolta.net í gær.
Liverpool mun vera í tíu daga
í ferðinni og spilar við Al-Hilal,
Grasshopper og Kaiserslautern.
Roy Hodgson hefur lofað Guð-
laugi að hann fái spilatíma í þess-
um leikjum. - óój
Æfingaferð Liverpool til Sviss:
Guðlaugur með
> FH-ingar í Hvíta-Rússlandi
FH-ingar mæta í dag hvít-rússneska liðinu BATE Borisov í
2. umferð í undankeppni meistaradeildarinnar en leikur-
inn fer fram úti í Hvíta-Rússlandi. BATE-liðið er
orðinn góðkunningi Íslendinga því þetta er í
þriðja sinn á fjórum árum sem liðið dregst
gegn íslensku liði. FH-ingar mættu þeim
2007 og Valsmenn árið eftir. FH tapaði
þá 2-4 samanlagt eftir að hafa tapað
fyrri leiknum 1-3 á heimavelli. Valsmenn
töpuðu 0-2 í fyrri leiknum sem fram fór
úti og 0-3 samanlagt. Leikurinn í dag hefst
klukkan 16.00 að íslenskum tíma.
Pepsi-deild kvenna
Valur-Haukar 7-2
0-1 Þórhildur Stefánsdóttir (5.), 1-1 Helga Sjöfn
Jóhannesdóttir (14.), 2-1 Hallbera Guðný Gísla
dóttir (27.), 3-1 Björg Gunnarsdóttir (28.), 4-1
Kristín Ýr Bjarnadóttir (32.), 4-2 Björg Magnea
Ólafs (33.), 5-2 Elín Metta Jensen (81.), 6-2 Hall
bera (84.), 7-2 Katrín Jónsdóttir (90.+1).
Fylkir-Breiðablik 5-3
1-0 Sjálfsmark (2.), 1-1 Harpa Þorsteinsdóttir
(13.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (15.),
2-2 Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (27.), 3-2 Anna
Björg Björnsdóttir (60.), 4-2 Íris Dóra Snorradóttir
(70.), 5-2 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (71.), 5-3 Sara
Björk Gunnarsdóttir (86.)
Stjarnan-Afturelding 6-0
Inga Birna Friðjónsdóttir 2, Lindsay Schwartz 2,
Katie McCoy, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
FH-KR 1-2
1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (22.), 1-1 Sjálfsmark
(42.), 1-2 Margrét Þórólfsdóttir (80.)
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af
netmiðlinum fótbolta.net.
STAÐA EFSTU LIÐA
Valur 10 8 2 0 42-7 26
Þór/KA 9 6 1 2 26-11 19
Stjarnan 10 5 2 3 20-8 17
Breiðablik 10 5 2 3 18-14 17
Fylkir 10 5 1 4 20-15 16
1. deild karla
Fjölnir-Leiknir R. 4-3
Aron Jóhannsson 3, Illugi Þór Gunnarsson
- Kjartan Andri Baldvinsson, Fannar Þór Arnars
son,Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Grótta-Njarðvík 1-0
Magnús Bernhard Gíslason.
STAÐA EFSTU LIÐA
Víkingur 10 7 1 2 18-9 22
Leiknir 11 7 1 3 19-11 22
Þór 10 6 3 1 24-12 21
ÍR 11 5 4 2 16-17 19
ÚRSLITN Í GÆR
FÓTBOLTI Valskonur náðu sjö stiga forskoti á toppi
Pepsi-deildar kvenna og níu stiga forskoti á Blika eftir
7-2 sigur á Haukum í gærkvöldi. Titilvonir Blika dóu
endanlega í 5-3 tapi fyrir Fylki í Árbæ. Stjörnukon-
ur unnu stærsta sigur kvöldsins þegar liðið vann 6-0
sigur á Aftureldingu í Garðabæ.
Valskonur lentu undir á móti botnliði Haukum en
svöruðu með fjórum mörkum á 18 mínútna kafla.
Haukakonur minnkuðu muninn í 4-2 fyrir leikhlé en
Valskonur skoruðu síðan þrjú mörk á síðustu tíu mín-
útunum. Hin fimmtán ára Elín Metta Jensen skoraði
í sínum fyrsta leik í efstu deild.
Anna Björg Björnsdóttir kom heldur betur við sögu
þegar Fylkiskonur skoruðu þrjú mörk á aðeins ellefu
mínútna kafla og bretttu stöðunni úr 2-2 í 5-2. Anna
skoraði fyrsta markið og lagði upp hin tvö. Tap Blika
þýðir að þær eru nú níu stigum á eftir Val en þær
komust 2-1 yfir í leiknum eftir að hafa skorað sjálfs-
mark í upphafi leiksins.
Stjörnukonur fóru á kostum í 6-0 sigri á Aftureld-
ingu þar sem Inga Birna Friðjónsdóttir og Lindsay
Schwartz skoruðu báðar tvö mörk. Öll mörk Stjörn-
unnar komu á fyrstu 47 mínútum leiksins.
Margrét Þórólfsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á FH í
Kaplakrika eftir að FH komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik.
KR-liðið komst upp í 6. sæti með sigrinum.
Þór/KA getur minnkað forskot Vals aftur í fjögur
stig með sigri á Grindavík í lokaleik umferðinnar sem
fram fer á Akureyri í kvöld. Leikurinn hefst klukkan
19.00 á Þórsvellinum. - óój
Skoruð voru 26 mörk í fjórum leikjum Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi:
Titilvonir Blika dóu í Árbæ
FLOTTUR SIGUR Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir og félagar í Fylki
unnu 5-3 sigur á Blikum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL