Fréttablaðið - 14.07.2010, Side 30
26 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
Hin níu ára gamla Sesselja Sif
Óðinsdóttir tók fyrir skemmstu
þátt í fyrsta heimsmeistaramóti
barna í fitness sem fram fór í Sló-
vakíu. Sesselja Sif er dóttir Krist-
ínar Kristjánsdóttur, Íslands-
meistara kvenna í fitness, og
stjúpdóttir Sigurðar Gestssonar,
vaxtarræktarkappa.
„Æfingarnar byggjast mest
á fimleikum og dansi sem sýna
bæði styrk og liðleika þátttak-
enda. Krakkarnir koma einnig
fram á stuttbuxum en mega til
dæmis ekki nota farða eða annað
slíkt eins og viðgengst í fullorð-
inshópum,“ útskýrir Sigurður og
segir Sesselju Sif hafa staðið sig
með prýði á mótinu. „Keppendur
voru tæplega hundrað og skiptust
nokkuð jafnt í þrjá aldursflokka.
Sesselja var í flokki með nokkrum
bestu fimleikastúlkum heims og
lenti í fjórtánda sæti í flokki átta
til níu ára, þannig að hún stóð sig
mjög vel stelpan.“ Þetta telst frá-
bær árangur hjá Sesselju þar sem
allir keppendur voru mjög góðir
og flestir meistarar í sínum lönd-
um, en þetta var fyrsta keppni
Sesselju í fitness.
Sesselja Sif, sem hefur æft
fimleika í um sex ár, er að sögn
Sigurðar ákveðin í að taka þátt í
næsta heimsmeistaramóti barna
í fitness sem fram fer í Mexíkó
á næsta ári. „Í þessum rútínum
eru engar skylduæfingar líkt og
í fimleikum heldur fá þær frjáls-
ar hendur hvað það varðar. Sess-
elja er bæði mjög skapandi og
dugleg að æfa sig og ég tel að hún
eigi eftir að ná langt í íþróttinni.
Árangur hennar á mótinu lofar
í það minnsta góðu.“ Aðspurður
segir Sigurður að mikill íþrótta-
áhugi ríki á heimilinu og að lífið
snúist mikið í kringum hreysti
og hreyfingu. „Við Kristín eigum
samtals sjö börn, ég á fjögur og
hún þrjú, og mörg þeirra stunda
einhvers konar íþróttir. Við leggj-
um mikið upp úr því að vera heil-
brigð og borða hollt og æfum mjög
mikið, sumum finnst það kannski
of mikið,“ segir Sigurður að lokum
og hlær. sara@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
börn kepptu á
mótinu í þrem-
ur flokkum.100
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Japan.
2 Thors Vilhjálmssonar.
3 Svanur Herbertsson.
LÁRÉTT
2. eiga, 6. drykkur, 8. meðal, 9.
sníkjudýr, 11. tveir eins, 12. orðrómur,
14. fótmál, 16. karlkyn, 17. knæpa,
18. eyrir, 20. klaki, 21. íþróttafélag.
LÓÐRÉTT
1. hnapp, 3. verkfæri, 4. ölvun, 5.
máttur, 7. lævís, 10. stykki, 13. ról, 15.
aflast, 16. kóf, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. hafa, 6. öl, 8. lyf, 9. lús,
11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. kk, 17.
krá, 18. aur, 20. ís, 21. fram.
LÓÐRÉTT: 1. tölu, 3. al, 4. fyllerí, 5.
afl, 7. lúmskur, 10. stk, 13. ark, 15.
fást, 16. kaf, 19. ra.
GOTT Á GRILLIÐ
„Það er ótrúlega gott að baka
pitsu á grilli.“
Snærós Sindradóttir, formaður Ungra
vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.
„Okkur kom þetta nú svolítið á óvart, enda við
fyrst og fremst að einbeita okkur að því að
koma myndinni í íslensk bíóhús,“ segir Hákon
Einarsson, framleiðandi íslensku myndarinnar
Boðbera.
Erlendir dreifingaraðilar hafa sýnt kvik-
myndinni mikinn áhuga, þar á meðal Universal
kvikmyndadreifingaraðilinn í Evrópu. Þetta
staðfestir Úlfar Helgason hjá Sambíóunum, sem
sér um dreifingu myndarinnar hér á landi. „Ég
fékk póst frá þeim sama dag og ég sá sjálfur
sýnishornið úr myndinni. Þeir höfðu séð það
og það vakti greinilega forvitni þeirra og vildu
þeir fá að vita meira um myndina,“ segir Úlfar,
en málin eru enn þá á viðræðustigi.
„Þetta byrjaði allt saman þegar við settum
enskan texta á sýnishorn myndarinnar á netinu.
Hjálmar, leikstjóri Boðbera, hefur búið í Tékk-
landi og setti enskan texta fyrir vini og kunn-
ingja þar,“ segir Hákon en í kjölfarið fóru þeim
að berast fyrirspurnir að utan og eru nú í við-
ræðum við að minnsta kosti þrjá erlenda dreif-
ingaraðila. Spurður hvað kveiki áhuga útlend-
inga á myndinni segist Hákon hafa heyrt að
myndin teljist mjög frumleg og að hún hafi eitt-
hvað nýtt fram að færa á markaðinn. „Þessir
menn úti vita hvað virkar hjá þeim og eru nátt-
úrlega alltaf með allar klær úti. Með nef fyrir
því hvað sé að ganga í þessum bransa núna. Að
mínu mati er killer-blanda í myndinni, pólitík,
trúmál og biblían,“ segir Hákon og bætir við að
heildarútlitið á myndinni hafi vakið athygli sem
nýtt og ferskt.
„Við erum í skýjunum með þessa athygli
án þess að vera búnir að gera neitt í þessum
málum sjálfir, þó svo að erlend dreifing hafi
alltaf verið á dagskránni. Við ætluðum bara
fyrst að einbeita okkur að Íslandi,“ segir Hákon
að lokum. - áp
Universal í Evrópu með Boðbera í sigtinu
VEKUR ATHYGLI Íslenska kvikmyndin Boðberi vekur
áhuga erlendra dreifingaraðila, þar á meðal kvikmynda-
risans Universal.
„Þessi bók er fræðandi og skemmtileg þótt þú
sért ekki að nota hana í leiknum Hver
er maðurinn? Hún rifjar upp marga
aðila sem fólk hefur gleymt en
gaman er að muna aftur,“ segir
skopmyndateiknarinn og útgef-
andinn Hugleikur Dagsson.
Útgáfufélagið Ókeibæ(!)kur
hefur sent frá sér fjórðu bókina
í rassvasabókaröð sinni. Bókin
heitir Hver er maðurinn? og
er höfundur bókarinnar undir
dulnefninu Meðal-Jón. Það eru
Arnar Ásgeirsson og Styrmir
Örn Guðmundsson sem mynd-
skreyta bókina en þeir félagar
hafa unnið þó nokkuð saman.
Bókin byggir á samnefndum
leik sem Íslendingar spila gjarn-
an á ferðalögum sínum. Í bókinni
eru ýmsir frægir Íslendingar, sem
eru þó ekki of frægir, taldir upp
og þeir túlkaðir á skemmtilegan
hátt.
„Teiknistíll þeirra Arnars og
Styrmis er ótrúlega svipaður og
má líkja honum við „urban New
York graffiti-stíl“ með skrípó
ívafi. Þeim félögum tekst að
gera persónunum ótrúleg
skil í myndum sínum og fer
það sjaldnast framhjá fólki um
hvern ræðir,“ segir Hugleikur.
Ástæða þess að höfundur
er undir dulnefni er í raun
engin sérstök. Hann kallar
sig Meðal-Jón, og útskýrir
það á þann hátt að „flestallir
Íslendingar eru í raun ekk-
ert nema meðal-Jón og það
er höfundur líka.“
Í tilefni af útgáfu
bókarinnar bjóða Ókei-
bæ(!)kur í pub quiz með
séríslensku dægraþema í kvöld klukkan 20.00
á Karaoke Sports Bar á Frakkastíg. Það verða
Maggi Noem og Steindi Jr. sem spyrja spurn-
inga og Gísli Galdur ætlar að sjá um tónlist fyrir
keppni. Þeir Maggi og Steindi hafa svipað þema
í keppninnni og í bókinni, en en ekki það sama
og í leiknum Hver er maðurinn?.
- ls
Frægir Íslendingar í rassvasabók
HUGLEIKUR DAGSON Útgáfufélag Hugleiks Ókei-
bæ(!)kur gefur nú út fjórðu bókina í rassvasabókaröð
sinni.
JÓHANN RISI Persónunum
eru gerð ótrúlega góð skil á
teikningum í bókinni og fer það
sjaldnast á milli mála um hvern
ræðir.
Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús
Veitingar - Gjafavara
www.bruduheimar.is
Sími 530 5000
Opið í Borgarnesi alla
daga frá 10:00 til 22:00
L E I K S Ý N I N G
á sunnudaginn kl 14:00
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
SESSELJA SIF ÓÐINSDÓTTIR: NÍU ÁRA GÖMUL AFREKSSTÚLKA Í FITNESS
Hafnaði í 14. sæti á fyrsta
heimsmeistaramóti barna
Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum fer
betur af stað í ár, en á sama tíma
í fyrra. Metfjöldi mætti á hátíðina
í fyrra en nú búa eyjaskeggjar sig
undir að slá metið með tilkomu
Bakkahafnar. Á vefsíðu hátíðarinnar
kemur fram að hljómsveitin Svört
föt komi fram. Sama hljómsveit
steig á svið í Galtalæk á dögunum
þegar þýski teknórisinn Scooter
tryllti lýðinn. Til að koma í veg
fyrir misskilning þá skal áréttað
að hljómsveitin Svört
föt er einfaldlega Í
svörtum fötum
með Jónsa
í broddi
fylkingar, sem
var stofnuð
fyrir rúmum
áratug ...
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu hefur leikarinn Felix
Bergsson tekið að sér hlutverk
The Big Bopper í söngleiknum
um Buddy Holly sem settur
verður á svið í Austurbæ í haust.
The Big Bopper lést í flugslysinu
sem söngvararnir Buddy Holly
og Ritchie Valens létust einnig í.
Söngvarinn var þéttur á velli og
hafði um 20-30 kíló í forskot á Felix
og kunna því einhverjir að velta
fyrir sér hvort hann ætli að
bæta þeim á sig. Felix
ku eiga eftir að fara í
samningaviðræður við
leikstjórann Gunnar
Helgason um að
fá að klæðast
einhvers
konar þyngj-
andi búningi.
Eins og alþjóð veit þá hyggst fyrir-
sætan og athafnakonan Ásdís Rán
fækka fötum á síðum búlgörsku
útgáfu Playboy sem kemur út í
enda mánaðarins. Mynda-
takan tók tvo daga og
kláraðist í gær og nú
hefst biðin langa fyrir
aðdáendur Ásdísar,
sem hafa verið dug-
legir við að kaupa
blaðið í forsölu á
vefsíðu Eymunds-
sonar. - afb/ls
FRÉTTIR AF FÓLKI
HRAUST FJÖLSKYLDA Sesselja Sif Óðinsdóttir ásamt foreldrum sínum, Sigurði Gestssyni og Kristínu Kristjánsdóttur. Sesselja hefur
æft fimleika í sex ár en foreldrar hennar eru bæði í vaxtarrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA