Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 2
2 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Höfundar skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) um íslenska skattkerfið segjast einungis hafa bent á möguleika til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu, það sé íslenskra stjórnvalda að velja á milli þess að hækka skatta eða finna leiðir til að skera niður ríkisútgjöldin. „Hvort skattar verða hækkaðir eða ekki er ákvörðun sem ríkisstjórnin og íbúar Íslands verða að taka,“ sagði Julio Escolano, einn skýrsluhöf- unda, á fundi með fjölmiðlafólki á vegum AGS í gær. Tvær leiðir eru færar til að stoppa í fjárlagagat næstu ára, og hvorug góð, sagði Escolano. Undir það tók Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi. Hann sagði ríkisstjórnina verða að hækka skatta eða skera niður útgjöld til að halda sig innan ramma samkomulagsins sem hún hefur gert við AGS, en það sé ekki sjóðsins að segja í hvaða hlut- falli það þurfi að gerast. Escolano segir kenningar um að með því að lækka skatta megi auka tekjur ríkisins með auk- inni veltu hagkerfisins áhugaverðar, en hann hafi aldrei séð þær ganga upp í raunveruleikanum. Til dæmis megi benda á tekjuskerðingu íslenska ríkis- ins þegar virðisaukaskattur hafi verið lækkaður í sjö prósent. - bj AGS ráðleggur stjórnvöldum ekki að hækka skatta heldur bendir á möguleika: Stjórnvalda að ákveða aðferðir TVEIR KOSTIR Stjórnvöld verða að skera niður útgjöld eða hækka skatta til að halda sig innan ramma samningsins við AGS, sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins á Íslandi, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efn- anna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur við- urkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undir- heimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangels- isdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hér- lendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við marg- ar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaín- málið, sem tekið var til meðferð- ar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðar- dýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir hand- töku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garð- arsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmd- ur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreytt- ist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburð- urinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guð- mundssyni, sem á k ærðu r er fyrir skipu- lagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaug- ur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaug- ur, sem hefur dvalið mikið erlend- is síðustu ár, meðal annars í Bras- ilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærð- ur í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki úti- lokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm. stigur@frettabladid.is Benti á Svedda tönn Sakborningur í stóru kókaínsmyglmáli segir hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór Gunnarssyni, meintum eiturlyfjabarón, sem fékk þungan dóm í stóra fíkniefnamálinu og fer nú huldu höfði á Spáni. Burðardýrið játaði sök. Í FELUM Sverrir Þór hefur dvalið í Brasilíu og á Spáni undanfarin ár. Lögregla hefur und- anfarið leitað hans á Spáni, án árangurs. DAVÍÐ HLÍFT Tveir sakborningar, sem ekki þekktust, sögðu lögreglu að Davíð Garð- arsson væri viðriðinn málið. Nú hefur sá framburður snarlega breyst eftir samskipti þeirra við Davíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Guðbjörg, er þetta þá ekki algjör steypa?“ „Kannski, en ég hef gaman af því að steypa mér í djúpu laugina.“ Guðbjörg Gissurardóttir er stofnandi nýs tímarits sem nefnist Í boði náttúrunnar og munu efnistök tengjast náttúrunni á ýmsan hátt. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagðist Guðbjörg þó vera algjör steypu- stelpa sem hefði aldrei farið í sveit. FJARSKIPTI Evrópskar persónu- verndarstofnanir segja athugun á meðferð persónuupplýsinga í fjar- skiptagögnum í álfunni hafa leitt í ljós að varðveisluskyldu á fjar- skipta- og vefumferðarupplýsing- um sé ekki réttilega framfylgt í ríkjum Evrópusambandsins. „Meðal annars hafi komið í ljós að upplýsingar hafi verið varð- veittar of lengi, of mikið hafi verið varðveitt af upplýsingum og þeim hafi verið miðlað of frjáls- lega,“ segir í frétt Persónuvernd- ar af málinu. Lesa má úr ályktun stofnananna að Ísland hafi ekki verið meðal þeirra landa sem könnuð voru í þessu samhengi. - gar Evrópsk fjarskiptafyrirtæki: Frjálslega farið með viðkvæm persónugögn FÓLK Efnt verður til útitónleika í Hljómskálagarðinum í kvöld. Fram koma reggíhljómsveit- in Hjálmar, Hörður Torfason og fleiri. Á morgun verða svo ýmsar uppákomur í tilefni þess að þá er langur laugardagur. Meðal annars verður útimarkaður á Hljóma- lindarreitnum þar sem fólk getur fengið söluborð sér að kostnaðar- lausu. Að venju verður fjölbreytt- ur varningur í boði auk lifandi tónlistar. - mþl Líf og fjör í miðborginni: Tónleikar og götumarkaður HLJÓMALINDARREITURINN Finna má útimarkað á Hljómalindarreitnum í allt sumar en mest er um að vera á laugar- dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hafa klippt 70 númeraplötur Lögreglan á Suðurnesjum hefur klippt bílnúmer af 70 bílum það sem af er júlí vegna ógreiddra trygginga. Oftast eru plöturnar teknar að næturlagi. LÖGREGLUFRÉTTIR Múslimsk hjúkrunarheimili Múslimskir innflytjendur í Danmörku skoða nú möguleikann á því að opna bæði framhaldsskóla og hjúkrunar- heimili fyrir múslima í landinu. Þeir vonast til að hægt verði að opna fyrstu stofnanirnar eftir tvö til fjögur ár og segja mörg hjúkrunarheimili ekki sinna matarhefðum og hátíðisdögum múslima nógu vel. DANMÖRK KJARAMÁL Kjarasamningaviðræður Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaga sigldu í strand í gær eftir sjö klukkutíma fund. Launanefnd- in hafnaði kröfum LSS og lagði síðan fram tilboð sem samninganefnd LSS gat ekki fallist á. Að öðru óbreyttu stefnir því í verkfall en boðað hefur verið til þess 23. júlí náist ekki samningar um bætt kjör. „Launanefndin segir að hún sé búin að ganga eins langt og hún mögulega geti og ef svo er þá held ég að það náist ekki samningar,“ segir Finn- ur Hilmarsson, varaformaður LSS. Hann segir launanefndina hafa boðið 1,4 prósenta launahækk- un en að það sé nokkuð langt frá kröfum LSS. „Okkar viðmið er stétt sem er ekkert óskyld okkur sem eru lögreglumenn. Gerðardómur skar upp úrskurð um þeirra kjör í vor og okkar kröfur eru ekki langt frá þeim kjörum,“ sagði Finnur enn fremur. Spurður um verkfallið sagði Finnur: „Verkfallið er bara einn dagur. Svo munum við boða aftur til eins dags verkfalls verði ekki gengið að kröfum okkar og svo kemur að því að við förum í allsherj- arverkall.“ Verkfall slökkviliðsmanna hefði það í för með sér að lágmarksfjöldi starfsmanna væri á hverri vakt og ekki væri hægt að kalla út aukamanns- kap. Á höfuðborgarsvæðinu yrðu þá 22 starfs- menn til reiðu en til samanburðar voru rúmlega 80 slökkviliðsmenn á vettvangi þegar bruni varð á horni Lækjargötu og Austurstrætis í apríl 2007. - mþl Kjaraviðræður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga sigldu í strand í gær: Stefnir í verkfall hjá slökkviliðsmönnum SLÖKKVILIÐSMENN VIÐ STÖRF Náist ekki samn- ingar við slökkviliðsmenn skellur á eins dags verkfall næstkomandi föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bruni í togara Eldur kom upp í vélarrúmi þýska tog- arans Kiel, sem liggur í Hafnarfjarð- arhöfn, í gær. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Engan sakaði. HAFNARFJÖRÐUR BANDARÍKIN, AP Breska olíufyr- irtækið BP lýsti því yfir í gær- kvöldi að olía væri hætt að flæða út í Mexíkóflóa tímabundið. Þetta er í fyrsta skipti sem tek- ist hefur að loka fyrir olíuflæðið síðan sprenging varð í Deepwater Horizon olíuborpallinum hinn 30. apríl síðastliðinn. Settur hefur verið tappi í gatið á olíuleiðslunni sem flæðir út úr en talsmenn BP segja að hann gæti haldið í allt að tvo sólar- hringa. Fyrirtækið vinnur áfram að því að finna varanlega lausn á lekanum. - mþl Olíulekinn í Mexíkóflóa: Lokað fyrir lek- ann tímabundið SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.