Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 36
20 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú hefur ekkert að óttast. Ég er ekki einn af þessum óþroskuðu gaurum. Mamma segir að ég sé stór strákur. Hæ Brjósta- Bjössi! ertu til í að kíkja á pöbbinn? Ekki alveg strax, Lolla-Bolla! Ég þarf bara að blása á mér hárið! Heyrumst! Frábært! Stelpan í afgreiðslunni sagði að ég væri rosalega líkur þér. Sagði hún það? En sætt! Var það hrós?! Hannes, hvað er uppáhalds- nammið þitt? Mér finnst allt gott nema bingó kúlur. Þær festast alltaf við tennurnar og gera mig brjálaðan. Ég þoli ekki bingókúlur. Einn poka af bingó- kúlum, takk. Í litlu samfélagi eins og á Íslandi verður það næstum hluti af refsingu fyrir glæp- samlegt athæfi að nafngreina glæpamenn og -konur opinberlega, í fjölmiðlum eða á netinu, þar sem allir þekkja alla og nafnið þitt segir hluta þjóðarinnar undir eins hver pabbi þinn er eða hvar þú gekkst í skóla. Þannig verður refsingin langvinnari og samfélagið allt tekur þátt í að fordæma hið ólöglega athæfi. MANNORÐSMISSIRINN sem fylgir dómi fyrir glæp gæti jafnvel virkað letjandi á brotavilja, ekki síður en fangelsisdómur og sektir. SLÍKAR „refsingar götunnar“ koma því miður oft niður á saklausum fórnarlömb- um, fjölskyldum glæpamannanna sjálfra, foreldrum þeirra, mökum og þó sérstak- lega börnum. Við sem samfélag höfum ekki verið neitt sérstaklega dugleg að verja þetta saklausa fólk, ættingja og vini þeirra sem brotlegir gerast við samfélag- ið. Skömm þeirra kemur niður á börnun- um, jafnvel í marga liði, samanber lýs- ingu sem faðir minn fékk einu sinni á sér ókunnugum manni: já en veistu ekki að afi hans drap mann? Morðingjar, nauðgarar, þjófar og eiturlyfjasmyglarar eru allir nafn- greindir og myndbirtir í fjölmiðlum án miskunnar. ÞAÐ að kaupa sér samræði þykir greinilega skammarlegra en þjófnaður, morð, nauðgun eða eiturlyfjasmygl ef marka má umræðu í fjölmiðlum og netheimum og í réttarkerfinu, þar sem kapp hefur verið lagt á að vernda fjölskyldur nokkurra karlmanna sem ýmist eru ákærðir fyrir að kaupa vændi eða hafa verið sakfelldir fyrir það. VÆNDI er ekki elsta atvinnugrein í heimi. Það er þjófnaður. Áður en einhver, karl eða kona, bauð afnot af líkama sínum í skipt- um fyrir mat, föt eða fé í fyrsta sinn reyndi hann eða hún alveg örugglega að stela. Und- anfarna mánuði hefur samfélagið unnið hörðum höndum að því að úthrópa þjófa. Nöfn þeirra eru á allra vitorði og nefnd á hverju götuhorni, kaffihúsi og í grillveislu. Allir eiga þjófarnir börn sem hafa séð rauðu málninguna leka niður veggina á heimilum sínum og heyrt fjölmiðla úthúða foreldrum sínum og fjölskylduvinum. SYNDIR feðranna eiga ekki að koma niður á börnunum. Vonandi verður verndarhönd- in sem haldið er yfir börnum þeirra sem vildu kaupa sér kynlíf framvegis til vernd- ar öllum þeim börnum sem eiga fjölskyldu- meðlimi sem gerast brotlegir við lög eða þiggja styrki í kosningasjóði. Því það sem er ólöglegt er ólöglegt og ef við nefnum einn glæpamann þá nefnum við þá alla. Það er réttlæti. Syndir feðranna fyrir 24002 Úrval vinsælla bóka á 2 fyrir 2400 tilboði Gleðilegt sumarfrí! Falleg og skemmtileg saga handa litlum börnum sem hafa gaman af músum og ævintýrum þeirra. Þessi saga byrjar við friðsæla götu í lítilli borg og endar með rosalegum hvelli. Sló öll sölumet í heimalandi sínu. ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.