Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég baka oft pönnukökur,“ segir
Gunnhildur Daðadóttir fiðluleik-
ari. Uppskriftina fékk hún hjá
ömmusystur sinni. „Hún kenndi
mér að baka pönnukökur og
það voru mikil fræði á bak við
þær. Það má aldrei hræra deigið
rang sælis vegna þess að þá misl-
ukkast þær. Ég er að reyna að
halda uppi heiðri fjölskyldunnar
með því að halda áfram að baka
pönnukökur.“
Gunnhildur hefur verið við nám
í fiðluleik erlendis síðustu fimm
ár. Fyrst stundaði hún nám í Finn-
landi en svo flutti hún sig yfir til
Illinois í Bandaríkjunum og heim-
sótti seinna bróður sinn til Seattle.
Hún segir pönnukökupönnuna
fylgja sér um heiminn. „Ég á allt-
af eina pönnukökupönnu á Íslandi
og eina þar sem ég er á hverjum
tíma,“ segir Gunnhildur og heldur
áfram: „Svo fer ég í útilegur og þá
tek ég pönnuna með á prímus.“
Að sögn Gunnhildar finnst Finn-
um og Bandaríkjamönnum pönnu-
kökur góðar. „Þetta er svolítið
Setur pönnuna á prímus
Ef deigið væri hrært rangsælis gætu pönnukökurnar mislukkast. Þetta var trú ömmusystur Gunnhildar
Daðadóttur fiðluleikara sem gefur lesendum uppskrift að pönnukökum sem eru vinsælar um heiminn.
Gunnhildur Daðadóttir hefur gefið Finnum, Bandaríkjamönnum og Íslendingum pönnukökur að smakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
50 g smjörlíki
3 dl hveiti
4-5 dl nýmjólk
1 tsk. vanillusykur
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. hjartarsalt
½ tsk. salt
1 egg
Bræðið smjörlíkið á
pönnuköku-
pönn-
unni og látið kólna.
Blandið þurrefnunum
saman. Blandið mjólk-
inni rólega saman
við á meðan hrært er
réttsælis í blöndunni.
Bætið egginu út í og
bræddu smjörlíkinu.
Bakið svo þunnar
pönnukökur á pönnu-
kökupönnunni.
Berið fram með sykri
eða sultu
og rjóma.
PÖNNUKÖKUR FIÐLULEIKARANS
Hrærðar réttsælis 20 STYKKI
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
4ra rétta
Góð tækifæ
risgjöf!
Kryddlegin bleikja
með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu
Humarsúpa
rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsins
það ferskasta hverju sinni; útfærður
af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvenna
með steinseljurótarmauki, aspas, rófu,
soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapioca
með steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
Allt sem þú þarft…
KÁTIR DAGAR hófust í Langanesbyggð í gær og
standa fram á sunnudag. Á Kátum dögum er skemmti-
leg dagskrá fyrir alla fjölskylduna og má þar nefna
fjölda dansleikja fyrir börn, unglinga og fullorðna.
öðruvísi heldur en þeir eru vanir. Í
Ameríkunni eru pönnukökur mjög
þykkar og í Finnlandi eru þær litl-
ar eins og lummur.“
Gunnhildur leikur ásamt Guð-
ríði St. Sigurðardóttur á tónleik-
um í Gljúfrasteini klukkan fjögur
á sunnudag. martaf@frettabladid.is