Fréttablaðið - 16.07.2010, Qupperneq 10
16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
STJÓRNSÝSLA Kostnaður við þóknun
nefndarmanna í nefnd um erlenda
fjárfestingu og sérfræði álit
þriggja lögfræðinga sem nefndin
leitaði til vegna umfjöllunar um
mál Magma Energy nemur sam-
tals tæpum 1.200 þúsund krónum,
samkvæmt upplýsingum frá við-
skiptaráðuneyti.
Mánuði eftir að nefndin var
kjörin af Alþingi í ágúst í fyrra
fékk hún mál Magma til meðferð-
ar. Haldnir hafa verið sex fundir.
Hver nefndarmaður hefur fengið
13.500 krónur greiddar fyrir hvern
fund en formaðurinn tvöfalda þá
fjárhæð. Þóknun nefndarmanna er
því samtals 486.000 krónur.
Við umfjöllun um mál Magma
leitaði nefndin álits lögfræðing-
anna Dóru Guðmundsdóttur, hjá
lagastofnun Háskóla Íslands,
Kristínar Haraldsdóttur, for-
stöðumanns Auðlindaréttarstofn-
unar Háskólans í Reykjavík, og
Dóru Sifjar Tynes héraðsdóms-
lögmanns.
Lögfræðingarnir fengu samtals
greiddar 703.980 krónur, sam-
kvæmt upplýsingum frá viðskipta-
ráðuneyti.
Samtals er þóknun nefndar-
manna og lögfræðinga 1.189.980
krónur.
Nefnd um erlenda fjárfest-
ingu hefur það hlutverk í umboði
Alþingis að fylgjast með að ákvæð-
um laga um takmarkanir á fjár-
festingu erlendra aðila í atvinnu-
rekstri sé framfylgt. Nefndin
er ráðherra til ráðuneytis og er
ráðherra skylt að afla umsagn-
ar nefndarinnar áður en leyfi eru
veitt til einstakra umsækjenda.
Enginn þeirra aðila sem Alþingi
kaus í nefndina hefur þó lögfræði-
menntun eða aðra sérfræðiþekk-
ingu á starfssviði nefndarinnar.
Nefndarmennirnir eru Unnur
Kristjánsdóttir handmenntakenn-
ari, sem er formaður fyrir hönd
Samfylkingar, Adolf H. Berndsen
umboðsmaður, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, Silja Bára Ómarsdótttir,
háskólakennari í stjórnmálafræði,
fyrir VG, Björk Sigurgeirsdóttir
viðskiptafræðingur, fyrir Borgara-
hreyfinguna, og Sigurður Hannes-
son stærðfræðingur, fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
peturg@frettabladid.is
fundir hafa verið haldnir
á vegum nefndarinnar.
Þóknun nefndarmanns
fyrir hvern fund var 13.500
krónur. Formaður fékk greitt
tvöfalt.
6
Vodafone á hjólum!
Gefum blöðrur og bjóðum froskaboli, froskabuff,
sundpoka og símtæki á frábæru verði!
FÉSB
ÓKAR
LEIK
UR
Þú gætir un
nið
Dell Inspiro
n
Mini
vodafone.is
Vodafone verslunin á hjólum verður á Hjartatorgi
(Hljómalindarreit, Laugavegi) í dag frá kl. 13–18.
Kíktu til okkar, láttu taka mynd af þér með Herra
Íslandi og taktu þátt í skemmtilegum Fésbókar
leik. Þú gætir unnið glæsilega Dell Inspiron Mini.
Á laugardaginn verðum við á Vodafone golf-
mótinu í Sandgerði og á laugardag og sunnudag
á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri.
Fylgstu með okkur á fésinu í sumar, Vodafone IS.
Nefndarstarf
kostaði alls
1,2 milljónir
Nefnd um erlenda fjárfestingu keypti þrjú lögfræði-
álit vegna umsóknar Magma um kaup í HS Orku.
Enginn nefndarmanna með lögfræðimenntun eða
sérfræðiþekkingu á starfssviði nefndarinnar.
SVARTSENGI Magma hefur keypt HS Orku, sem m.a. er eigandi orkuversins á Svarts-
engi. Nefnd um erlenda fjárfestingu telur viðskiptin standast kröfur laga.
EFNAHAGSMÁL Íslensku lífeyris-
sjóðirnir virðast vera búnir að ná
vopnum sínum eftir bankahrunið
haustið 2008, að mati sérfræðinga
Efnahags- og samvinnustofnunar-
innar (OECD).
Í nýrri skýrslu kemur fram að
eignir íslensku lífeyrissjóðanna
séu nú um 3,5 prósentum verð-
mætari en þær voru í árslok 2007,
níu mánuðum fyrir hrunið.
Þetta er betri árangur en í flest-
um aðildarlöndum OECD. Fram
kemur að aðeins í sjö ríkjum hafi
lífeyrissjóðirnir náð sömu stærð
og fyrir hrun. Það er í Austurríki,
Chile, Noregi, Nýja-Sjálandi og
Ungverjalandi, auk Íslands.
Sérfræðingar OECD telja að enn
gæti liðið nokkur tími þar til líf-
eyrissjóðir í öðrum ríkjum komist
á svipað ról og þeir voru í árslok
2007. Í heild hafa lífeyrissjóðirnir
í öllum ríkjum OECD náð að vinna
upp 40 prósent af því tapi sem þeir
urðu fyrir á árinu 2008. - bj
Lífeyrissjóðirnir búnir að ná sér eftir bankahrunið:
Eignir 3,5% verðmæt-
ari en í lok árs 2007