Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 8
8 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR DAGBLÖÐ Meirihluti dagblaðaauglýs- inga frá opinberum aðilum birtist í Morgunblaðinu en ekki Fréttablað- inu þó að Fréttablaðið hafi miklu meiri lestur. Þetta kemur fram í tölum sem útgáfa Fréttablaðsins vann upp úr gagnagrunni Capacent fyrir 2010. Í tilkynningu frá útgáfu Frétta- blaðsins er rakið að Morgunblaðið hafi „farið mikinn“ við að tryggja sér stöðu á auglýsingamarkaði. „Kemur það ekki á óvart í ljósi þess að lestur blaðsins hefur hrapað um 44 prósent á síðustu þremur árum og auglýsingum fækkað að sama skapi,“ segir í tilkynningunni. „Þegar Morgunblaðið er valið í stað Fréttablaðsins er tekin með- vituð ákvörðun um að tala ekki við 96.704 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það er stór ákvörðun fyrir flest fyrirtæki og sérstaklega á tímum þar sem auglýsingar þurfa að skila fjárhagslegum árangri umfram allt annað,“ segir útgáfa Fréttablaðsins og vísar meðal annars í að í aldurs- hópnum 18 til 49 ára á höfuðborgar- svæðinu nái Fréttablaðið til 95 pró- sent lesenda: „Morgunblaðið bætir bara 5 prósent við en birting þar er ekki mikið ódýrari.“ Af hundrað stærstu auglýsendun- um velja átta að auglýsa eingöngu í Fréttablaðinu. Meðal aðila sem eru með meira en 90 prósent auglýsinga sinna í Fréttablaðinu eru Remax (100%), Iceland Express (100%), Bónus (99%), Nova (95%), Kringl- an (95%) Europris (95%) og Rauði krossinn (93%). Af fyrirtækjum af listanum er eitt með 90 prósent sinna auglýsinga eða meira í Morgunblaðinu. Það er Nóa- tún (90%). Meðal fyrirtækja sem setja 80 prósent eða meira af aug- lýsingum í Morgunblaðið má nefna Krónuna (89%), Samfélagið [Sam bíó- in] (85%), Laugarásbíó (83%), Ríkis- kaup (82%), Senu (81%) og Sinfóníu- hljómsveit Íslands (80%). Af öllum fyrirtækjunum hundr- að auglýsa 77 meira í Fréttablaðinu en Morgunblaðinu. Meðal þeirra sem auglýsa meira í Fréttablaðinu eru Smáralind (82%) og Reykjavík- urborg (65%). Af aðilum sem nota fremur Morgunblaðið má nefna Sjálfstæðisflokkinn (67%) og Kost (60%). gar@frettabladid.is 1. Hvaða austurríski banki er nú stærsti hluthafi Straums? 2. Húsvörður í grunnskóla hvaða bæjar hefur tekið sér nýtt millinafn og kennir sig nú við heimabæinn? 3. Gegn hvaða úkraínska knatt- spyrnuliði lék KR í gærkvöldi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Þitt tækifæri! Lacetti Station árgerð 2010 Verð aðeins kr. 2.690.000.- kr. 2.143.000.- án vsk Station bíll á f rábæru verði Framleiddir í m ars 2010 Ríkulegur staða lbúnaður Gæðabíll í 3 ár a ábyrgð!Bílabúð Benna er 35 ára og þú færð að njóta þess. Vegna hagstæðra samninga við Chevrolet, í tengslum við magnkaup fyrir bílaleigur, getum við boðið nokkur eintök af glænýjum Chevrolet Lacetti Station á afmælisafslætti. Hér er um að ræða einstaklega rúmgóðan og ríkulega búinn gæðabíl að öllu leyti, m.a. álfelgum, langbogum, loftkælingu o.fl, o.fl. Og að sjálfsögðu með 3ja ára ábyrgð. Þetta er þitt tækifæri til að eignast stór-góðan bíl á verði smábíls – fyrir sumarfrí. Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 - www.benni.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ - sími 420 3300 - www.spesbilar.is / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - 603 Akureyri - sími 462 1430 - www.osbilar.is Stofnað 1975 SVÍÞJÓÐ Tveir menn ættaðir frá Kosovo voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir að hafa kastað eld- sprengjum í hús sænska teikn- arans Lars Vilks. Vilks teiknaði myndir af Múhameð spámanni sem birtust í sænskum miðlum og á listsýningum. Mennirnir eru bræður og var sá eldri dæmdur í þriggja ára fangelsi en sá yngri tveggja ára. Þeir eru 21 og 19 ára. Þeir köstuðu eldsprengjum að húsi teiknarans í maí síðastliðnum en sprengjurnar náðu ekki inn í húsið. Þær skemmdu það aðeins að utan. Vilks var ekki heima þegar atvikið varð. Fyrir dómi lýsti annar bróðir- inn því yfir að Vilks væri óvinur guðs og óvinur múslima. - þeb Bræður í Svíþjóð dæmdir: Kveiktu í húsi óvinar múslima Morgunblaðið fær flestar auglýsingar hins opinbera Gögn frá Capacent sýna að opinberir aðilar auglýsa fremur í Morgunblaðinu en í Fréttablaðinu. Margir stórir auglýsendur birta þorra sinna dagblaðaauglýsinga í Fréttablaðinu. Átta þeirra auglýsa eingöngu þar. Dagblaðauglýsingar opinberra aðila Rík isk au p 80% 60% 40% 20% 0% Op inb er ar at vin nu au gl. Re yk jav íku rb or g Op inb er ir a ðil ar* 65 % 35 % 52 % 48 % 33 % 67 % 84 % 18 % Fréttablaðið Morgunblaðið *Sýslumenn og fleiri 100% 80% 0% Re m ax Ú tiv is t o g sp or t So ny C en te r Ic el an d Ex pr es s Tö lv ut ek Re kk ja n In nr ét tin ga r og tæ ki Fa st ei gn am ar k- að ur in n Bó nu s M ik la bo rg 10 0% 99 % 1 0 0% 10 0% 10 0% 10 0% 10 0% 10 0% 10 0% 99 % N óa tú n Kr ón an Ö rn in n Sa m fé la gi ð Ei k Fa st . La ug ar ás bí ó Rí ki sk au p Se na Si nf ón ía n H ás kó la bí ó Ed da 90% 80% 70% 60% 0% 90 % 89 % 88 % 85 % 84 % 83 % 82 % 81 % 80 % 77 % 70 % Þeir sem auglýsa hlutfallslega mest ... í Fréttablaðinu ... í Morgunblaðinu Unnið úr gögnum frá Capacent VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.