Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 14

Fréttablaðið - 16.07.2010, Page 14
14 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hún er þrautseig goðsögnin um reglu-gerðarbáknið í Brussel. Dæmi um þetta bull er að íslensk ungmenni verði send í evr- ópskan her, Íslendingar muni missa allar auðlindir sínar og að íslenskur landbúnað- ur verði lagður í rúst ef við göngum í Evr- ópusambandið. Einn af helstu boðberum slíkra sögusagna er breski Evrópuþingmað- urinn Daniel Hannan. Honum hefur verið mikið hampað af Nei-hreyfingunni á Íslandi og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands til að boða fagnaðarerindið. Fyrir nokkrum misserum taldi Hann- an sig hafa himin höndum tekið þegar hann rakst á reglugerð ESB frá árinu 1988 sem fjallaði um agúrkur. Hannan henti þessu á loft og birtu Nei-sinnar á Íslandi mikla frá- sögn af þessu hræðilega miðstýringarapp- arati í Brussel. Það er ekki nýtt að reglu- gerðir Evrópusambandsins – sem vel að merkja miða flestar að því að afnema við- skiptahindranir og koma á sameiginlegum markaði Evrópu – verði skotmark einangr- unarsinna. Frægustu dæmin eru reglur um viðskipti með agúrkur og banana. Sú fyrri var sett árið 1988 og sú seinni árið 1994. Þessar reglugerðir voru settar að beiðni neytenda og framleiðenda, en ekki embætt- ismanna í Brussel. Tilgangurinn var að auð- velda viðskipti á milli landa og komu í stað 15 mismunandi reglna í aðildarlöndum ESB. Í þessum reglum er kveðið á um ákveðna gæðaflokkun afurðanna þannig að kaupend- ur, bæði innanlands og utan, geti gengið að því vísu að verið sé að kaupa fyrsta flokks vöru. Ekkert í reglugerðunum bannar fram- leiðendum hins vegar að framleiða eins bogna banana eða agúrkur og þeir vilja. Sú vara kemst hins vegar ekki í hæsta gæða- flokk. Reglur innri markaðar Evrópusam- bandsins eru eins og þeir staðlar sem þegar eru fyrir hendi hjá Staðlasamtökum Evrópu (CEN) og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Þessar staðreyndir henta hins vegar ekki mönnum eins og Hannan. Hann passar sig á því að minnast ekki á að ESB hefur til dæmis sett reglur sem auka rétt flugfarþega á endurgreiðslu frá flugfélögum, sett regl- ur sem hafa knúið fram aukna samkeppni á fjarskiptamarkaði í Evrópu og þannig lækk- að verð til almennings, opnað á rétt launa- fólks til að vinna hvar sem er innan Evr- ópska efnahagssvæðisins og sett reglur sem gera ríkisstjórnum landa Evrópu mögulegt að vinna náið saman gegn gróðurhúsaáhrif- um. Þessar staðreyndir henta ekki lífsýn manna eins og Hannan og því grípa þeir til ráða að mistúlka og skrumskæla lög og regl- ur sem auka á réttindi almennings í Evrópu. Agúrkumaðurinn mætir Evrópumál Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna S amanburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skattbyrði á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum OECD, sem fram kemur í margumræddri skýrslu sjóðsins um íslenzka skattkerfið, er allrar athygli verður. Sérfræðingar AGS telja fráleitt annað en að taka hinar lögbundnu skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn þegar skattbyrðin er reiknuð. Forsendan fyrir því er að hér á landi sjá lífeyrissjóðir vinnumarkaðarins um stóran hluta af því trygginga- kerfi, sem ríkissjóður rekur í mörgum öðrum löndum. Þess vegna vill AGS annaðhvort taka skyldu- greiðslurnar hér með í reikning- inn þegar skattbyrðin er borin saman, eða þá að draga trygg- ingaframlög í öðrum ríkjum frá. Sama er hvor aðferðin er notuð; Ísland er eitt af þeim aðildarríkj- um OECD þar sem skattbyrðin er hæst. Í norrænum samanburði er Ísland sömuleiðis nálægt efri mörkunum, aðeins í Danmörku leggja menn meira af mörkum í sameiginlega sjóði. Með öðrum orðum erum við nú þegar búin að taka á okkur nor- ræna skattbyrði, hvað sem líður fullyrðingum „norrænu velferðar- stjórnarinnar“ um annað. Það má gjarnan hafa í huga þegar rætt er um nauðsyn skattahækkana til að loka gatinu í ríkisfjármálunum. Framsetning AGS leiðir jafnframt hugann að öðru. Lífeyrissjóð- irnir eru mikilvægur hluti af velferðarkerfinu. Þessi hluti velferðar- kerfisins er rekinn af aðilum vinnumarkaðarins í stað þess að vera rekinn af ríkinu, eins og í mörgum öðrum löndum. Íslenzka lífeyr- iskerfið er að mörgu leyti einstakt og vegna þess að það byggist á sjóðssöfnun en ekki svokölluðu gegnumstreymi eins og lífeyriskerfi margra annarra ríkja eru Íslendingar betur settir í lífeyrismálum en margur og betur í stakk búnir að mæta t.d. öldrun þjóðarinnar. Hins vegar skortir þennan mikilvæga hluta velferðarkerfisins það lýðræðislega aðhald, sem hinn opinberi hluti hefur. Telji kjósendur að stjórnmálamenn fari ekki nógu vel með það fé, sem fólk greiðir í skatta til ríkisins, geta þeir losað sig við þá og hafa til þess tækifæri á fjögurra ára fresti. Lýðræðið á vettvangi lífeyrissjóðanna er hins vegar afar takmarkað. Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsfor- ystu skipta þar völdum á milli sín, án raunverulegrar aðkomu hins almenna sjóðfélaga. Andstæðingar lýðræðis í lífeyrissjóðum geta bent á að væru stjórnirnar lýðræðislega kosnar, myndi það ýta undir skammtíma- hugsunarhátt á borð við þann sem við sjáum oft hjá stjórnmála- mönnum; eyða peningum strax og horfast í augu við afleiðingarnar seinna. Á móti kemur að almenningur er býsna vel meðvitaður um mikilvægi þess að langtímasjónarmið séu í heiðri höfð við stjórn líf- eyrissjóðanna og stöðug ávöxtun til lengri tíma sett í fyrsta sæti. Lýðræðislegt aðhald með lífeyrissjóðum gæti líka stuðlað að því að þeir myndu í auknum mæli skipta sér af á aðalfundum fyrirtækja, sem þeir eiga í. Erlendis fara lífeyrissjóðir iðulega fyrir þeim hlut- höfum, sem setja út á ofurlaun stjórnenda og óhóflega áhættu. Engu slíku var fyrir að fara á Íslandi fyrir hrun, enda litu margir stjórn- endur lífeyrissjóðanna fremur á stóla sína sem valdauppsprettu en umboð frá sjóðfélögum til að gæta hagsmuna þeirra. Lífeyrissjóðir eru hluti af velferðarkerfinu en lúta ekki sömu lýðræðislegu stjórn og ríkissjóður: Völd án aðhalds Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Allt mun breytast „Aðildarumsóknin ein og sér er því hluti af lausn á þeim bráðavanda sem við glímum við um leið og hún leggur grunninn að traustri framtíð og er leiðarljós stöðugleika inn í framtíðina.“ Svo sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni 18. maí 2009. Hún og fleiri stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu hafa lengi haldið því fram að umsóknin ein og sér mundi gerbreyta öllu til hins betra hér á landi. Slík var orðræðan eftir efnahagshrunið; umsóknin væri leiðin út úr kreppunni. Fátt breyttist Og nú er umsóknin komin til Brussel og viðræður hafnar. Trauðla halda margir því fram í dag að umsóknin hafi gerbreytt ástandinu í efnahags- málum. Hún er varla álitin lausn á bráðavandanum og annar stjórn- arflokkurinn lítur ekki á hana sem „leiðarljós stöðugleika inn í framtíðina“, þvert á móti telur hann umsóknina til vansa. Lítill vendipunktur Umsóknin varð þannig ekki sá vendipunktur sem Evrópusinnar töldu. Umræðan um aðild hefur legið í láginni og þær raddir sem tala gegn aðild eru mun háværari en hinar. Þá er stjórnin klofin í málinu og mun því ekki tala einum rómi fyrir aðild. Það verður því ekki um hefðbundna kosningabaráttu að ræða, líkt og gerst hefur í öðrum löndum. Andstæðingar aðildar eru því með hýrari há en stuðningsmenn þessa dagana. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.