Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 16. júlí núna ✽ finndu sköpunarkraftinn augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Orlando - Flórída! Frábær verð á skemmtisiglingum. Bílaleigur og akstur á góðu verði. Kíkið við á, www.Floridafri.com Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Kline til liðs við Evu Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að ung íslensk stelpa, Eva Maria Daniels, væri smám saman að hasla sér völl innan sjálfstæða kvik- myndageirans í Hollywood. Hún var í framleiðenda- teymi The Romantics sem skart- aði Katie Holmes í aðalhlutverki og nú er ný kvikmynd væntan- leg frá henni. Bandaríski óskars- verðlaunahafinn Kevin Kline er orðaður við hana ásamt Ty Burrel úr gamanþáttun- um Modern Family en aðal- hlutverkið verður í höndunum á Jason Schwartzman sem sló eft- irminnilega í gegn í kvikmyndinni Rushmore árið 1998. Ellen með búningana Fatahönnuðurinn Ellen Loftsdótt- ir hefur verið fengin til að klæða upp stjörnurn- ar í söngleiknum Buddy Holly sem frumsýnd- ur verður í byrjun októb- er. Ellen hefur verið að gera góða hluti í fata- hönnun og stíliser- ingu að undanförnu og því prýðis við- bót við sýninguna sem margir bíða spenntir eftir að sjá. Ingó veður- guð leikur að- alhlutverk- ið, sjálfan Buddy, en æfingar hefjast 30. ágúst. ODDGEIR EINARSSON LÖGFRÆÐINGUR Ég mun rífa mig úr vinnugallanum á föstudaginn og klæðast stuttbuxum og stutterma- bol alla helgina. Haugur af vinum og ættingjum, sem búsettir eru erlendis, eru að koma í sumarfrí til Íslands og vonandi tekst manni að hitta eitthvað af þeim. Aðalverkefnið er þó að skeggræða málefni líðandi stundar við tveggja mánaða son minn. SARA CARBONERO íþróttafrétta- ritari mætir í lokafögnuð HM, í partí- legu vinnudressi. Sara er kærasta fyrirliða Spánar, Iker Casillas. helgin MÍN S ysturnar Edda Guðmundsdótt-ir fatahönnuður og Sólveig Ragna Guðmundsdóttir arkitekt mynda saman hönnunartvíeyk- ið Shadow Creatures. Systurnar leggja mikla áherslu á að hanna þægilegar en jafnframt breytileg- ar flíkur. Línan samanstendur meðal annars af pilsum, samfestingum og peysum og eru flíkurnar allar unnar úr hágæða efnum. „Við notum mjög gæðaleg efni eins og kínverskt silki, bómull og önnur efni sem þægilegt er að klæð- ast. Flíkurnar eru einnig svolít- ið breytilegar, það er til dæmis hægt að binda hálsmálin á mis- munandi vegu þannig að flík- in klæði alla sem best,“ útskýr- ir Edda. Hún segir samvinnuna á milli þeirra systra hafa geng- ið vonum framar, enda séu þær mjög samstilltar hvað fatasmekk- inn varðar. „Við höfum oft lent í því að kaupa sömu flíkina hvor í sínu landinu og erum nánast með einn, stóran, sameiginlegan fata- skáp heima hjá okkur. Þannig að það voru engin vandræði eða rifr- ildi meðan á vinnunni stóð.“ Systurnar hyggjast hanna karla- línu undir sama nafni innan skamms og eru einnig með tilbúna nærfatalínu sem bíður þess eins að komast í framleiðslu. Hægt er að skoða hönnun þeirra systra á Face- book síðu Shadow Creatures. -sm Systurnar Edda og Sólveig Ragna hanna saman: FLÍKUR FYRIR ALLA Með eins fatasmekk Systurnar Edda og Sólveig Ragna Guðmundsdætur mynda saman hönnunartvíeykið Shadow Creatures. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Skuggaleg Fyrirsæta tekur sig vel út í kjól frá Shadow Creatures. MYND/SÓLVEIG OG EDDA Þetta er hugmynd, spurning hvort maður fari ekki bara niður á Hagstofu og láti græja þetta, breyti bara nafninu. Það eru miklar tilfinningar sem bær- ast innra með mér núna,“ segir Guðjón Davíð Karlsson leikari. Hin umdeilda mannanafnanefnd ákvað á síðasta fundi að heimilt væri að skíra íslenska karlmenn nafninu Gói en Guðjón hefur oft- ast gengið undir þessu gælunafni og notast meðal annars við það í vinnupóstinum sínum hjá Borgar- leikhúsinu. Gói var að vonum ánægður með niðurstöðu mannanafnanefndar og bjóst við að senda þeim risa- stóran blómvönd í þakklætisskyni. „Mér finnst enda eins og samfé- lagið sé búið að samþykkja mig, ég sé opinberlega orðin manneskja og mannanafnanefnd hefur fyllt upp í þetta tómarúm sem ég hef þurft að burðast með,“ segir Gói. En það er ekki hægt að sleppa leikaranum út í veðurblíðuna án þess að spyrja hann hvaðan nafn- ið sé komið. „Þetta kemur frá syst- ur minni, henni fannst Guðjón ekki passa við mig þegar ég var ómálga barn. Og þetta hefur hald- ist við mig síðan.“ - jma Guðjón Davíð Karlsson leikari er himinlifandi: Gói samþykktur Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, íhugar að senda manna- nafnanefnd blómvönd. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.