Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 3 (einn af réttunum úr thali-hádegisverð- inum) 1 kg úrbeinað lambalæri eða kjúklinga- bringur 2 rauðlaukar saxaðir 3 tómatar saxaðir ½ msk. saxaður engifer ½ msk. saxaður hvítlaukur 2 msk. saxaður ferskur kóríander 1 msk. garam masala ½ msk. túrmerikduft 1/2 msk. chilli-duft 2 msk. kóríanderduft 1 msk. cumin-duft 1-2 msk. matarolía Hreinsið og skerið lambið/kjúkl- inginn í litla teninga. Hitið olíuna á pönnu. Léttbrúnið laukinn. Bætið út í engiferi og hvítlauk og öllum kryddunum og eldið í 2 mínútur. Bætið við tómötum og eldið þar til þeir blandast vel við maukið. Bætið þá kjötinu út í, salti og bolla af vatni. Eldið þar til kjötið er tilbúið og sósan hefur þykknað. Bætið fersku kóríanderlaufunum út í áður en borið er fram. Raitha, agúrku- og jógúrtsósa 1 stk. agúrka skorin í strimla og söxuð 2 bollar hrein jógúrt ¼ bolli ferskt kóríander saxað ½ tsk. salt ½ tsk. cumin ¼ tsk. kóríanderduft ¼ tsk. chili pipar Öllu blandað saman og hrært vel. Það er hásumartíð. Gaman getur verið að fara í lautarferð í góða veðrinu. Í blíðunni er tilvalið setja sum- arlegt nesti í körfu og halda út. Smurbrauð veitingakonunnar Mar- entzu Poulsen er bæði sumarlegt og góður lautarferðarbiti. Marentza rekur þrjú kaffihús í Reykjavík í sumar, í Hljómskálan- um, Café Flóru í Grasagarðinum og í Dillonshúsi á Árbæjarsafni. - mmf Sumarlegir smurbrauðsréttir Smurbrauð með reyktum laxi og spergilsalati fyrir sex 6 maltbrauðsneiðar Reyktur lax, 4 til 5 sneiðar á hverja brauðsneið Salatblað á hverja sneið Salat: 300 g ferskur, grænn spergill 1-2 appelsínur 4 msk. ólífuolía 1,5 dl kerfill, fínt saxaður 10 stilkar graslaukur, fínt saxaðir Salt og pipar Aðferð: Skolið spergilinn. Sjóðið hann í saltvatni þar til hann er rétt byrjaður að meyrna. Kælið og skerið í bita. Skrælið appelsínurnar og skerið í þunna báta. Takið safa úr einni appelsínu og sjóðið þar til farið er að þykkna. Setjið safann í skál ásamt olíunni og þeytið vel saman, bragðbætið með salti og pipar. Veltið spergl inum, appelsínubát- unum, kerflinum og gras- lauknum upp úr safanum. Smyrjið brauðið með smjöri. Setjið salatblað og laxasneiðar. Setjið matskeið af salatinu á miðja sneið- ina. Gott er að setja smá kerfil ofan á topp salatsins. Smurbrauð með soðnum kartöflum og ansjósu maj- ónesi fyrir sex 6 maltbrauðsneiðar 6 soðnar kartöflur 8 til 10 graslauksstilkar, gróft saxaðir ½ búnt ítölsk steinselja, gróft söxuð Steiktir laukhringir Ansjósumajónes 2 dl majónes 8 ansjósur ½ pressað hvítlauksrif Smá sítrónusafi Salt og pipar eftir smekk Aðferð: Merjið ansjósurnar og blandið þeim saman við majónesið ásamt hvít- lauknum, bragðbætið með sítrónusafanum, saltinu og piparnum. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, setjið salatblað á brauðið og skerið kartöfl- urnar í sneiðar. Ein kartafla sett á hverja brauðsneið. Setjið eina matskeið af ansjósumajónesinu fyrir miðju ofan á kartöflusneið- arnar. Því næst er steikti laukurinn settur ofan á og graslauk og steinselju stráð yfir. SMURBRAUÐ MARENTZU Með reyktum laxi eða soðnum kartöflum. FYRIR 6 „Við leggjum áherslu á ekta ind- verskan mat og kokkarnir koma alla leið frá Indlandi,“ segir Gunn- ar Gunnarsson, eigandi Austur- Indíafélagsins og Austurlanda- hraðlestarinnar, en hann kynnti nýlega ásamt matreiðslumönnum sínum réttinn thali sem góðan kost í hádeginu. Hann segir thali rót- gróinn indverskan rétt sem millj- ónir Indverja borði á degi hverj- um. „Á Indlandi eru veitingahús sem sérhæfa sig í thali. Hugmyndin að baki er að búa til heilsusamlega samsetningu sem inniheldur alla fæðuflokkana. Thali inniheld- ur því grænmetisrétt, kjöt- eða baunarétt, grjón, jógúrtsósu og naanbrauð.“ Gunnar og eiginkona hans, Chandrika Gunnarsson, ákváðu að kynna indverska matarmenningu fyrir Íslendingum þegar þau komu heim frá námi í Ameríku fyrir 16 árum. Þau opnuðu því Austur-Ind- íafélagið og í dag eru Austurlanda- hraðlestirnar orðnar þrjár. Ein á Hverfisgötu, önnur í Hlíðarsmára í Kópavogi og sú þriðja í Spönginni Grafarvogi. „Það var alltaf mikið að gera hjá okkur í að afgreiða mat úr húsi á Austur-Indíafélaginu og því kviknaði hugmyndin að Aust- urlandahraðlestinni sem „Take away“ stað,“ útskýrir Gunnar. Lakshman Rao matreiðslumað- ur hefur kokkað á Austur-Indía- félaginu og Austurlandahraðlest- inni í 15 ár. Hann gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að lamba- eða kjúklingakarrírétti og jógúrt- sósu sem er hluti þess sem thali- rétturinn inniheldur. Milljónir borða thali Gunnar Gunnarsson og Chandrika Gunnarsson hafa boðið Íslendingum upp á indverskan mat í 16 ár og bjóða nú upp á thali, rétt sem inniheldur alla fæðuflokkana og er vel þekktur í Indlandi. Lakshman Rao matreiðslumaður gefur lesendum uppskrift að thali-hádegisverði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LAMBA- EÐA KJÚKLINGAKARRÍ með raitha, agúrku- og jógúrtsósu. FYRIR 6 LITLAR MATREIÐSLUBÆKUR sem láta lítið yfir sér innhalda oft einfaldar og góðar uppskriftir sem nýtast miklu betur en flóknari upp- skriftir úr íburðarmeiri bókum. Aldrei ætti að dæma bókina af kápunni. Við eldum fyrir þig Grænmetisréttir, fisk- og kjúklingaréttir, súpur og fjölbreytt salöt og annað góðgæti VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Opið frá 11-20 Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.