Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 34
18 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Sigurveig Guðmunda Jóhannsdóttir og Styrmir Haukdal Þorgeirsson. Í dag fagna þau Gullbrúðkaupi og taka á móti heilla- óskum í síma 892 2501 og 892 2505. Á þessum degi fyrir 50 árum voru gefi n saman hjónin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma Rósa Björg Karlsdóttir Vesturgötu 69, Reykjavík lést þriðjudaginn 13. júlí á Landspítala Fossvogi. Útför hennar fer frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. júlí kl. 13. Ragnar Hjartarson Karl Ásbjörn Hjartarson Elísabet S. Valdimarsdóttir Daníel Andri Karlsson Telma Rós Karlsdóttir MOSAIK Wasana María Thaisomboon hefur stofnað félagið Siam Samakom sem hefur það að markmiði að bæta samskipti, skilning og menningarleg tengsl milli Íslendinga og þeirra sem eru búsettir hérlendis og af erlendu bergi brotnir. Siam Samakom mun bjóða upp á ýmis námskeið tengd taílenskri menningu en eins vill Wasana virkja ungt fólk og gefa því vettvang til að koma hugmyndum sínum á framfæri. „Ég hef búið á Íslandi í 20 ár og lít á mig sem Íslending. Við viljum taka þátt í uppbyggingunni í landinu í dag með því að virkja unga fólkið og bjóða upp á vettvang þar sem Taílendingar geta lært íslensku og íslendingar geta kynnst taílenskri menningu,“ segir Wasana. Meðal þeirra nám- skeiða sem hún ætlar að bjóða upp á eru matreiðslunám- skeið og skrautútskurður á ávöxtum og sápum. Nú þegar eru hafin dansnámskeið til fjáröflunar en Wasana vinnur hörðum höndum að því að standsetja húsnæði undir starf- semi félagsins. Hún sér fyrir sér að Siam Samakom verði lifandi miðstöð þar sem fólk geti komið og unnið að hugmyndum sínum, til dæmis að vörum eins og töskum sem yrðu þá framleiddar í Taílandi. Ágóða af sölu varanna ætlar hún að gefa til sam- félagsins. „Búið er að hanna merki fyrir okkur, sem er íslenski og taílenski fáninn að „takast í hendur“ og vörurnar yrðu undir því merki. Eins erum við að selja boli með merkinu til að safna fyrir standsetningu húsnæðis. Ég er líka komin í sam- band við nemendur Kvikmyndaskólans um samstarf um að búa til mynd um félagið og er svo á leiðinni til Taílands að kynna verkefnið fyrir stjórnvöldum þar en ég hef fengið mjög góð viðbrögð þaðan við hugmyndinni,“ segir Wasana. Til að fá nánari upplýsingar um félagið má senda Wasönu tölvupóst á siamsamakom@gmail.com. - rat Styrkja tengsl Taílands og Íslands NÝTT FÉLAG Wasana María Thaisomboon og Mutjalin Sigurðsson bjóða upp á námskeið tengd taílenskri menningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóhanna Ásgeirsdóttir fór með sigur af hólmi í flokki fatlaðra á fyrsta golf- móti sem haldið er í minningu Harðar Barðdal. Mótið fór fram síðastliðinn þriðjudag á púttvellinum við Hraun- kot í Hafnarfirði. Jóhanna segir golfið skemmtilega íþrótt en segist þó ekki forfallinn golfspilari. „Ég gríp í golfið af og til. Ég man nú ekki hvenær ég byrjaði en ég ákvað að prófa fyrir nokkrum árum því það spila margir golf í kringum mig,“ segir Jóhanna en bæði eiginmaður hennar og sonur eru miklir golfspilarar. „Þeir búa nánast á vellinum og sonur minn er einmitt að keppa í Vestmannaeyj- um núna. Dóttir mín er ekki eins for- fallin en tekur einn og einn hring með mömmu sinni.“ Spurð hvort hún hafi farið létt með sigurinn vill hún lítið gera úr því, ekki hafi munað nema einu höggi á fyrsta og öðru sæti en í því lenti Hildur Jónsdóttir. Sigurður V. Valsson varð svo í því þriðja. Jóhanna hefur ekki keppt áður á golfmótum en hefur hug á að keppa meira. Hún sækir æfingar einu sinni í viku hjá Golfsamtökum fatlaðra hjá Keili á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og segir nokkuð stóran hóp mæta á æfing- ar og hvetur fatlaða til að skoða þenn- an kost. Golfið geri henni gott. „Ég sé eftir að hafa ekki byrjað fyrr, golfið er þrælskemmtileg íþrótt. Sjálf hef ég komist allt of lítið á völl- inn í sumar en mæti á æfingarnar.“ En ætlar Jóhanna að verja titilinn að ári? „Já, að sjálfsögðu verð ég að mæta að ári ef ég hef tök á því. En þá verð ég að vera duglegri að æfa.“ Hörður Barðdal gegndi formennsku hjá Golfsamtökum fatlaðra þar til hann lést úr krabbameini á síðasta ári. Hörður var einnig meðal fyrstu afreks íþróttamanna landsins í röðum fatlaðra og verður golfmót í minningu hans haldið árlega í júlí. heida@frettabladid.is PÚTTMÓT Í MINNINGU HARÐAR BARÐDAL: HALDIÐ Í FYRSTA SINN Golfið er skemmtileg íþrótt MUNAÐI EINU HÖGGI Kylfingarnir í þremur efstu sætunum, frá vinstri: Hildur Jónsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Sigurður V. Valsson. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON MERKISATBURÐIR 1661 Fyrstu peningaseðlar í Evrópu gefnir út af Stokk- hólmsbanka. 1930 Haile Selassie, Eþíópíu- keisari, undirritar fyrstu stjórnarskrá Eþíópíu. 1951 Skáldsagan Bjargvættur- inn í grasinu eftir J. D. Sal- inger kemur út í Banda- ríkjunum. 1994 Borgarastríðinu í Rúanda lýkur. 1999 Flugvél með John F. Kennedy yngri, Carolyn Bassette, eiginkonu hans og systur hennar ferst. 2005 Skáldsagan Harry Pott er og blendingsprinsinn kemur út á sama tíma um allan heim. Tyrkjaránið svokallaða átti sér stað á þessum degi árið 1627. Sjóræningjar frá Alsír gengu á land í Vestmannaeyjum og námu á brott 242 manns og drápu 36. Einnig rændu sjóræningjarnir fólki í Grindavík og á Austfjörðum. Fólkið var flutt í þrældóm til Alsír en margir létust á leiðinni þangað. Eftir áralanga þrælkun í Alsír var hluti fólksins leystur úr haldi og tókst að snúa heim til Íslands. Í þeim hópi var meðal annars Halldór hertekni Jónsson, sem síðar varð lögréttumaður og bjó á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Eins var Guðríður Símonardóttir, oft nefnd Tyrkja-Gudda, í hópi þeirra sem komst heim á ný og giftist hún Hallgrími Péturssyni. ÞETTA GERÐIST: 16. JÚLÍ 1627 Íslendingum rænt af Alsírbúum KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt, og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt.“ Eftir Kristján frá Djúpalæk skáld (1916- 1994) liggja fjölmargar ljóðabækur og þýðingar. Hann þýddi meðal annars Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsa- skógi. AFMÆLI ÞORVALDUR GUNNLAUGSSON stærðfræðingur er sextugur. FATBOY SLIM tónlistarmaður er 47 ára. WILL FERRELL leikari er 43 ára. COREY FELDMAN leikari er 39 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.