Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 12
12 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FÉLAGSMÁL Fimmtíu milljón- um króna var í gær úthlutað úr Pokasjóði. Alls 55 verkefni á sviði umhverfismála, menning- ar, mannúðar, íþrótta og útivist- ar fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. Eftir úthlutunina í gær hefur einum milljarði króna nú verið úthlutað úr sjóðnum frá því hann tók til starfa árið 1995. Hæsta styrkinn, fimm milljón- ir króna, hlutu Útivist og Ferða- félag Íslands til öskuhreinsunar í Þórsmörk eftir eldgos í vor. Vímu- laus æska hlaut fjögurra milljóna styrk til að halda sjálfstyrking- arnámskeið fyrir börn. UMFÍ og Landgræðslufélag Biskupstungna fengu þrjár milljónir hvort, til und- irbúnings hreinsunarátaks og upp- græðslu á Haukadalsheiði. Meðal annarra verkefna sem fengu háa styrki voru framkvæmdir í Esju- hlíðum, gerð heimildarmyndar um Gjástykki og sumarbúðir fatl- aðra á Laugarvatni. Þá fékk Sam- hjálp hálfa milljón króna til að kaupa mat handa skjólstæðingum sínum. Ómari Ragnarssyni voru veitt Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu íslenskrar nátt- úru. Hann tók við verðlaununum á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, þar sem úthlutunin fór einnig fram. Það eru 160 verslanir á Íslandi sem standa að Pokasjóði, en hann fær allar tekjur sínar af sölu plast- poka í verslununum. - þeb Öskuhreinsun fékk hæsta styrkinn frá Pokasjóði: Ómar fékk heiðurs- verðlaun Pokasjóðs HEIÐURSVERÐLAUNIN Jóhannes Jónsson veitti Ómari Ragnarssyni umhverfisverð- launin fyrir hönd Pokasjóðs í Nauthólsvíkinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meira í leiðinni GOLFVÖRURNAR FÁST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: N1 þjónustustöðvum: Ártúnshöfða, Hringbraut, Lækjargötu, Borgartúni, Selfossi, Egilsstöðum og Blönduósi. N1 verslunum: Hafnarfirði, Bíldshöfða 9 og Akureyri. WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Safnkortshafar borga aðeins 28.800 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 38.800 kr. x4 Punktar gilda fjórfalt. SPENNANDI SAFNKORTSTILBOÐ FYRIR GOLFARA 1244 CS04B / Herra 1244 CS04b LE / Dömu Golfsett Dömu eða herra með burðarpoka og 12 kylfum. Safnkortshafar borga aðeins 9.900 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 14.900 kr. A851 34731 Golfkerra Létt og lipur 3ja hjóla. Safnkortshafar borga aðeins 3.490 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 7.490 kr. A413 89025828 A413 89025829 Golf orkustykki Orka, einbeiting og árangur. 24 stk. í kassa. Safnkortshafar borga aðeins 4.990 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 9.990 kr. 063 82415563 Golfferðapoki Þægilegur ferðapoki fyrir golfsettið. x5 Punktar gilda fimmfalt. x5 Punktar gilda fimmfalt. x10 Punktar gilda tífalt. REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 COLEMAN-ferðagasgrill Verð 49.900 kr. ellingsen.is CAMPINGAZ-kælibox Verð 16.100 kr. PRIMUS-pottasett Verð 3.800 kr. SONCA-tjaldljós Verð 10.691 kr. COLEMAN-stóll m/örmum Verð 8.990 kr. Vaknaðu við fuglasöng ARGENTÍNA, AP Öldungadeild argentínska þingsins samþykkti ein hjúskaparlög í gær eftir langar umræður. Alls 33 greiddu atkvæði með frumvarpinu, 27 á móti og þrír þingmenn sátu hjá. Argentína verður þar með fyrsta landið í rómönsku Ameríku til þess að veita samkyn- hneigðum sömu hjúskaparréttindi og gagn- kynhneigðum. Staðfest samvist samkyn- hneigðra hefur áður verið lögleidd í Úrúgvæ og sumum ríkjum Mexíkó og í höfuðborg Arg- entínu, Bueons Aires. Kaþólska kirkjan og fleiri hópar hafa mót- mælt lögunum harðlega. Kardinálinn Jorge Mario Bergoglio sagði í fréttum að allir muni tapa á hjónaböndum samkynhneigðra og að börn „verði að eiga rétt á því að vera alin upp og menntuð af föður og móður“. Forsetinn Cristina Fernandez er stuðningsmaður lag- anna og sagði í gær málflutning kirkjunnar minna á málflutning á tímum rannsóknarrétt- arins. Samtök sem berjast fyrir einum hjú- skaparlögum í Bandaríkjunum fögnuðu laga- setningunni og sögðu hana sýna hversu langt Argentína hefur komist frá tímum einræðis. Tólf lönd í fjórum heimsálfum hafa nú ein hjúskaparlög. - þeb Öldungadeild þingsins samþykkti frumvarp eftir langar umræður: Ein hjúskaparlög taka gildi í Argentínu BASTILLUDAGURINN Frakkar héldu upp á Bastilludaginn á þriðju- dag. Þessar níu þotur voru hluti af herskrúðgöngunni í París og flugu meðal annars yfir Sigurbogann. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLI VIÐ ÞINGHÚSIÐ Lagasetningunn var mótmælt við þinghúsið í Buenos Aires. Áður höfðu 60 þúsund manns safnast saman á vegum kirkjunnar til að mótmæla frumvarpinu. N O R D IC PH O TO S/ A FP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.