Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 46
30 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, dans- ari hjá Íslenska dansflokknum, slasaðist illa á sýningu flokks- ins í Póllandi fyrir stuttu. Hjör- dís Lilja var flutt á spítala strax að sýningu lokinni þar sem öxlin á henni var gifsuð sem varð til þess að henni var meinað að fara um borð í flugvélina heim til Íslands. „Þetta var síðasta sýning- in okkar í Póllandi og rétt fyrir lokaatriðið okkar fór ég í lyftu og lenti heldur illa úr henni og datt á öxlina. Ég fann strax að það var eitthvað mikið að því ég gat ekki hreyft á mér vinstri handlegginn, ég kláraði samt dansinn og reyndi að koma því til skila til dansfé- laganna að ég gæti ekki hreyft handlegginn. Ég man þetta ekki nákvæmlega en við náðum þó að klára verkið,“ segir Hjördís Lilja, en við fallið slitnuðu liðbönd sem halda viðbeininu við öxlina auk þess sem hún tognaði. „Eftir sýninguna var ég keyrð upp á næsta spítala þar sem voru aðeins tveir læknar á vakt og þeir voru báðir í aðgerð. Við biðum í svolitla stund og þá kom annar læknirinn fram með blóðuga hanska og sagðist geta litið á mig ef ég biði í fimm klukkutíma.“ Hjördís Lilja ákvað að prófa annan spítala en þar var einnig löng bið eftir lækni en á þriðja spítalanum komst hún loks undir læknishendur. „Þar var ég send í röntgen og svo sett í brjálað gifs sem náði mér niður að mitti og handleggurinn var gifsaður fast- ur við líkamann,“ útskýrir Hjör- dís Lilja sem lenti svo í miklum vandræðum þegar hún ætlaði að fljúga heim. „Ég lenti í vandræðum strax við innritunina vegna gifsins og svo aftur við öryggishliðið. Þegar það voru um tuttugu mínútur í að við máttum fara um borð fékk ég þær fréttir að ég mætti ekki fljúga þar sem ég væri ekki með neitt læknisvottorð. Mér tókst að sannfæra manninn um að ég væri ekki of alvarlega slösuð og bað hann um að redda mér áhaldi til að rífa af mér gifsið, sem hann gerði. Ég og vinkona mín fórum svo inn á klósett þar sem við náðum á einhvern hátt að rífa þetta allt utan af mér. Sem betur fer var ég með aukabol í hand- farangrinum því annars hefði ég bara verið ber að ofan,“ segir hún og hlær. Hjördís Lilja segist eiga eftir að ná fullum bata og kveðst hepp- in að öxlin sjálf hafi ekki brotnað við fallið. sara@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMARFRÍIÐ MITT Ég og vinkona mín fórum svo inn á klósett þar sem við náðum á einhvern hátt að rífa þetta allt utan af mér. HJÖRDÍS LILJA ÖRNÓLFSDÓTTIR DANSARI Í ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM LÁRÉTT 2. loga, 6. átt, 8. hryggur, 9. arg, 11. skst., 12. hlutdeild, 14. krapi, 16. í röð, 17. kvk nafn, 18. andi, 20. stefna, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. mælieining, 3. í röð, 4. jarðbrú, 5. sjáðu, 7. deilur, 10. fjallaskarð, 13. tækifæri, 15. bata, 16. kæla, 19. 950. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. nv, 8. bak, 9. sig, 11. no, 12. aðild, 14. slabb, 16. íj, 17. gró, 18. sál, 20. út, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. únsa, 3. áb, 4. landbrú, 5. sko, 7. viðsjár, 10. gil, 13. lag, 15. bóta, 16. ísa, 19. lm. „Ég hef í raun engin sumarfrís- plön þar sem ég er í námi og vinn mikið í sumar. En ég ætla þó að skjótast um helgar út úr bænum í sumarbústað og hitta vini og ættingja.“ Brynja Dögg Friðriksdóttir, nemi í heim- ildarmyndagerð. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Raiffeisen Zentralbank. 2 Grindavíkur. 3 Karpaty Lviv. „Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spil- uðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því,“ segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablað- inu verður söngleikurinn um Buddy Holly frumsýndur í Austurbæ í október. Ingó í Veð- urguðunum fer með hlutverk söngvarans en sá stóð ekki einn á sviði. Holly hafði bandið The Crickets sér til halds og trausts á sviðinu og nú hefur verið ráðið í hlutverk þeirra. Ásamt Hannesi verða Guðmundur Stefán Þorláksson gítarleikari úr hljómsveitinni Hraun og Baldur Ragnarsson bassaleikari úr Ljótu Hálfvitunum sem fara með hlutverk bandsins. Þeir félagar eiga sér ekki langa sögu á sviði nema þá helst hann Baldur. Hann hefur um árabil verið mjög virkur í áhugaleikhópum og nú síðast í söng- leiknum ROKK. Hannes hefur meðal annars gert garðinn frægan í útlöndum í rússneskum vodkaauglýsingum en lítið hefur spurst um leikafrek Guðmundar. „Ég hef aldrei spilað neitt af lögum Buddy Holly og The Crickets en þau eru grunnurinn að rokkinu þannig að þetta liggur vel fyrir okkur,“ segir Hannes. „Þeir sem lifa og hrærast í músík þekkja til Buddy Holly og The Crickets og ein- hverra laga þeirra. Þetta leggst vel í mig og hópurinn sem búið er að nefna virðist ætla að verða frábær.“ Bandið kemur saman í ágúst til að renna yfir þennan fimmtán laga lista sem búið er að setja saman fyrir sýninguna. Það er síðan í septemb- er sem allur hópurinn kemur saman og æfingar hefjast á sviði í Austurbæ. „Það er bara Buddy Holly í spilaranum út sumarið til að fá þetta beint í æð,“ segir Hann- es að lokum. - ls Feta í fótspor hljómsveitar Buddy Holly THE CRICKETS Hannes, Baldur og Gummi fara með hlutverk hljómsveitarinnar The Crickets í söngleiknum um líf Buddy Holly. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HJÖRDÍS LILJA ÖRNÓLFSDÓTTIR: SLASAÐIST Á DANSSÝNINGU Í PÓLLANDI Mátti ekki fara með gifs í flug og reif það því af sér HÖRKUKVENDI Hjördís Lilja Örnólfsdóttir dansari lenti í miklum vandræðum þegar hún ætlaði að fljúga heim frá Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Rússneska fyrirsætan Natalia Vodianova er stödd á Íslandi. Sést hefur til hennar á rölti um miðbæ Reykjavíkurborgar. Hefur hún vakið athygli meðal vegfarenda og búðareigenda á Laugaveginum enda stórglæsileg kona og flest- ir sem fletta tískublöðum ættu að kannast við andlit hennar. Natalia er ein þekktasta fyrirsæta í heim- inum í dag og var númer sjö á lista Forbes yfir ríkustu fyrirsæt- ur í heimi. Hún var einnig kynn- ir í Eurovision á síðsta ári þegar keppnin var haldin í Moskvu. Natalia sást á röltinu um mið- bæinn í vikunni með dökkhærð- um manni en það mun ekki hafa verið eiginmaður hennar. Þau röltu um miðbæinn og komu meðal ann- ars við í skartgripabúðinni OR á Laugaveginum. Heiða, starfsstúlka í búðinni, kannaðist við ofurfyrir- sætuna sem skoðaði íslensku gull- smíðina gaumgæfilega en festi ekki kaup á neinu. „Maðurinn sem var með henni hringdi á undan sér og spurði hvort við værum ekki örugglega enn þá á sama stað. Hann hafði komið hérna áður og vildi sýna Nataliu skartgripina,“ segir Heiða. Rússneska fyrirsætan er 28 ára og þriggja barna móðir. Hún hefur verið gift breska fasteignaerf- ingjanum, Justin Trevor Berkeley Portman, síðan árið 2001. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um ferðir ofurfyrirsætunnar á Íslandi og hafði samband við umboðsskrifstofu hennar, Why Not model agency í Mílanó, en þeir sögðust ekki vita neitt um ferðir hennar þessa dagana. Ekki er því vitað hvort um frí eða vinnuferð var að ræða hjá fyrirsætunni, sem hefur verið á forsíðu breska Vogue sjö sinnum. Flestir þeir sem urðu varir við ferðir Nataliu í Reykjavík höfðu orð á því hvað hún væri einstak- lega fögur og sæist langa leið að þarna væri á ferðinni ofurfyrir- sæta. - áp Fyrirsætan Natalia Vodianova í Reykjavík NAUT SÓLARINNAR Í REYKJAVÍK Rúss- neska ofurfyrirsætan Natalia Vodianova kíkti í búðir á Laugaveginum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ólafur Darri Ólafs- son og nokkrir félagar hans úr leikarastétt og skemmtanabransanum hafa verið áberandi í auglýsingum Símans undan- farna mánuði. Þeir félagar hafa auglýst 3G-net fyrirtækisins af miklum móð, fyrst í eftir- minnilegum þema- partíum og nú síðast í mýrarbolta og á vespum. Nú heyrist af því að enn ein auglýsingin sé væntanleg og þar mun frægt bensínstöðvar- atriði úr kvikmyndinni Zoolander vera haft til fyrirmyndar. Félagar úr leikhópnum Vesturporti voru staddir í Súðavík á dögunum og nutu þar lífsins. Meðal viðstaddra var Björn Thors sem einmitt hefur farið mikinn í áðurnefndum auglýsingum. Hópurinn horfði á úrslitaleik HM í knattspyrnu í félagsheimili á staðnum og þar var gleðin við völd. Björn hafði nýlokið upptökum á Zoolander- auglýsingunni og lét sér ekki muna um að splæsa bjór á alla viðstadda. Lét leikarinn svo um mælt að bjór- inn væri í boði Símans. Friðrik Weisshappel hefur nú bætt sextánda húðflúrinu við safn- ið sitt en það er stórt, blátt, akkeri sem hann lét setja á vinstri fram- handlegg sinn. Þrátt fyrir að Friðrik hafi verið á sjó á Eskifirði um 18 ára aldur ku hann þó ekki hafa fengið sér það út af tengingu við sjómennskuna. Akkerið stendur fyrir festu, en Friðrik er vel kvæntur og á von á sínu öðru barni. Friðrik hefur leitað rétta akkerisins í að verða ár og fann það að lokum í skjaldarmerki tengdafjöl- skyldu sinnar. - afb/ls FRÉTTIR AF FÓLKI ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.