Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 4
4 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR NOREGUR Grunaður hryðjuverka- maður, sem var handtekinn í Þýskalandi í síðustu viku, hefur verið framseldur til Noregs. Hann er einn þriggja manna sem taldir eru hafa lagt á ráðin um stórfelld hryðjuverk í Noregi. Maðurinn heitir Shawan Sadek Saeed Bujak og er frá Írak. Hann var yfirheyrður strax við komuna til Noregs í gærmorgun og neit- aði öllum sökum. Hann sagðist enga vitneskju hafa um áætlanir um hryðjuverk. Norska lögreglan fann þó ýmis efni sem notuð eru í sprengjugerð í kjallarageymslu sem hann hefur aðgang að. Mennirnir eru allir í gæsluvarð- haldi vegna málsins. - þeb Grunaður um hryðjuverk: Íraki framseld- ur til Noregs SJÁVARÚTVEGUR Starfshópur um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins hefur fundað stíft undanfarna daga og er búinn að leggja drög að skýrslu til ráðherra. Fulltrúar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fisk- vinnslustöðva taka nú þátt í starfi hópsins á ný. Guðbjartur Hannesson, formaður hópsins, segir að rammi sé kominn að heildarskýrslu hópsins. Nú sé verið að vinna betri útfærslu á ákveðnum hugmyndum og ekki náist að skila skýrslu í júlí, eins og að var stefnt. Líklegra sé að vinnu hópsins ljúki um eða eftir miðjan ágúst. Guðbjartur segir að þrír þættir séu til skoð- unar; auðlindirnar í stjórnarskránni, einstakir þættir núverandi kerfis og úthlutun aflaheim- ilda. Nefndin muni skila tillögum varðandi stjórnarskrána til stjórnlaganefndar og stjórn- lagaþing muni fjalla um þær. Áfram er unnið út frá aflahlutdeildarkerfi. „Úthlutun aflaheimilda er stærsta málið og við höfum skoðað ýmsar hugmyndir. Tvær þeirra lifa og verið er að útfæra þær betur svo þær séu tækar í skýrslu hópsins.“ Ólíklegt verður að teljast að samhljóða álit náist á milli allra aðila, en Guðbjartur á von á að samkomulag náist um meginsjónarmið. Hann segist ekki geta svarað því hvort farið verði eftir fyrningarleiðinni á kjörtímabilinu, líkt og gert er ráð fyrir í stjórnarsáttmálanum. Hópurinn skilar tillögum sínum til sjávarút- vegsráðherra. - kóp Starfshópur um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfis skilar seinna af sér: Ekki einróma álit um endurskoðun UPPSKIPUN Starfshópurinn mun skila ráðherra tillögum að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins um miðjan ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 35° 34° 25° 33° 29° 27° 27° 22° 22° 25° 34° 33° 22° 23° 23° 25° Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Hæg norðlæg eða breytileg átt. 15 15 15 14 14 12 12 10 12 14 10 3 6 6 2 3 3 6 7 13 5 4 20 20 18 18 11 10 14 20 20 16 20 18 13 12 12 BONGÓBLÍÐA um landið sunnan og vestanvert í dag og um helgina en hitinn mun líklega víða ná um og yfi r 20°C í bjartviðri þessa daga. Ann- ars má búast við fínu veðri í öðrum landshlutum en austan til má búast við vætu á morgun og síðan norðan- lands á sunnudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður TÆKNI Notendum Facebook-sam- skiptasíðunnar í Bretlandi hefur verið gert mögulegt að setja upp neyðarhnapp á síðum sínum. Þannig geta þeir látið vita af hvers kyns óeðlilegu athæfi fólks gagnvart þeim. Hnappurinn er sérstaklega ætl- aður börnum og unglingum sem nota síðuna. Tilkynningar í gegn- um hnappinn munu bæði berast til Facebook og einnig til Ceop, sem er opinber eftirlitsstofnun með barnavernd í Bretlandi. Ceop mun veita ráð um hvernig á að bregðast við mögulegum ógnum á netinu en það var stofnunin sem kallaði eftir því að hnappurinn yrði settur upp. Stjórnendur Facebook voru upphaf- lega á móti því og töldu eigið örygg- iskerfi duga. Aðrar samskiptasíður, til dæmis Myspace, hafa tekið neyð- arhnappinn upp. Þrýstingur á stjórnendur Face- book jókst eftir að sautján ára gam- alli breskri stúlku, Ashleigh Hall, var nauðgað og hún myrt af manni sem hún kynntist á Facebook. Mað- urinn þóttist vera jafnaldri hennar en var í raun 33 ára gamall dæmdur kynferðisbrotamaður. Mjög brýnt er að auðvelt sé að tilkynna um allt sem er óeðlilegt á félagslegum síðum eins og Face- book, segir Guðberg K. Jónsson, for- maður SAFT, netöryggismiðstöðv- ar Íslands. Á Íslandi sé einnig verið að vinna í þessum málum. „Barna- heill rekur svokallaða ábending- arlínu sem er hönnuð sérstaklega til að tilkynna um kynferðisafbrot gegn börnum á netinu,“ segir Guð- berg. Hann segir að síðastliðið ár hafi verið unnin forvinna fyrir end- urhönnun á þessum ábendingar- og neyðarhnappi. „Vonandi getum við kynnt þennan hnapp í haust. Hann verður kynnt- ur með þeim hætti að þeim sem búa til eða dreifa efni á netinu og halda úti vefsíðum þyki eftirsóknar- vert að setja hnappinn upp hjá sér.“ Hægt verður að koma hnappinum upp á hvaða síðu sem er. „Á þess- um tímapunkti munum við ræða við Face book líka um möguleikann á að bjóða upp á þennan hnapp.“ Það eru þó ekki bara börn sem þurfa að vara sig á netinu heldur er þar alls kyns glæpa- og svikastarfsemi í gangi, segir Guðberg. Nauðsynlegt sé að auðvelt sé að tilkynna um slíkt og er stefnt á að íslenski hnappurinn verði auðveldur og aðgengilegur í notkun. thorunn@frettabladid.is Neyðarhnappur í vinnslu hér á landi Notendur Facebook í Bretlandi geta nú sett upp neyðarhnapp til að tilkynna um óeðlilegt athæfi. Verið er að vinna í þessum málum hér á landi og vonandi hefjast viðræður við síðuna um uppsetningu í haust, segir formaður SAFT. SAMSKIPTASÍÐAN SKOÐUÐ Formaður SAFT segir mjög brýnt að auðvelt sé fyrir not- endur Facebook að tilkynna um allt sem er óeðlilegt á félagslegum síðum. Íslenskur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí fyrir nauðganir. Hann komst í kynni við fórnarlömb sín á Facebook-samskiptasíðunni og mælti sér mót við þau. Maðurinn nauðgaði stúlku fæddri árið 1993 og hélt henni nauðugri yfir nótt á heimili sínu. Hann var einnig dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot gegn barni og nauðgun gegn stúlku fæddri 1995, og fyrir að hafa haft samfarir við þrettán og fjórtán ára stúlkur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Nauðgun tengd við Facebook KJARAMÁL Iðnaðarsvið Starfs- greinasambandsins hefur sent bandarísku verkalýðsfélagi, Unit- ed Steel Workers – Local 9433 stuðningsyfirlýsingu, vegna bar- áttu þess við Century Aluminium. Fyrirtækið rekur álver á Grund- artanga og hyggur á byggingu álvers í Helguvík. Kjarasamningar ytra hafa verið lausir síðan í apríl og frest- ur til að ganga frá nýjum rann út í maí. Fyrirtækið krefst þess að starfsmenn samþykki skerðingu á sjúkratryggingu og afnám sam- ráðs starfsmanna og stjórnenda. Starfsmannasambandið árétt- ar að þess verði gætt að alþjóð- leg fyrirtæki noti ekki Ísland til félagslegra undirboða. - kóp Kjarabarátta í Bandaríkjunum: Styður baráttu gegn Century STANGVEIÐI Ríflega tvöfalt fleiri laxar hafa veiðst í Selá í Vopnafirði það sem af er sumri miðað við það sem veitt hefur verið á sama tíma- punkti á síðustu fimm árum að meðaltali. Síð- ustu fimm ár hafa þó verið metár í Selá að sögn Orra Vig- fússonar. „Við erum komnir í 425 laxa. Sjálfur var ég að koma úr Selá og hollið veiddi 118 laxa. Þeim var næstum öllum sleppt,“ segir Orri. „Þegar svona mikill lax er til að byrja með þá dettur botninn oftast fyrr úr veiðinni í ágúst eða sept- ember. En þegar laxinn er fyrr á ferðinni er samt yfirleitt meira af honum. Það gleðilega er líka að smálaxinn virðist koma í mjög góðum holdum úr sjónum.“ - gar Nóg af laxi fyrir austan: Tvöföld veiði í Selánni í sumar ORRI VIGFÚSSON SAMFÉLAGSMÁL Stjórnardeild trú- arkenninga í Vatíkaninu hefur sent frá sér ný refsiviðmið sem eru strangari en áður og eiga m.a. við um kynferðisglæpi. Þetta kemur fram í tilkynningu Peters Bürcher Reykjavíkurbiskups. Biskup segist sjá í þessu stuðn- ing Vatíkansins við þá viðleitni að berjast skuli af öllu afli gegn kynferðisglæpum. Kynferðisbrot séu glæpir og kynferðisbrot gegn börnum sérstaklega fyrirlitlegir glæpir, slíkt megi alls ekki eiga sér stað innan kirkjunnar. - mþl Fyrirskipun frá Vatíkaninu: Hertar reglur um kynferðisglæpi VATÍKANIÐ Ný refsiviðmið eru strangari en áður og eiga m.a. við kynferðisglæpi. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 15.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,9861 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,94 123,52 188,73 189,65 157,61 158,49 21,152 21,276 19,842 19,958 16,75 16,848 1,3942 1,4024 184,95 186,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.