Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 2
2 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR NOREGUR Yfir helmingur allra þeirra sem eru handteknir fyrir glæpi í Ósló er erlendur ríkis- borgari. Þá eru sjö af hverj- um tíu föngum í borginni einnig erlendir ríkisborgarar. Fyrir níu árum voru erlendir ríkisborgarar í kringum 30 pró- sent þeirra sem voru handteknir í borginni. Á fyrri hluta þessa árs urðu erlendir ríkisborgarar í fyrsta sinn í meirihluta handtek- inna, 2.564 á móti 2.363 norskum ríkisborgurum. 400 fangar eru í Óslóar-fangelsinu og eru fang- arnir af 60 þjóðernum. 8,5 pró- sent íbúa í Noregi eru sagðir hafa erlent ríkisfang. - þeb Fólk handtekið í Ósló á árinu: Erlendir borgar- ar í meirihluta „Valdimar, er allt farið í bál og brand?“ „Já, kaupmáttur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er að fuðra upp.“ Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmda- stjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stéttirnar fara að öðru óbreyttu í verkfall í dag en sáttafundir í kjaradeilu þeirra hafa ekki skilað árangri. N-KÓREA, AP Norður-Kórea hefur varað Bandaríkin og Suður-Kóreu við því að halda sameiginlega her- æfingu um helgina. Segja stjórn- völd í N-Kóreu að með heræfingum og hertum refsiaðgerðum sé stöð- ugleika á svæðinu ógnað. Banda- ríkjamenn tilkynntu um hertar refsiaðgerðir sínar gagnvart Norður-Kóreu á miðvikudag. Talsmaður stjórnvalda, Ri Ton Il, sagði heræfingarnar ógna friði og öryggi á öllu svæðinu í kring- um Kóreuríkin. Ef Bandaríkin hafi raunverulega áhuga á kjarnorku- afvopnun Norður-Kóreu ættu þau að hætta við æfinguna og refsiað- gerðirnar, sem eyðileggi mögu- leikann á viðræðum. Suður-Kórea hefur útilokað nokkrar viðræður við nágranna sína í norðri fyrr en þeir hafi beðist afsökunar á því að hafa sökkt herskipi S-Kóreumanna í mars síðastliðnum. N-Kóreumenn hafa neitað að hafa átt nokkurn þátt í árásinni á skipið. Þá sagði Ri hert- ar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna brjóta í bága við yfirlýsingu örygg- isráðs SÞ fyrr í þessum mánuði, þar sem árásin á skipið var fordæmd en N-Kóreumönnum var ekki kennt um málið. - þeb Spenna magnast á Kóreuskaga vegna heræfinga sem hefjast á sunnudag: N-Kórea mótmælir æfingum AKUREYRI Kaup á ílátum fyrir líf- rænt sorp kosta Akureyrarbæ um 18 milljónir króna. Frá því er greint á fréttamiðl- inum vikudagur.is að bærinn hafi samið við Promens Dalvík um kaup á tæplega sex þúsund ílátum, en það sé gert vegna nýrra samninga um sorphirðu í Akureyrarbæ þar sem tekið verði í notkun svokallað þriggja íláta kerfi. Haft er eftir Helga Má Pálssyni, deildarstjóra hjá framkvæmdadeild Akureyrar, að hvert ílát kosti um þrjú þús- und krónur. - óká Kaupa ílát fyrir lífrænt sorp: Átján milljónir vegna nýs kerfis LANDBÚNAÐUR Greinst hefur riða í einni kind á bænum Hurðarbaki í Flóahreppi, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. „Grunur vaknaði vegna sjúk- dómseinkenna og voru sýni send á Tilraunastöðina að Keldum þar sem greining riðu var staðfest.“ Fram kemur að landbúnað- arráðherra hafi verið upplýstur um málið og að Matvælastofnun vinni að undirbúningi niðurskurð- ar og samningagerðar. „Sömuleið- is er unnið að gagnasöfnun vegna faraldsfræðirannsóknar.“ - óká Niðurskurður í undirbúningi: Einkenni vöktu grun um riðu Í EINSKISMANNSLANDI Hillary Clinton og Robert Gates heimsóttu einskis- mannslandið á landamærum Norð- ur- og Suður-Kóreu á miðvikudag. Bandarískur hershöfðingi ræddi við þau en norður-kóreskur hermaður fylgdist með hinum megin við. NORDICPHOTOS/AFP SORPHREINSUN Fyrsta hverfi Akureyrar tekur upp þriggja íláta kerfi í þessum mán- uði. Önnur fylgja fljótlega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓLK Fimmtíu nemendur við Menntaskólann á Akureyri rituðu nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla því að útvaldir nemend- ur við skólann fái útskriftarferð sína og uppihald þar ókeypis. Auk nemendanna fá tveir kennarar og makar þeirra frítt í ferðina. Flestir nemendur þriðja bekkjar Menntaskólans á Akureyri (MA) þurfa að borga tæpar 200 þúsund krónur fyrir ferðina, sem farin verður til Tyrklands í haust. Átta fá ókeypis í ferðina, en þeir eru annars vegar í bekkjarráði, sem skipuleggur ferðina og stundar fjáröflunarstarfsemi, og hins vegar gjaldkeri í sjoppu skólans. Þá fá þeir sem eru í svokölluðu sjoppu- ráði helming ferðarinnar borgaðan. Alls fara 172 nemendur í ferðina. Allt er innifalið í ferðapakkanum; rúta, flug, matur, drykkur og gist- ing á hóteli. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert, en útskriftar- ferð MA í fyrra kostaði nemendur í kringum 100 þúsund. Hefð er fyrir því að þriðja bekkjarráð skólans fái ferðirnar ókeypis en hingað til hafa allir nemendur borgað uppi- hald sjálfir. Helga Sigfúsdóttir, nemi í þriðja bekk, hóf undirskriftarsöfnun til að mótmæla því að óbreyttir nemend- ur þyrftu að greiða tæpar 2,2 millj- ónir króna, eða í kringum 14.000 krónur hver, undir aðra. Helga safnaði um 50 undirskriftum, en á listanum stóð: „Mótmælum að þriðjabekkjarráð fái frítt í útskrift- arferðina. Í ár er allt innifalið og við erum því að borga fæði fyrir þau, sem ætti ekki að viðgangast.“ Tveir kennarar og makar þeirra fara í ferðina sem fararstjórar. Erfiðlega gekk að fá kennara til að fara í ferðina og kom þá upp sú hug- mynd að þeir fengju að taka maka sína með. Þeir fá flug, uppihald og gistingu greitt að fullu frá ferða- skrifstofunni og dagpeninga frá nemendum. Jón Már Héðinsson skólameist- ari sagðist ekki vel upplýstur um málið, en sagði fjölda fararstjóra byggja á gamalli reglu. „Þetta er ströng vinnuferð en ekki skemmti- ferð fyrir þá sem fara sem farar- stjórar. Það þarf ekkert endilega að vera kennari skólans,“ segir hann. Eftir undirskriftarsöfnunina og fundi var sú málamiðlun gerð að þeir nemendur sem skipulögðu ferð- ina og unnu sem gjaldkerar sjopp- unnar, skyldu borga helminginn af sínu fæði sjálfir. sunna@frettabladid.is Kergja vegna frímiða útvalinna í sólarferð Átta nemendur í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri fá ókeypis útskriftar- ferð. Aðrir nemar borga um 200 þúsund fyrir ferðina. Tveir kennarar og makar þeirra fá einnig frítt. Nemandi hóf undirskriftarsöfnun í mótmælaskyni. MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Verð á útskriftarferð nemenda hefur nærri tvöfaldast frá því í fyrra. Datt af hestbaki Kona féll af hestbaki í gær og slasað- ist á ferð sinni um Leggjabrjótsleið. TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti konuna og flutti á Landspítal- ann í Reykjavík. Leggjabrótur er forn þjóðleið milli Hvalfjarðar og Þingvalla og er vinsæl gönguleið. VESTURLAND Skipuð verði nefnd Þorleifur Gunnlaugsson, varaborg- arfulltrúi VG, lagði til í borgarráði í gær að skipuð yrði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að fara yfir stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavík- urborgar. Tillagan var upphaflega lögð fram 6. maí en ekkert hefur gerst í málinu. Þorleifur vill að skip- að verði í nefndina fyrir 12. ágúst næstkomandi. REYKJAVÍKURBORG DÓMSMÁL Lögmenn endurskoð- unarskrifstofunnar Pricewater- houseCoopers (PwC) telja að stefna Glitnis á hendur stof- unni í New York brjóti í bága við samning sem Glitnir og PwC gerðu sín á milli í tengsl- um við skuldabréfaútboð Glitnis í Bandaríkjunum. Þetta er meg- inröksemdin fyrir kröfu um að málinu verði vísað frá, sem lögð var fyrir dómstólinn í gær. PwC er stefnt ásamt sjö ein- staklingum í því sem kallað er klíka Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, til greiðslu 260 milljarða króna vegna skuldabréfaútboðs sem slitastjórn Glitnis telur að hafi haft þann tilgang að afla Glitni fjár sem sjömenningarnir gætu síðan hirt úr honum. PwC segir að í samningi sem gerður var þegar PwC vottaði bankann hafi Glitnir samþykkt að sækja aðeins mál vegna ágreinings á Íslandi. Því beri að vísa málinu frá. - sh Málaferli Glitnis í New York: PwC krefst frá- vísunar málsins STJÓRNMÁL Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fól í gær bæj- arráði að ganga til viðræðna við Pál Björgvin Guð- mundsson, útibússtjóra Íslandsbanka á Reyðarfirði og fyrrum fjármálastjóra bæjarins, um að verða næsti bæjarstjóri sveitarfélagsins. Alls höfðu 23 sótt um starfið en af þeim höfðu fimm dregið umsókn sína til baka. Öllum átján umsækjendunum sem eftir stóðu var því hafnað. „Bæjarráðið tók viðtöl við ákveðna aðila í umsækj- endahópnum. Síðan var þetta kynnt fyrir bæjarfull- trúum allra framboða og um þá umsækjendur náðist ekki pólitísk samstaða. Því var öllum hafnað,“ segir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor. Spurður hvers vegna leitað hefði verið til Páls Björgvins segir Jens: „Nafn hans hafði komið upp í umræðunni og menn ákváðu að skoða þann mögu- leika. Um það var samstaða að ræða við hann.“ Meðal umsækjenda um starfið voru Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri á Hellu, og Ólafur Áki Ragnarsson sem nýlega lét af störfum sem bæjarstjóri Ölfuss. Elvar Jónsson, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, segir að Fjarðalistinn hefði getað sætt sig við alla þá umsækjendur sem boðaðir voru í viðtal en í ljósi þess að ekki hefði náðst sátt um neinn þeirra styður Fjarðalistinn það að leita til Páls Björgvins. - mþl Bæjarráð Fjarðabyggðar ræðir við útibússtjóra Íslandsbanka um starf bæjarstjóra: Öllum umsækjendum hafnað FJARÐABYGGÐ Sveitarfélagið er það fjölmennasta á Austur- landi en þar búa rúmlega 4.500 manns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓSLÓ Sjö af hverjum tíu föngum í borg- inni eru erlendir ríkisborgarar. DÓMSMÁL Íslandsbanki hefur sent viðskiptavinum með fjármögn- unarleigusamninga tölvupóst þar sem greint er frá því að samn- ingarnir muni haldast óbreyttir þrátt fyrir dóma Hæstaréttar um gengistryggð lán. Í póstinum segir að dómarnir hafi fallið um gengistryggða kaupleigusamninga og telur Íslandsbanki að fjármögnunar- leigusamningar séu þeim svo frá- brugðnir að niðurstaða dómanna taki ekki til þeirra. Því verði áfram miðað við umsamda mynt- samsetningu fjármögnunarleigu- samninganna. Dómur fellur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í vaxtamáli Lýsingar, þar sem tekist er á um það hvort uppgjörsleiðin sem til- mæli Seðlabankans og Fjármála- eftirlitsins byggist á stenst lög. - sh Íslandsbanki sendir tölvupóst: Fjármögnunar- leigusamningar verða óbreyttir Unglingar ræna banka Tveir fimmtán ára piltar hafa verið handteknir í Kristiansand í Noregi fyrir fjögur vopnuð bankarán. Þeir eru einnig grunaðir um fleiri rán. Síðasta ránið frömdu piltarnir á mánudag og komust þá undan með 40 þúsund norskar krónur, eða tæpar 800 þús- und íslenskar. NOREGUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.