Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 25
23. júlí föstudagur 5 Verið hjartanlega velkomin í verzlanir okkar. Opið alla daga frá 8 til 22. Geysir Haukadal og Geysir Skólavörðustíg 16. Íslenzk framleiðsla – íslenzkt hráefni. Ullarsláin sem ungfrúin á myndinni klæðist tilheyrir nýrri tízkulínu frá Geysi. Notið þetta sjerstaka tækifæri . — Kaupið yður nytsama hlut i fyr i r l í t ið verð. — Ullarsokkar fylgja gúmmískór. Ti lboðið gi ld i r t i l verz lunarmannahelgar innar í verz luninni á Skólavörðust íg. M E Ð Þ J Ó Ð L E G A N V A R N I N G V I Ð S K Ó L A V Ö R Ð U S T Í G N Ý V E R Z L U N VERA G við einhvern sérstakan árstíma. Ég fékk æði fyrir doppum fyrir nokkru og hef verið að þróa litla peysulínu fyrir bæði kynin síðan í vetur. Sú lína einkennist aðallega af doppum og slaufuprýddum peysum.“ SÝNA Á TÍSKUVIKUNNI Tískuvikan í Kaupmannahöfn hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1998 og er markmið hennar að kynna norræna hönnun í bland við önnur alþjóðleg hönnunar- merki. Viðburðurinn hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og í fyrra sóttu um 30.000 gestir hátíðina. Þetta er í annað sinn sem Sonja tekur þátt í tískuvikunni og segir hún viðburðinn með þeim flottari sem hún hefur sótt enda sé mikið í hann lagt. Útflutningsráð styrk- ir íslensku hönnuðina sem taka þátt í CPH Vision, en auk Sonju og Ernu fara einnig Kron by Kron Kron, Royal Extreme, E-Label og Birna út í ágúst. Eruð þið spenntar fyrir tískuvikunni? Sonja: „Ég er svo heppin að bás- inn minn er við hliðina á kampa- vínsstofunni þannig að ég ætla bara að sitja þar og sötra kampa- vín á meðan aðstoðarmaðurinn sér um básinn,“ segir hún og hlær. „Annars eru þeir íslensku hönnuðir sem taka þátt í CPH Vision í ár allir mjög ólíkir. Þetta eru ung og fersk merki og ég held að íslenski básinn eigi eftir að verða mjög skemmtilegur.“ Erna: „Ég er sammála Sonju, íslensku hönnuðirnir eru áber- andi ólíkir og ég held að þetta eigi eftir að verða mjög spennandi og skemmtilegt.“ Mikinn undirbúning þarf þegar taka á þátt í stórviðburði sem þessum og hafa stúlkurnar stað- ið í ströngu við að undirbúa för- ina. Þátttakan kostar einnig sitt og hlutu Erna og Sonja ferðastyrk frá flugfélaginu Iceland Express auk þess sem hönnun þeirra verður seld um borð í vélinni á leiðinni til Kaupmannahafnar. Erna segir ómetanlegt fyrir unga hönnuði að fá fjárhagsaðstoð sem þessa. „Við munum að öllum líkindum ekki koma heim með neitt nema reynsluna og þess vegna skiptir svo ofboðslega miklu máli að fá hjálp og líka að finna fyrir því að fólk er tilbúið til að leggja manni lið,“ segir hún. Hvaða væntingar hafið þið til ferðarinnar? Erna: „Við lítum fyrst og fremst á þetta sem reynslu og lærdóm, en ég held að þetta sé einnig gott tækifæri fyrir mig til að sjá hvern- ig landið liggur. Auðvitað er maður að sækjast eftir viðskiptum og við- skiptasamböndum en ég tel að það sé jákvætt að gera sér mjög hóf- legar vonir með það. Maður þarf fyrst að skoða og upplifa áður en maður byggir upp væntingarnar.“ Sonja: „Ég er sammála, þetta verður fyrst og fremst mikill lær- dómur. Það er mikilvægt að fá tæki- færi til að prófa sig áfram og fá við- brögð manna við hönnun sinni.“ HARK Í TÍSKUHEIMINUM Þó að stúlkurnar viðurkenni að þær hafi gaman af því að hanna og sauma segja þær mikið hark að starfa sem hönnuður í dag. Þær segja mikla hættu á því að ungir hönnuðir nái ekki flugi vegna þessa og segja mikilvægt að geta bjargað sér sjálfur frá grunni. Er erfitt að vera sjálfstætt starf- andi hönnuður? Erna: „Það er mikið óöryggi sem fylgir þessu og það er líka hárfínn þráður milli þess að vera sjálf- stætt starfandi atvinnurekandi og að vera þræll sjálfs síns. Maður þarf að vera bæði þrjóskur og of- boðslega vinnusamur, en þetta er auðvitað líka afskaplega skemmti- legt og ég tel mig heppna að geta starfað við þetta á annað borð.“ Sonja: „Já, þetta er hark, en þrátt fyrir það þá veit ég fátt skemmti- legra en að sitja og sauma saman á meðan ég hlusta á gömlu, góðu Gufuna,“ segir Sonja brosandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.