Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 4
4 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Barnafötin, sem mynd var birt af í blaðinu í gær, eru ekki talin hættuleg af yfirvöldum, eins og ranglega var farið með í myndatexta. LEIÐRÉTT Ranghermt var í blaðinu í gær að Geysir Green Energy væri í gjaldþrota- meðferð. UMFERÐ Miklar ferðahelgar eru nú fram undan hér á landi sem hafa í för með sér mun meiri umferð á vegum. Átta manns létust í umferð- arslysum í ágúst árið 2006, þar af voru fimm 26 ára eða yngri. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hefur náðst mik- ill árangur í fækkun umferðar- slysa á undanförnum árum, en aldrei má slaka á í öryggisstarf- inu. Með tilkomu Landeyjahafn- ar má gera ráð fyrir aukinni umferð á Suðurlandsvegi, og þá ekki síst ungs fólks á leið til og frá Vestmannaeyjum. - sv Margir leggja land undir fót: Umferðarstofa varar við traffík UMFERÐ Með tilkomu Landeyjahafnar má gera ráð fyrir aukinni umferð um Suðurlandsveginn. KÓSÓVÓ, AP Sjálfstæðisyfirlýsing Kósóvó árið 2008 var lögleg, að mati Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Forseti dómstólsins sagði í gær að í alþjóðalögum væri ekkert bann við sjálfstæðisyfirlýsingum og því hefði yfirlýsing Kósóvó ekki brotið gegn þeim. Ákveðið var að lýsa yfir sjálf- stæði Kósóvó snemma árs 2008. 69 lönd hafa viðurkennt sjálf- stæði Kósóvó, þar á meðal Ísland. Flest lönd í Evrópusambandinu sem og Bandaríkin hafa einnig viðurkennt sjálfstæðið. Serbar og Rússar eru í forsvari fyrir þær þjóðir sem ekki viðurkenna það. - þeb Alþjóðadómstóll úrskurðar: Segja sjálfstæði Kósóvó löglegt SLYS Líðan kvennanna tveggja sem slösuðust illa í rútuslysi sem varð í Reykjadal í Þing- eyjarsýslu í fyrrakvöld er stöðug. Þær eru komnar á almenna deild. Um er að ræða tvær franskar konur sem hafa verið á ferðalagi um Ísland frá því á sunnudag. Þær voru í fimmtán manna hópi ferðamanna, fjórtán þeirra frá Frakk- landi en einn frá Sviss. Auk ferðamannanna voru í rútunni bílstjóri og leiðsögumaður. Ferðalagið átti að standa í tíu daga. Ekki er vitað hvað olli slysinu en fyrstu vísbendingar benda til þess að það hafi verið bilaður bremsur. „Bíllinn var að koma niður bratta heiði og nýbúinn að taka 180 gráðu beygju. Það er í rauninni ekki vitað hvað gerðist, það er verið að rannsaka það. Það bendir allt til þess að þetta hafi verið óhapp,“ segir Þórir Garðarsson hjá Allrahanda sem á rútuna. Ferðin var á vegum Ferðakompanísins en samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu var rútan skoðuð fyrir brottför án þess að neitt óeðlilegt hefði komið í ljós auk þess sem bíl- stjórinn var atvinnuökumaður til margra ára. Allir sem voru í rútunni slösuðust en kon- urnar tvær alvarlegast og voru þær fluttar með þyrlu á Landspítalann í fyrrakvöld. Þær voru með beinbrot og innvortis áverka. Rútan fór út af þjóðvegi eitt, inn á tún og valt þar. - mþl Rútan sem valt í fyrrakvöld var skoðuð fyrir brottför: Líðan kvennanna stöðug FJÖLMENNT Á VETTVANGI Samhæfingarstöð Almanna- varna var virkjuð eftir slysið og þyrla Landhelgisgæsl- unnar og sjúkraflugvél á Akureyri voru í viðbragðs- stöðu. MYND/ÓLÖF DÓMHILDUR JÓHANNSDÓTTIR BRETLAND, AP Fornleifafræðingar segjast hafa fundið tréútgáfu af Stonehenge aðeins um 900 metra frá sjálfu Stonehenge-mannvirk- inu í Bretlandi. Fornleifafræðingarnir segja fundinn einstakan og hinn merk- asta í fimmtíu ár. Þeir höfðu nýhafið þriggja ára rannsókn á svæðinu á Salisbury-sléttunni í Bretlandi. Stjórnandi rannsókn- arinnar er Vince Gaffney, sem er prófessor við háskólann í Birm- ingham, en fornleifafræðingarn- ir eru frá Bretlandi, Austurríki, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. Hið nýja mannvirki er neðan- jarðar og virðist vera byggt í hring líkt og Stonehenge. Á því eru tveir inngangar, í norðaustur- hluta þess og suðvesturhluta þess. Stonehenge er úr steini en hið nýja er úr viði. Áður hefur slíkt mann- virki fundist í nálægð við þessi, en það er nefnt Woodhenge. Líkt og er með Stonehenge er upprunalegur tilgangur mann- virkisins ekki ljós. Hinar nýju uppgötvanir eru þó taldar geta varpað meira ljósi á mannvirkin, sem eru talin hafa verið byggð yrir um 4.500 árum. Stonehenge hefur líklega verið einhvers konar samkomustaður, líklega sá stærsti í Evrópu á sínum tíma. Fornleifafræðingarnir eru handvissir um að fleiri uppgötv- anir verði gerðar á svæðinu á næstunni, enda hefur svæðið ekki verið kannað til hlítar. Mjög dýrt og tímafrekt er að kanna svæðið með þeim hætti sem nú er gert, með notkun jarðratsjáa. Áður fyrr hafði verið talið að Stonehenge stæði eitt á sléttunni, en nú þykir vísindamönnunum víst að mann- virkið hafi verið miðpunktur margra mannvirkja. thorunn@frettabladid.is Annað Stonehenge fundið í Bretlandi Fornleifafræðingar segjast hafa fundið tréútgáfu af Stonehenge-mannvirkinu fræga. Hið nýja er aðeins nokkur hundruð metra frá hinu upprunalega. Vísinda- mennirnir eru nú vissir um að fleiri merkar fornminjar finnist á svæðinu. STONEHENGE Hið nýja mannvirki er aðeins um 900 metra frá hinu fræga Stone- henge, sem dregur að þúsundir ferðamanna á hverju ári. Myndin af hinu nýfundna Stonehange er tekin með notkun jarðratsjáa. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 24° 26° 22° 24° 19° 22° 22° 23° 20° 25° 28° 33° 15° 22° 21° 18°Á MORGUN 3-5 m/s S- og V-til, annars víða hægari. SUNNUDAGUR Víðast 3-8 m/s. 13 14 14 12 18 14 17 16 11 15 15 6 10 13 8 6 8 5 3 4 4 6 20 2016 15 10 14 14 20 18 15 HELGARVEÐRIÐ Góðviðrisspáin fyrir Norður- og Austurland ætlar svo sannarlega að ganga eftir og nú er ljóst að sunnu- dagurinn verður ekki síðri á þeim slóðum. Leiðinlegt veður í dag suð- vestan til en það batnar til muna þegar kemur fram á laugardag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Viðskiptavinir bank- anna sem tóku gengistryggð lán brutu lög sem banna slík lán ekkert síður en bankarn- ir. Þetta sagði Eiríkur Guðna- son, fyrrver- andi seðla- bankastjóri, í viðtali við vef- miðilinn Press- una. „Ég vil benda á að báðir aðil- ar brjóta lögin, lántakandinn er aðili að samn- ingnum og á að hafa kynnt sér lögin nægilega vel,“ er þar haft eftir Eiríki. Spurður hvort vaxtahækkanir Seðlabankans hafi ýtt fólki út í að taka erlendu lánin sagði Eiríkur svo ugglaust vera, en að auki hafi fjármálafyrirtækin jafnvel hvatt viðskiptavini til að taka lánin. - bj Viðskiptavinir banka brotlegir: Báðir aðilar brutu lögin EIRÍKUR GUÐNASON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 22.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,1623 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,56 123,14 187,37 188,29 157,63 158,51 21,15 21,274 19,743 19,859 16,68 16,778 1,4127 1,4209 184,93 186,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.