Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 23. júlí Erna Óðinsdóttir og Sonja Bent eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaup- mannahöfn 12.-14. ágúst. Þær munu sýna hönnun sína á CPH Vision ásamt fjórum öðrum upprennandi hönnuðum, en CPH Vision leggur áherslu á nýja og framsækna hönnun. Viðtal: Sara McMahon Myndir: Anton Brink S onja útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og hannar hún litríkar prjóna- flíkur undir eigin nafni. Erna út- skrifaðist sem klæðskerameist- ari árið 2004 frá Iðnskólanum í Reykjavík og hannar fallegar og klassískar flíkur meðal annars úr íslenskri ull undir heitinu Kurl- project. Þær stöllur eru einnig á meðal þeirra efnilegu hönn- uða sem reka hina skemmtilegu verslun Kirsuberjatréð við Vestur- götu, en verslunin er eins konar samstarfsverkefni nokkurra hönnuða. HANNYRÐIR Í ARF Talið berst strax að hönnun og prjónaskap og segjast Sonja og Erna báðar hafa fengið prjónaskap- inn í arf frá mæðrum sínum sem eru að þeirra sögn miklar hann- yrðakonur. Sonja: „Ég nota prjónavél og bý flíkina til frá grunni þannig að þegar flíkin kemur úr vélinni á ég bara eftir að sauma hana saman.“ Erna: „Ég nota íslensku ullina mjög mikið eina og sér en reyni að nota hana einnig með öðrum náttúrulegum efnum svo sem hör, silki og bómull. Munurinn á mér og Sonju er að ég fæ prjónaefni á stranga og sníð flíkina úr því á meðan hún „sníður“ flíkina um leið og hún prjónar.“ Af hverju kjósið þið að vinna með prjónaefni frekar en önnur efni? Sonja: „Ég er búin að vera með einhvern ægilegan „fetish“ fyrir prjóni í mörg ár. Ég hugsa að ég hafi fengið hann beint í æð sem barn. Móðir mín var ein af þeim sem stofnuðu Vélprjónasamband Íslands og á þeim tíma prjónaði hún eins og herforingi með mig í vöggu við hliðina á sér. Þegar ég var táningur fékk ég mömmu svo til að kenna mér á þessa undramaskínu og ég hef ekki getað stoppað síðan.“ Erna: „Ég kynnist þessu á annan hátt en Sonja, það er að segja, ég kynntist þessu ekki í gegnum prjónavél heldur er ég alin upp við mikinn prjónaskap og hannyrðir. Mamma prjónaði lengi peysur fyrir Álafoss og sat oft með mig í fanginu á meðan hún vann. Auk þess byrjaði ég sjálf að prjóna og hanna mynstur mjög ung þannig að áhugi minn á prjónaskap teng- ist held ég uppeldinu mjög mikið. Svo endaði ég náttúrulega á að nálgast prjónið í gegnum sauma- vélina sem er mjög ólíkt því að handprjóna flík.“ FARA EIGIN LEIÐIR Stúlkurnar fara eigin leiðir í hönnuninni og senda til að mynda ekki frá sér nýjar línur á hverju hausti og vori líkt og viðgengst í tískuheiminum. Af hverju ákváðuð þið að fara þá leið? Erna: „Ég tók þá ákvörðun strax að senda bara frá mér eina línu á ári. Mér hefur ekki hugnast að vinna vor- og haustlínur fram að þessu, en svo á eftir að koma í ljós hvort ég kemst upp með að haga mér svona í framtíðinni,“ segir Erna og hlær. „Ég hanna flíkurnar mikið út frá sjálfri mér og geri föt sem ég gæti sjálf hugs- að mér að eiga í fataskápnum. Flíkurnar eru flestar klassískar og ég vil að hægt sé að nota þær við hvaða tilefni sem er,“ segir hún, en pífur gerðar úr íslenskri ull setja sterkan svip á fatn- aðinn og eru eitt aðaleinkenni Kurlproject. Sonja: „Mér hefur þótt skemmti- legra að búa til smærri línur sem eru ekki endilega bundnar MIKIÐ HARK AÐ V HÖNNUÐUR Í DAGSonja hannar prjónaflíkur undir eigin nafni. Hún segist afskaplega upp- tekin af doppum um þessar mundir og má glögglega sjá það í hönnun hennar. Doppótta línan inniheldur peysur á bæði kynin, sokka, slaufur auk annarra fylgihluta. Erna hannar undir heitinu Kurlproject og vinnur hún mikið með íslensku ullina í bland við önnur náttúruleg efni líkt og silki og bómull. Flíkurnar eru flestar klassískar í sniðinu en pífur gerðar úr íslenskri ull setja einnig sterkan svip á flíkurnar. Erna býr og starfar á Flúðum og segist hún fá margar heimsóknir á vinnustofuna frá ferðamönnum sem eiga leið um sveitina. Fara út á tískuviku Sonja Bent og Erna Óðinsdóttir hanna báðar skemmtilegar flíkur úr prjónaefni. Þær eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst. ✽ e rn a ✽ s on ja 0000 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.