Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.07.2010, Blaðsíða 38
22 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Níu erlendir blaðamenn eru á leiðinni til landsins til að fylgjast með útgáfutónleik- um hljómsveitarinnar For a Minor Reflection í Iðnó á laugardaginn. „Þetta verður virkilega gaman og vonandi fáum við almennilega umfjöllun,“ segir gítarleikarinn Guðfinnur Sveinsson. For a Minor Reflection hefur vakið athygli fyrir seiðandi og tilraunakennt rokk sitt sem er knúið áfram af gítarspili. Koma blaðamannanna er því gott tæki- færi fyrir útlendinga að kynnast sveitinni enn betur. Blaðamenn frá Die Welt og Intro Magazine í Þýskalandi verða á tón- leikunum ásamt blaðamönnum frá Dazed & Confused og NME í Bret- landi. Einnig mæta fulltrúar frá belgískum, dönskum og hollensk- um blöðum á svæðið. Það er átakið Inspired By Iceland sem aðstoðar við komu þeirra til landsins, rétt eins og gert var fyrir tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands með góðum árangri. Blöðin sem um er að ræða eru öll frá löndum sem For a Minor Reflection heimsækir á mánaðar- langri tónleikaferð sinni um Evr- ópu sem hefst í september. „Þetta eru allt löndin sem við erum að fara að spila í á tónleikaferðinni þannig að þetta passar allt rosa- lega vel saman,“ segir Guðfinnur. Eftir ferðina spilar hljómsveitin á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík. Útgáfutónleikarnir á laugardags- kvöld verða þeir síðustu með tromm- aranum Jóhannesi Ólafssyni, sem spilaði einmitt inn á nýju plötuna. Í hans stað kemur Andri Freyr Þor- geirsson og mun hann einnig spila á tónleikunum. Öllu verður tjaldað til í Iðnó og munu hinir ýmsu hljóðfæraleikar- ar koma við sögu, þar á meðal tveir auka gítarleikarar og tveir auka sellóleikarar. Á tónleikunum verð- ur einnig frumsýnt myndbands- verk sem breski listamaðurinn John Rixon gerði við lagið Sjáumst í Virg- iníu af nýju plötunni. Rixon er virtur listamaður í Bretlandi og hefur m.a. verið sýningarstjóri í Tate-listasafn- inu. Auk þess verða sýnd þrjú önnur verk gerð af nemendum hans og eitt frá ítalska listamanninum Lorenzo Fonda. freyr@frettabladid.is Flytja inn blaðamenn frá NME og Dazed & Confused FOR A MINOR REFLECTION Níu erlendir blaðamenn verða gestir á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar For a Minor Reflection. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vonandi fáum við al- mennilega umfjöllun. GUÐFINNUR SVEINSSON GÍTARLEIKARI FAMR „Þetta er allt að smella saman og fjöldi fólks á svæðinu nú þegar,“ segir Magni Ásgeirson, annar skipuleggjandi Bræðslunnar, sem fer fram um helgina á Borgarfirði eystri, en þegar Fréttablaðið náði af söngvaranum tali var hann í miðjum heyskap í sólinni fyrir austan. „Miðarnir voru að seljast upp í forsölu og eigum við því von á góðri helgi hér á Borgarfirði,“ segir Magni og drepur á dráttar- vélinni. Þetta er í sjötta sinn sem bæjar- búar á Borgarfirði eystri taka á móti tónlistarunnendum en Magni segir að tónleikarnir séu orðin góð afsökun fyrir brottflutta Borgfirð- inga og ættingja til að koma í heim- sókn. „Þetta er nú bara eins konar ættarmót og það er tjaldað í hverj- um garði,“ segir Magni en bætir við að stórt og flott tjaldstæði sé einnig í bænum. Tónleikarnir sjálfir fara fram annað kvöld í síldarbræðslunni en þar munu meðal annars koma fram hljómsveitin Dikta, KK og Ellen en einnig stígur á svið sænsk/breska indípoppbandið Fanfarlo. „Platan þeirra Reservoir er plata vikunn- ar á Rás tvö og þar sem það er eina útvarpsstöðin sem næst hér er ég búinn að hlusta ansi oft á plötuna þessa vikuna,“ segir Magni og bætir við að honum lítist vel á og hlakki til að sjá sveitina á laugar- dagskvöld. - áp Mikil aðsókn á Bræðsluna MAGNI ÁSGEIRSSON Stundar heyskap á milli þess sem hann leggur lokahönd á Bræðsluna sem haldin verður á laugardaginn. Hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma aftur saman í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun hennar. Sveitin spilaði síðast saman árið 2006 í tilefni af fjörutíu ára afmæli plötunnar Pet Sounds. „Við ætlum að hittast og halda að minnsta kosti eina tónleika. Ég veit ekki hvar þeir verða en það verð- ur líklega ókeypis inn á þá,“ sagði stofnmeðlimurinn Al Jardine. Hann hætti í hljómsveitinni 1998 en hefur engu að síður mikinn áhuga á að fara með henni í tónleikaferð um heiminn. „Ég væri til í hundrað tón- leika í tilefni afmælisins. Mig lang- ar í tónleikaferð um heiminn en ef það á að gera þetta svona, þá verður að hafa það. En mér finnst að ef við ætlum að æfa og halda góða tónleika ættum við að fara í alvöru tónleika- ferð.“ Með honum á afmælistónleik- unum verða Brian Wilson, Bruce Johnston, Mike Love og hugsanlega gítarleikarinn David Marks. Beach Boys 50 ára BRIAN WILSON Fyrrverandi forsprakki The Beach Boys tekur þátt í afmælistón- leikunum. Leikkkonunni Cameron Diaz líður í hjarta sínu eins og fjórtán ára dreng. Hún telur að frægðin hafi ekki breytt sér að neinu ráðu. „Ég hef þroskast mikið. Innst inni líður mér eins og fjórtán ára dreng en líf mitt hefur gjörbreyst síðan ég var 27 ára,“ sagði Diaz sem verður 38 ára í næsta mánuði. „Ég held að fólk breyt- ist ekki mikið í Hollywood. Fólk hagar sér á endanum eins og það er innst inni. Frægðin laðar fram hinn sanna persónuleika þinn. Fólk sem hagar sér eins og fábjánar er einfald- lega fábjánar,“ sagði hún og bætti við: „Tvennt gerist þegar þú verð- ur frægur. Fyrst opn- ast fyrir þér allar dyr og þú þarft að finna þín takmörk. Síðan þarftu að bera ábyrgð á gjörðum þínum.“ Leikkonan Jennifer Love Hewitt er opin fyrir því að ættleiða barn á næstunni. Hún hefur verið á lausu síðan leiðir hennar og grínistans Jamie Kennedy skildu í mars á þessu ári en Jennifer segist hafa áhuga á því að ættleiða og ala upp barn sem einstæð móðir. Þetta kemur fram í viðtali við tímarit- ið InTouch Weekly en Jennifer segir jafnframt að henni líki vel að vera á lausu. Vill ættleiða JENNIFER LOVE HEWITT folk@frettabladid.is CAMERON DIAZ Leik- konunni líður eins og fjórtán ára dreng í hjarta sínu. Unglingur í hjarta> AFI GEGNUM SKYPE Leikarinn Jon Voight notar netsímann Skype til að sjá og tala við barnabörnin sín á meðan hann er í tökum á sjónvarpsþætti sínum. Barnabörnin sem um ræðir eru sex börn leikarans Brads Pitt og dóttur hans, Angelinu Jolie. Voight sættist nýverið við Jolie en feðginin hafa eldað grátt silfur í langan tíma og Voight því ekki kynnst barna- börnum sínum almennilega. JEVADAGAR 20% AFSL ÁT T U R A F ÖL LU M JEVA VÖRU M TI L 2. ÁGÚ ST. J EVA T Ö SKU R Sarcina Jevasis MY N D XVI I . M C C X V I I Við bjóðum frábært úrval af hinum vönduðu og endingargóðu Jeva töskum og pennaveskjum á ótrúlegu verði, en aðeins í takmarkaðan tíma. Notaðu tækifærið, fáðu Jeva tösku á frábæru verði hjá Eymundsson um land allt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.