Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 8
8 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1. Hvað heitir nýr umboðsmað- ur skuldara? 2. Hvað bannaði katalónska þingið nýverið? 3. Hvaða rétt segja slökkviliðs- menn á Akureyri brotinn á sér? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 SJÓNVARP Breytt verðskrá tekur gildi fyrir Stöð 2, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 þann 3. september. Grunnverð áskriftar að Stöð 2 hækkar um 245 krónur eða 3,5 prósent. Þá hækkar grunn- verð áskriftar að Stöð 2 sport og Stöð 2 sport 2 um sömu prósentu eða 205 krónur. Áskriftarverð á Stöð 2 Fjölvarpi helst hins vegar óbreytt. Vildaráskrifendur Stöðvar 2 njóta áfram afsláttarkjara, allt að 30 prósent afsláttar af áskriftar- verði, auk annara fríðinda. Ástæður verðhækkana má meðal annars rekja til almennra verðhækkana. Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um 5 prósent frá júlí 2009 þegar breytingar voru síðast gerðar á áskriftar- verði Stöðvar 2 og 7,5 prósent frá síðustu breytingu á verði sport- stöðva Stöðvar 2. Verðskrá Stöðvar tvö: Breytingar með haustinu EFNAHAGSMÁL Matsfyr- irtækið Moody‘s hefur breytt horfum um láns- hæfismat ríkissjóðs úr stöðuguðum í neikvæðar. Í tilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að helsta ástæða þessarar aðgerðar sé sú óvissa sem dómur um gengistryggð lán hefur valdið og það að enn hafi ekki náðst niðurstaða í Icesave-deilunni. Lánshæfis- einkunn ríkissjóðs fyrir langtíma- skuldbindingar er nú einu þrepi fyrir ofan ruslflokk. Þessi aðgerð Moody‘s hefur það í för með sér að áhættan á því að lánshæfismatið fari niður í ruslflokk er meiri en áður en lánshæfismat ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyr- irtækinu Fitch. Lækki Moody‘s lánshæfiseink- unina líka í ruslflokk væru það afar slæm tíðindi, segir í Morgun- korni Íslandsbanka frá því í gær. Slíkt myndi seinka fyrir því að ríkissjóður gæti sótt sér fé á erlenda mark- aði og grafa undan tiltrú á Íslandi. Gylfi Zoëga, hagfræði- prófessor við Háskóla Íslands, telur þetta vond tíðindi. Hann segir þetta gera Íslendingum erfið- ara fyrir að sækja pen- inga á erlenda fjármagnsmarkaði og þýða að tiltrú á Íslandi sé minni en áður. „Ísland er eins og fyrirtæki eða fjölskylda sem er búin að missa lánstraust. Þá skiptir mjög miklu máli að vekja upp traust annars staðar. Sá hringlandaháttur sem hefur verið í stjórnkerfinu undan- farið er ekki til þess fallinn,“ segir Gylfi. Hann bætir því svo við að allar hagstærðir séu að fara í rétta átt og í raun líti hlutirnir vel út en stóra vandamálið núna sé þessi órói innanlands. - mþl Hagfræðiprófessor um lánshorfur ríkisins: Skiptir miklu máli að vekja upp traust GYLFI ZOËGA PENINGAR Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur það vond tíðindi að horfur ríkis- sjóðs séu orðnar neikvæðar hjá Moody´s. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Propionsýra fyrir kornbændur Aukið geymsluþol og minni afföll. Við erum byrjuð að taka niður pantanir. Pöntunarsími 515 1100 Costa del Sol Síðustu sætin í ágúst, 10 og 11 nátta. Frá kr. 59.900 Kr. 59.900 Flugsæti. Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 17.-28. ágúst eða 28. ágúst - 7. september Kr. 114.900 - Balmoral **+ með fullu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 11 nætur með fullu fæði. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 146.080.- á mann með fullu fæði. Sértilboð 17. ágúst. Kr. 114.900 - Hotel Griego Mar *** með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu- herbergi með “öllu inniföldu” í 10 nætur. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 139.900. Sértilboð 28. ágúst Kr. 129.900 - Hotel Palmasol *** með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu- herbergi með “öllu inniföldu” í 11 nætur. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 159.980. Sértilboð 17. ágúst. Ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfi sferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 126.900 - Aguamarina apartments *** með fullu fæði og drykkjum með mat. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með fullu fæði og drykkjum með mat í 11 nætur. Verð m.v. 2 í studio kr. 159.980 með fullu fæði og drykkjum með mat.. Sértilboð 17. ágúst og 28. ágúst Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00 ÖRYGGISMÁL Hættuleg leikföng eru enn á markaði víðs vegar í Evr- ópu þrátt fyrir ítrekaðar viðvar- anir og tilkynningar heilbrigðis- yfirvalda. Neytendastofa sendi frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni í gær þar sem varað er við barnaleikföngum sem hafa verið innkölluð í Evrópu. Ekki er vitað til þess að vörurnar séu á markaði hér á landi. Algengasta ástæðan fyrir inn- köllun er sú að leikföngin inni- halda á einn eða annan hátt eit- urefni sem eru hættuleg heilsu barna. „Þetta er hluti af markaðseft- irliti Evrópu og er í gangi allt árið um kring,“ segir Sesselja Th. Ólafsdóttir hjá Neytendastofu. „Tilkynningarnar eru mun fleiri heldur en við segjum frá hér á landi.“ Sesselja segir að tilkynnt hafi verið um hættu- leg leikföng hér á landi . „Við höfum tekið vissar tegundir af perlum af markaði og einnig leikföngum með áföstum seglum,“ segir hún. Hún segir brýnt að fólk hér á landi sé vakandi fyrir því að barnaleikföngin séu örugg, hvort sem þau eru keypt hér á landi eða erlendis. Ef grunur leik- ur á að varan sé á einn eða annan hátt skaðleg börnum skal til- kynna það Neytendastofu. - sv Neytendastofa brýnir fyrir foreldrum að gæta þess að barnaleikföngin séu örugg: Oftast innkölluð vegna eiturs HÆTTULEGUR BÍLL Þessi bíll úr myndinni Cars frá leikfangafyrir- tækinu Mattel innihélt hættulegt magn af blýi og var innkallaður. HAÍTÍ Tveir heilbrigðismenntaðir starfsmenn á vegum Rauða kross- ins halda til Haítí á mánudaginn. Þau Erla Svava Sigurðardótt- ir hjúkrunarfræðingur og Jón Magnús Kristinsson bráðalæknir munu starfa næstu vikur á sjúkra- húsi finnska og þýska Rauða krossins í Carrefour, úthverfi Port-au-Prince. Þau eru 26. og 27. í röðinni af sendifulltrúum Rauða kross Íslands sem haldið hafa til starfa á Haítí síðan jarðskjálft- inn mikli reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári. - jhh Íslenskir hjálparstarfsmenn: Hjálpa til á skjálftasvæðinu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.