Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Arnbjörg María Danielsen og Joa Helgesson halda tónleika undir yfirskriftinni Ungir einsöngvar- ar í Salnum í Kópavogi á miðviku- dag og munu verja stærstum hluta helgarinnar í æfingar með píanó- leikaranum Jóni Sigurðssyni. Þau voru gefin saman á fimmtudag og má því segja að nokkuð óvenju- legir hveitibrauðsdagar séu fram undan. „Við erum að hefja sambúð í Sviss, eigum von á barni og vild- um því drífa í því að láta gefa okkur saman. Við fórum til borg- ardómara og út að borða með fjöl- skyldunni en ætlum svo að halda partý seinna þegar betur stendur á,“ segir Arnbjörg. Hún segir Joa, sem er hér á landi í fyrsta skipti, leggja sig allan fram við að læra íslensku. „Hann er að lesa Njálu fyrir börn sem stendur og ég á allt eins von á því að hann grípi í hana á milli æfinga. Þá les hann alla ferðabæklinga sem hann kemst í spjaldanna á milli og er staðráðinn í því að læra íslensku á mettíma,“ segir Arnbjörg sem hefur fulla trú á eiginmanni sínum enda hefur hann búið í Kína og er altalandi á kínversku. „Fyrst hann gat lært kínversku hlýtur hann að geta lært íslensku,“ segir hún glöð í bragði. Arnbjörg og Joa kynntust í óperukeppninni Queen Sonja Inter- national Music Competition í Nor- egi í fyrra. „Við unnum nú ekki til verðlauna en fengum hvort annað og berum því hlýjan hug til keppn- innar,“ segir Arnbjörg. Hún lauk námi frá Mozarteum-tónlistarhá- skólanum í Salzburg í fyrra en var áður við nám á Íslandi og Ítalíu. Joa mun hefja störf við óperuna í Zürich með haustinu og ætla hjón- in sér að setjast þar að. „Zürich er alþjóðleg borg sem hentar okkur vel enda höfum við búið víða,“ segir Arnbjörg. Á tónleikunum, sem eru hluti af Listahátíð unga fólksins, tvinna þau hjónin saman verk eftir Moz- art, Stravinsky, Wagner, Korngold og Kurt Weill og munu bæði syngja dúetta og aríur. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20. vera@frettabladid.is Hveitibrauðsdögunum varið í söngæfingar Sópransöngkonan Arnbjörg María Danielsen og sænski barítóninn Joa Helgesson ætla að verja helginni í æfingar ásamt því að njóta hveitibrauðsdaganna í ró og næði í Reykjavík en þau giftu sig á fimmtudag. Arnbjörg og Joa giftu sig á fimmtudag en slá brúðkaupsferð sinni á Snæfellsnes á frest fram yfir tónleika sem þau halda í Salnum á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARKAÐSDAGUR verður haldinn í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði mánudaginn 2. ágúst frá klukkan 14 til 17. Á markaðnum verður meðal annars að finna handverk, listmuni og margs konar matvöru úr héraðinu. Lín Design - gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 - Sími 533 2220 - www.lindesign.is ÚTSALAN HEFST Á ÞRIÐJUDAG 10-50% afsláttur af öllum vörum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.