Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 16
16 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR E nginn er spámað- ur í sínu föðurlandi segir orðatiltækið og má það til sanns vegar færa. Raunar getur verið erfitt að spá fyrir um framtíðina algerlega óháð föðurlandinu, hvort sem um nærhald eða nærumhverfi er að ræða. Engu að síður er það svo að í þjóðfélaginu er notast við spár í miklum mæli. Hagspár, fiskipár, mannfjöldaspár, þjóðhagsspár; spárnar eru undirstaða ákvarðana um ótal margt í samfélaginu. Að ekki sé talað um spár glanstíma- rita um áramót og hina daglegu stjörnuspá. Það þarf ekki að vera flókið að spá fyrir um fjarlæga fram- tíð, af þeirri einföldu ástæðu að maður verður ekki látinn standa fyrir sínu þegar sú framtíð renn- ur upp; verður löngu dauður. Eng- inn pikkar í Nostradamus í dag og þýfgar hann um hvort spár hans hafi ræst. Mun flóknara er að spá fyrir um nánustu framtíð, því þá eru líkurnar umtalsverðar að þú verðir að svara fyrir spána. Framtíðin könnuð Um áramótin 1983 til 1984 sam- þykkti ríkisstjórnin, að tillögu Steingríms Hermannsonar forsæt- isráðherra, að gera víðtæka „könn- un á framtíðarhorfum á Íslandi næsta aldarfjórðung til þess að vekja umræður um langtímasjón- armið í þjóðmálum og auðvelda fólki, fyrirtækjum og stjórnvöld- um að móta stefnu til langs tíma“ líkt og segir í formála skýrslunn- ar, sem Jón Sigurðsson, formaður nefndarinnar, ritaði. Verkefni nefndarinnar var að kortleggja árið 2010 með sem nákvæmustum hætti. Alls voru skipaðir 16 starfshópar sem rýndu í allt milli himins og jarðar, allt frá samskiptum við umheim og menntun og skólakerfi til tækni- breytinga, orkulinda og auðlinda sjávar. Nefndin gaf út skýrslu árið 1986 í sex bindum. Fréttablaðið glugg- aði í hluta skýrslunnar og velti því fyrir sér hve getspakir sérfræð- ingar voru fyrir aldarfjórðungi. Ekkert bankahrun Það skín í gegn við lestur skýrsl- unnar í dag hve fjarri mönnum bankabólan var, að ekki sé talað um hrunið. Vissulega er fjallað um fjármálastarfsemina í skýrslunni, en hún er aldrei teiknuð upp sem sá stóri geiri í þjóðhagskökunni sem hún varð. Á þessum tíma voru allir bank- arnir ríkisbankar og litlar umræð- ur um einkavæðingu þeirra. Atvinnuvegabankarnir voru enn við lýði, en það var ekki fyrr en árið 1990 sem Alþýðubankinn, Iðn- aðarbankinn, Útvegsbankinn og Verzlunarbankinn sameinuðust í Íslandsbanka. Allar áætlanir nefndarinnar gera því ráð fyrir að bankakerfið sé nokkurn veginn svipað og það var. Þjónusti fólkið og atvinnuveg- ina en sé ekki gerandi á markaðn- um, líkt og síðar varð með alkunn- um afleiðingum. Þá má geta þess að Íslendingum fjölgaði meira en nefndin gerði ráð fyrir, en samkvæmt háspá (hæsta gildi) hennar áttum við að vera 287.200 árið 2010. Um áramótin voru Íslendingar, samkvæmt tölum Hagstofunnar, hins vegar 317.630. LAUGAVEGURINN 1986 Margt hefur breyst á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er síðan skýrslan kom út. Skýrsluhöfundar verða þó ekki sakaðir um að hafa látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Þó hag-, framleiðslu- og aflatölur hafi ekki verið kórréttar er ekkert í skýrslunni að finna um fljúgandi bíla og máltíðir í töfluformi. Ekki verður annað sagt en að nefndin um orkunýtingu hafi hitt naglann nokk- uð á höfuðið þegar kom að spá um orkunotkun á Íslandi árið 2010. Nefndin ofmat vatnsorkuna og vanmat olíunotkun, en að öðru leyti er hún nokkurn veginn rétt. Nefndin taldi að kol kæmu í stað olíu í ríkari mæli en áður hefði verið reiknað með. Hins vegar vanmetur nefndin stórlega raforkuframleiðslu Íslendinga. Hún gerir ráð fyrir því að árið 2010 nemi raforkuvinnsla alls 5.355 gígavattsstund- um. Raunin er sú að árið 2008 voru framleiddar hér 16.468 gígavattsstundir. Olíukreppan Það sem fyrst og fremst veldur nefndinni áhyggjum er olíuverð, enda höfðu menn brennt sig nokkuð á verðþróun síðustu áratugina. „Orka hefur verið í brennidepli umræðna hér á landi eins og annars staðar í heiminum undanfarin ár, allt frá olíukreppunni fyrri 1973, þegar verð á olíu, mikilvægasta orkugjafa nútíma samfélags, margfaldaðist á einu ári. Sú umræða hefur hér á landi komið til viðbótar annarri, sem staðið hefur lengur, um möguleika okkar til að nýta orkulindir landsins til stóriðju sem yrði ný stoð undir þjóðarbúskap okkar, við hliðina á eldri, hefðbundnum atvinnuveg- um. Olíuverðshækkanir léku efnahag margra landa grátt. Hér á landi skekktu þær viðskiptajöfnuð landsins við útlönd okkur í óhag, og vógu að fjárhagslegri afkomu sjávarútvegsins. Spurningin um það, hvort draga mætti úr innflutningi olíu með því að nýta orkulindir landsins í hennar stað varð brýnni.“ Sjávarútvegur hefur verið undirstaða byggðar hér á landi um árhundruð og því þótti nefndinni mikilvægt að kortleggja aflabrögð næstu áratuga. Umbrotatímar voru í sjávarútvegi þegar nefndin hóf störf sín, kvótakerfið var sett á árið 1983 og bundu menn vonir við að það gæti komið í veg fyrir ofveiði undanfarinna ára og byggt upp góðan þorskstofn. En gefum nefndinni orðið: „Gert er ráð fyrir að það sveiflukennda ástand sem ríkt hefur á Íslandsmiðum síðan 1965 muni ríkja áfram á allra næstu áratugum. Því verður að álykta að aflabrögð verði einnig sveiflum háð, enda þótt draga megi úr þeim sveiflum með markvissri stjórnun veiðanna.“ Úr 380 þúsundum í 160 þúsund Hvort fiskveiðistjórn síðasta aldarfjórðunginn hefur verið markviss eða ekki skal ekki fullyrt um hér. Í það minnsta hefur aldrei ríkt sátt um útgefinn kvóta. Fiskifræðingar kvarta yfir því að ráðherrar hafi tilheigingu til að gefa út meiri kvóta en þeir leggja til og sjómenn kvarta yfir því að ráðherra gefi út of lítinn kvóta, nóg sé af fiskinum í sjónum. Áætlanir nefndarinnar um jafnstöðuafla þorsks í kringum 380 þúsund tonn hafa hins vegar engan veginn staðist og nægir að vísa til síðustu úthlutunar sjávar- útvegsráðherra, en þar var gefið út 160 þúsund tonna aflamark. Kvalræði hvalveiðanna Það er hins vegar áhugavert að glugga í kafla nefndarinn- ar um hvalveiðar, ekki síst í ljósi þess að Íslendingar hafa hafið þær á ný. „Mikil óvissa ríkir nú um framtíð hvalveiða Íslendinga vegna samþykktar Alþjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun allra veiða í atvinnuskyni frá og með árinu 1986. Mjög hefur verið þrengt að hval- og selveiðum á undanförn- um árum vegna ágreinings um siðferðilegt réttmæti veiðanna og eyðileggingu markaða í tengslum við andóf gegn veiðum. Af þessum sökum er erfitt að meta hver framvinda veiðanna verður á komandi áratugum. Með hliðsjón af ástandi stofnanna virðist raunhæft að halda uppi svipuðum veiðum og á undanförnum áratugum. Ákvörðun um það er þó m.a. háð samþykki þeirra alþjóðastofnana, sem með þessi mál fara. Það er hins vegar mikilvægt fyrir stjórn fiskveiða í framtíðinni, að auka þekkingu á þætti hvala og sela í lífkjeðjunni við strendur landsins, á fæðuþörf stofnanna og hugsanlegum þætti þeirra í lífsferli sníkjudýra á Íslandsmiðum.“ Miðað við deilurnar í dag um fiskiát hvala og þá óvissu sem um það virðist ríkja, verður að teljast ólíklegt að eftir þessari síðustu ráðleggingu hafi verið farið. Þorskafli í kringum fjögur hundruð þúsund tonn SÁ GULI ER UTAR Svo orti Einar Benediktsson þegar hann hvatti landa sína, um aldamótin 1900, að koma sér upp togurum og sækaj þorskinn lengra út. Það var gert með bravúr og loks var svo komið, árið 1983, að kvótakerfið var sett til að sporna gegn ofveiði. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Ísland eins og það átti að verða Sjórinn fullur af þorski, nægt fjármagn í framkvæmdir, arðbær uppbygging stóriðju. Slíka framtíð má finna í skýrslu framtíðar- nefndar forsætisráðuneytisins frá 1986. Kolbeinn Óttarsson Proppé kynnti sér hvernig spekingar þá sáu fyrir sér ástandið árið 2010. Spá nefndarinnar Aflamark 2010/11 * Þorskur 380-400 160 Ýsa 50-55 50 Ufsi 60-70 50 Karfi 100-110 40 Grálúða 25-30 13 *Í þúsundum tonna Spá nefndarinnar* 2009/10** Vatnsorka 1.200.000 43% 1.055.804 36% Jarðhiti 1.000.000 36% 993.379 34% Olía 500.000 18% 781.000 27% Kol 100.000 3% 108.921 4% Alls 2.800.000 100% 2.939.105 100% *Tonn að olíugildi **Tonn að olíugildi, rauntölur árið 2009 fyrir vatnsorku og jarðhita, en spá orkuspárnefndar fyrir 2010 fyrir olíu og kol. Hvernig er spáin miðað við raunveruleikann? Framsýnir orkuspámenn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.