Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 8
8 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR H V ÍT A H Ú SI Ð S ÍA / 1 0- 03 96 AUSTURRÍKI Svisslendingurinn Mark Pieth, sem er yfirmaður nefndar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD gegn spillingu í viðskiptum, segir Austurríki vera griðastað spill- ingar. Stjórnvöld hafi lítið gert til að hindra spillingu í viðskiptum. Meðal annars hafi engin rann- sókn farið fram á því hvort aust- urrísk fyrirtæki hafi greitt stór- ar fúlgur á sínum tíma í mútur til stjórnar Saddams Hussein, eins og grunur leikur á um. Þá telur hann mögulegt að fé frá Saddam Hussein eða Moammar Gaddafi kunni að liggja á reikningum í Sviss. Hávær orðrómur hefur auk þess undanfarna daga gengið um að Jörg Haider, hinn látni leiðtogi Frelsisflokksins, hafi átt stórfé á reikningum í Sviss, sem hugsan- lega sé jafnvel komið frá Saddam eða Gaddafi. - gb Austurríkisstjórn gagnrýndi: Lítið aðhafst gegn spillingu JÖRG HAIDER Orðrómur um stórar fjárhæðir á reikningum í Sviss. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvaða íslenska stuttmynd verður frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni RIFF í haust? 2. Hver er forstjóri Alcoa á Íslandi? 3. Eftir hvaða látna íslenska rithöfund er ný bók væntanleg? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 KÍNA, AP Að minnsta kosti 127 manns létust og 1.300 er saknað eftir aurskriður og flóð í norðvesturhluta Kína um helgina. Yfir 45 þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum á svæðinu. Verst er ástandið í Gansu-héraði, sem er einangrað og að mestu leyti tíbeskt svæði. Þrjú þúsund hermenn og 100 heilbrigð- isstarfsmenn hafa verið sendir á svæðið og hafði tekist að bjarga um sjö hundruð manns í gær. Gríðarlega þykk og djúp leðja hamlar björgunaraðgerðum, sem nú nær um eins metra dýpt þar sem mest er. Hvorki er hægt að ganga né keyra í gegnum hana, og ekki er hægt að nota vinnuvélar. Því notar björgunarfólk aðeins litlar skóflur, fötur og hendurnar. Erfitt reynist einnig að koma birgðum af vatni, mat, tjöldum og lyfjum á svæðið. Kínversk yfirvöld hafa lofað að verja 500 milljónum júana, um 8,6 milljörð- um íslenskra króna, í neyðaraðstoð vegna hamfaranna. Wen Jiabao forsætisráðherra flaug til Gansu í gær og talaði við yfirvöld á svæðinu. Hann lýsti því yfir að engu skyldi til sparað við björgunaraðgerðirnar og það að bjarga mannslífum. Aurskriður féllu um miðnætti aðfara- nótt sunnudags eftir miklar rigningar allan laugardaginn. Margt fólk var því sofandi á heimilum sínum þegar skriðurnar féllu. Fjölmiðlar á staðnum segja að ein aurskrið- an hafi jafnað heilt þorp við jörðu. Aurskriðurnar ruddu leðju og braki í ána Bailong á svæðinu svo að stífla myndað- ist. Vatnsyfirborðið hækkaði því mikið og þriggja kílómetra stöðuvatn myndaðist sem olli flóðum. Talið er að yfir 1.400 manns hafi látist í Meira en þúsund saknað 127 manns hið minnsta hafa látist og 1.300 er saknað eftir aurskriður og flóð í norðvesturhluta Kína um helgina. Þykk og djúp leðja hamlar björgunaraðgerðum. Flóðin á árinu eru þau verstu í meira en áratug. Fimm hundruð manns er enn saknað eftir flóð og aurskriður í Kasmír-héraði í Indlandi fyrir helgi. Alls 132 hafa þegar látist og 500 slasast. Meðal hinna látnu voru að minnsta kosti fimm ferða- menn, en svæðið er vinsælt meðal þeirra. Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa einnig greint frá því að 5.500 heimili hafi skemmst eða eyðilagst í flóðum þar í landi undanfarið. Þá hafa tæplega fimmtán þúsund hektarar landsvæðis eyðilagst. Flóðin hafa þó hingað til valdið mun minni skaða en síðustu flóð í landinu, þegar um 600 létust og 100 þúsund misstu heimili sín. Einnig flóð í Indlandi og N-Kóreu mið- og suðurhluta landsins, í verstu flóðum sem orðið hafa í Kína í rúman áratug á árinu. 1,4 milljónir heimila hafa eyðilagst, tólf milljónir manna þurft að yfirgefa heimili sín og rúmlega 87 þúsund ferkílómetrar af upp- skeru hafa eyðilagst. thorunn@frettabladid.is LEITAÐ Í AURNUM Björgunarmenn og íbúar leituðu að fólki í leðju og braki í gær. NORDICPHOTOS/AFP DALVÍK Yfir þrjátíu þúsund manns lögðu leið sína til Dalvíkur um helgina til að taka þátt í fiskideginum mikla. Hátíðin hélt upp á tíu ára afmæli sitt í ár. „Það er ekki hægt að segja neitt annað en að miðað við þennan gríðarlega fjölda hafi allt farið mjög vel fram,“ segir Júlíus Júlíus- son, framkvæmdastjóri fiskidagsins mikla. Segir hann gesti almennt hafa verið gríðar- lega ánægða og sátta við daginn, enda veðrið eins og best var á kosið. „Það eru margir sammála um það að þetta hafi verið besti fiskidagur til þessa,“ segir Júlíus. Á milli 5 og 6 þúsund lítrar af fiski- súpu fóru ofan í gesti og gangandi að kvöldi föstudagsins og yfir 120 matarskammtar fóru á sjálfum fiskideginum mikla. Júlíus segir engar aðrar ákvarðanir vera á lofti en að halda áfram með hátíðina að ári. „Á þriðjudegi eftir hvern fiskidag verða ákvarð- anir teknar og ég sé engin merki þess að við höldum ekki áfram.“ Felix Jósafatsson, varðstjóri hjá lögregl- unni á Dalvík, segir fleiri hafa gist heldur en áður og vel hafi gengið að koma fólki úr bænum. „Veðrið er svo gott að menn eru ekkert að flýta sér,“ segir Felix. „Það eru allir voða ró legir.“ - sv Fiskidagurinn mikli haldinn í tíunda sinn á Dalvík um helgina við mikinn fögnuð viðstaddra: Yfir 30 þúsund gestir voru í bænum FISKIDAGURINN MIKLI Yfir 120 þúsund matarskammtar fóru á hátíðinni í ár, sem haldin var í tíunda sinn. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.