Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 48
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Gerður skrifar í Svíþjóð Eins og Fréttablaðið greindi frá í vor skrifar Gerður Kristný nú söngleik byggðan á bókum sínum Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum. Áætlað er að sýna verkið í janúar í Þjóðleikhúsinu og Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk forset- ans og Þórunn Arna Kristjánsdóttir með hlutverk prinsess- unnar. Gerður er nú stödd á Gotlandi þar sem hún er að skrifa verkið og semja lagatextana. Þar sem forsetinn er mikill áhugamaður um ský eyddi hún löngum tíma í gær við að horfa upp í skýin og finna réttu orðin og þakkaði hún fyrir hvað margt rímar við orðið ský. Um þessar mundir er miðaldafestival í gangi á eyjunni Gotlandi og á hún von á fjölskyldu sinni til að taka þátt í þeirri gleði. Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. 1 Maður stunginn á Dalvík 2 Á slysadeild eftir dráttarvélarslys 3 Gleði í Ástralíu 4 Kirkjan samþykkir ekki niðurskurðarkröfur 5 „Pabbi, ég sit bara á gólfinu“ 6 Fjórar líkamsárásir í Reykjavík Stjörnumenn í Sun Stjörnumenn í fótbolta hafa vakið mikla athygli undanfarið fyrir skemmtilegar leiðir við að fagna mörkum sínum. Einn besti leikmað- ur þeirra fyrri hluta mótsins, Stein- þór Freyr Þorsteinsson, er farinn frá liðinu til Örgryte í Svíþjóð en fylgist greinilega vel með sínum gömlu félögum. Í gærkvöldi sagðist hann á Facebook-síðu sinni bíða spenntur eftir því að sjá „mörkin og fögnin“ hjá Stjörnumönnum, sem unnu leik gegn Selfyssingum. Hann hefur reyndar verið iðinn við að sýna Face- book-vinum sínum myndbönd af Stjörnumönn- um og benti um helgina á umfjöllun breska blaðsins The Sun um fagnaðarlætin í leik liðsins gegn KR. Blaðamað- ur The Sun kallar Stjörnu- menn stjörnur og segir þá uppáhalds íslensku fótboltamenn blaðsins. - ls, þeb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.