Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 40
24 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Hásteinsvöllur, áhorf.: 501 ÍBV Haukar TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–10 (14–7) Varin skot Albert 5 – Daði 11 Horn 8–1 Aukaspyrnur fengnar 11–9 Rangstöður 2–3 HAUKAR 4–4–2 Daði Lárusson 6 Jamie McCunnie 5 Daníel Einarsson 6 Guðm. Viðar Mete 6 Kristján Ó. Björnsson 4 Guðjón P. Lýðsson 6 Hilmar Rafn Emilsson 7 Hilmar Geir Eiðsson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Magnús Björgvinsson 4 (65. Garðar Geirss. 5) Alexandre Canedo 5 (81. Gunnar Ásgeirss. -) *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 6 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbj. 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Tony Mawejje 6 Þórarinn Ingi Vald. 7 Ásgeir Aron Ásgeirss. 5 (64. *D. Warlem 8) Andri Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórss. -) Tryggvi Guðmundss. 7 Denis Sytnik 4 (60. Gauti Þorvarðar. 6) 0-1 Hilmar Rafn Emilsson (11), 1-1 Denis Sytnik (39.), 2-1 Danien Justin Warlem (71.), 3-1 Warlem (76.), 3-2 Daníel Einarsson (84.) 3-2 Erlendur Eiríksson (5) GOLF Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Valdís Þóra Jónsdóttir GL urðu í gær Íslandsmeistarar í holu- keppni. Þau eru bæði frá Akranesi en þar fór mótið einmitt fram, leik- ið var á Garðavelli. Valdís vann Ragnhildi Sigurðar- dóttur í undanúrslitum og mætti svo Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum þar sem hún bar sigur úr býtum. Valdís náði forystu strax í byrjun úrslitaeinvígisins og lét hana ekki af hendi. Birgir Leifur vann Guðjón Hilm- arsson í undanúrslitum og lagði svo Þórð Rafn Gissurarson úr GR í spennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust í bráðabana. „Þessi úrslitaleikur var mjög áhorfenda- vænn og vel spilaður,“ sagði Birgir Leifur eftir sigurinn. „Það var mikið flakk á okkur. Ég byrjaði vel og komst í forystu, svo náði hann að snúa því við og komst yfir. Svo komst ég yfir aftur og hefði getað klárað þetta á átj- ándu holunni en klúðraði því. Ég endaði þetta rosalega vel í bráða- bananum. Þessu lauk ekkert á ein- hverju klúðri heldur á frábærum höggum.“ Það hefur allt gengið í haginn hjá Birgi að undanförnu og hann varla stigið feilspor. Hann vann einvígið á Nesinu um verslunar- mannahelgina og helgina þar á undan varð hann Íslandsmeistari í höggleik. „Það er alltaf ljúft að vinna. Manni leiðist það aldrei. Þetta eru búnir að vera góðir mán- uðir,“ sagði Birgir en sigurganga hans getur haldið áfram. „Nú er það sveitakeppnin um næstu helgi. Við í GKG ætlum okkur stóra hluti þar. Við erum Íslandsmeistarar og ætlum að verja bikarinn, það þarf allt að ganga upp svo það takist.“ - egm Birgir Leifur Hafþórsson vann sitt þriðja mót á þremur vikum er Íslandsmeistaramótið í holukeppni fór fram: Birgir Leifur og Valdís Þóra meistarar MEISTARARNIR Birgir Leifur og Valdís Þóra með sigurlaunin sín á Garðavelli í gær. MYND/GSÍ/STEFÁN ÍBV hélt áfram á beinu brautinni í gær er liðið vann 3-2 sigur á botnliði Hauka í hörkuleik í Vestmannaeyjum. Hafnfirðingar komu sprækir til leiks og voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Þeir komust yfir með marki Hilmars Rafns Emilssonar í upphafi leiksins og fengu þó nokkur tækifæri til að auka forystuna í kjölfarið. Það nýttu heimamenn sér og Denis Sytnik jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks. Varamaðurinn Danien Justin Warlem breytti svo leikn- um er hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik en það tók hann aðeins tólf mínútur að skora tvívegis og koma ÍBV í 3-1. Haukar náði svo að klóra í bakkann skömmu fyrir leikslok en það dugði ekki til. „Við völdum í dag erfiðu leiðina,“ sagði Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir leik. „Við áttum erfitt með að halda boltanum niðri, vorum alltaf í kýlingunum fram á völlinn og gerðum okkur mjög erfitt fyrir,“ bætti hann við en allt annað var að sjá til Eyjamanna í síðari hálfleik. „Við njótum þess að vera í þessari toppbar- áttu og spila góðan fótbolta. Við einbeitum okkur aðeins að því og ef við höldum því áfram ættum við að vera í góðum málum,“ sagði Þórarinn. Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var vitanlega ekki sáttur við að ná ekki stigi í Eyjum. „Ég er alls ekki sáttur við seinni hálfleikinn og við leyfðum Eyjamönnum að spila sinn leik. Við brugðumst of seint við því sem þeir voru að gera. Við vorum bara hræddir við að taka af skarið og setja smá pressu á þá. Ég er samt ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Andri segir að vandræði Haukamanna séu ekki ný af nálinni. „Við höfum verið að fá mörg og góð færi en ekki nýtt þau nægilega vel. Það vantaði oft herslumuninn á að sending og hlaup næðu saman.“ PEPSI-DEILD KARLA: ÍBV VANN SIGUR Á HAUKUM Í FIMM MARKA LEIK Í VESTMANNAEYJUM Njótum þess að spila góðan fótbolta > Fjórtándi Íslandsmeistaratitill Arnars Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í tennis. Arnar vann Raj Bonifacius í úrslitaleiknum í einliðaleik karla, 6-1 og 6-0 en meiri spenna var í kvennaflokki þar sem Sandra Dís hafði betur gegn Rebekku Péturs- dóttur, 7-6 og 6-2. Þetta var fjórtándi Íslandsmeistaratitill Arnars í einliða- leik. Bæði urðu þau einnig meistarar í tvíliðaleik með andstæðingum sínum í úrslitaviðureignunum í einliðaleiknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.