Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 18
BEINAGRIND eða Skeleton kallast þetta herðatré eftir breska hönnuðinn Roger Arquer’s. Herðatréð er þeim kostum búið að hægt er að hengja á það nokkrar skyrtur í einu. Með sérsmíðuðum kojum er hægt að ná fram hámarksnýt- ingu á áður ónýttum stöðum. Skot og lítil rými má nýta á ýmsan veg og hér má sjá það gert með vel útfærðum hætti. Kojan er smíðuð inn í skotið sem veitir hámarks not fyrir annars ónýtt rými. Með því að sérsmíða inn í svona skot er líka hægt að sjá til þess að hlutirn- ir falli vel að umhverfinu. Vissara er að fá laghentan smið til verksins enda þarf efri kojan að vera tryggilega fest við vegg- inn. Vitanlega þarf svo stiga til að príla upp og ekki er verra að setja upp handrið til að sporna við því að einhver húrri niður. - ve Vel nýtt skot Kojan fellur vel að umhverfinu. Þennan stórfisk hefur Lísa verið að móta í eitt og hálft ár. Kallar hann vogmey en kveðst vita að hann sé ekkert líkur þeim fiski í raunveruleikanum. „Þetta eru bara fiskarnir hér úr ánni hjá mér. Þar er allt mögu- legt sem glottir á mann,“ segir Lísa Guðjónsdóttir þegar forvitn- ast er um steinlistaverkin hennar og upplýsir að mest af grjótinu sé úr Skillandsá, í nágrenni Miðdals. En hvernig fer hún að því að móta það eins og fiska? „Ég nota slípi- rokk en verkið kostar þolinmæði og svo böggar maður nágrann- ana því það fylgir þessu leið- indahávaði og ryk. Það er skást að gera þetta í roki og rigningu því þá eru fáir úti og rykið sest líka um leið.“ Lísa starfar sem þjónustufull- trúi í myndlistardeild Listahá- skólans en er grafíklistakona í grunninn. Hún kveðst hafa byrj- að á steinskúlptúrunum árið 1999. „Ég bý til einn til tvo fiska á ári. Það er nú ekki meira. Þessi stóri hér á stéttinni er búinn að vera í fæðingu í eitt og hálft ár,“ útskýr- ir hún. Í fyrravetur sýndi Lísa fiska sína hjá Handverki og hönnun og í framhaldinu í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þeir hafa farið vítt og breitt um heiminn og einn þeirra fékk for- setaembættið til að veita sem útflutningsverðlaun. Hún segir þó erfitt að sjá á bak þeim enda mikið fyrir þeim haft. „Þetta er eins og með börnin. Maður tímir varla að senda þau frá sér,“ segir hún. Margt forvitnilegt er í kring um Lísu og lista- eðli hennar birt- ist í fleiru en fiskunum. Til dæmis trékláf um sem Fréttablaðs- blaðberinn hefur verið smíðaður inn í. „Þetta eru færan- legir matjurtagarðar,“ útskýrir húsfreyjan. „Ég fæ ekki Fréttablaðið hér í dreifbýl- inu svo ég ákvað að nota pok- ana í annað. Rækta steinselju og fleiri kryddjurtir í þeim og stilli þeim upp eftir veðri og vindum. Það getur verið gott að geta dreg- ið matjurtagarðinn sem næst eld- húsinu.“ gun@frettabladid.is Könglar í körfu bera vitni um grósku skógarins. Fiskarnir úr Skillandsá Í landi Miðdals í Árnessýslu á listakonan Lísa K. Guðjónsdóttir sitt eigið ríki og undraland. Þar fæst hún meðal annars við að forma fiska úr grjóti og rækta grænmeti í færanlegum matjurtagörðum. Hann er hugs- andi þessi. Afdrep fyrir barnabörnin. Færanlegur matjurtagarður sem Frétta- blaðsblaðberi hefur verið notaður í. Lísa kann hvergi betur við sig en í Miðdal enda hefur hún verið þar frá því hún man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Vikan 9. - 13. ágúst Mánudagur 9. ágúst Lokað! Þriðjudagur 10. ágúst Miðvikudagur 11. ágúst Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 12. ágúst Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Jóga kl. 15 -16 Útileikfimi í Nauthólsvík - Fyrir alla sem vilja. Útileikfimi og sjósund. Mæting í Nauthólsvík. Umsjón: Heilsuhópur Takts og Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi. Kl. 10 Flugdrekagerð og pulsupartý - Fyrir alla fjölskylduna. Við búum til flug- dreka, látum þá svífa yfir Höfðatúni og fáum okkur pylsu á teini. Kl.13-15 Hláturjógamynd - Við horfum á myndband með meistaranum og gerum nokkrar góðar æfingar. Kl.15-16 Föstudagur 13. ágúst Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið um höfuðborgarsvæðið tvisvar í viku (mán. kl. 13 og mið. kl.10) og margvíslegir staðir skoðaðir. Upplýsingar um upphafsstaði hverju sinni á raudakrosshusid@gmail.com. Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Prjónahópur - Prjónahópurinn er alla jafna á mánudögum. Kl. 13 -15 Bowen tækni - Kynntu þér tækni sem getur lagað kvilla og bætt líðan. 20 mín. prufutímar fyrir einstaklinga. Skráning nauðsynleg. Kl.13.30-15.30 Skip án skipstjóra - Einstaklingur án markmiða er eins og skip án skip- stjóra. Settu þér markmið og fylgdu þeim eftir. Kl.14.30-15.30 Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Saumasmiðjan - Breyttu, bættu eða búðu til. Komdu með saumavél ef þú getur. Kl. 13-15 Heilsuhópur - Umræður um betri líðan. Hvað hefur þú til málanna að leggja? Viltu fá hvatningu til að hreyfa þig meira? Kl. 14-15 Jóga - Léttar æfingar og teygjur. Komdu og prófaðu. Kl. 15 -16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.