Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 46
30 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FERÐALÖGIN LÁRÉTT 2. einsöngur, 6. belti, 8. kærleikur, 9. lærir, 11. átt, 12. orðrómur, 14. fótmál, 16. borðaði, 17. svelg, 18. bjálki, 20. óhreinindi, 21. tegund. LÓÐRÉTT 1. blöðru, 3. slá, 4. farartæki, 5. sóða, 7. limlesta, 10. stykki, 13. örn, 15. fálma, 16. stefna, 19. pfn. LAUSN LÁRÉTT: 2. aría, 6. ól, 8. ást, 9. les, 11. sa, 12. umtal, 14. skref, 16. át, 17. iðu, 18. tré, 20. im, 21. tagi. LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. rá, 4. íssleði, 5. ata, 7. lemstra, 10. stk, 13. ari, 15. fuma, 16. átt, 19. ég. Ekkert varð af stuttri tónleikaferð rokksveitarinnar Endless Dark með bandarísku sveitinni Mad- ina Lake um Bretland. Ástæðan er veikindi bassaleikara Madina Lake sem höfuðkúpubrotnaði eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri lík- amsárás. „Þeir vilja ekki hafa önnur bönd með sér út af bassaleikaranum,“ segir gítarleikarinn Atli Sigur- sveinsson. Þetta voru vonbrigði fyrir Endless Dark því Madina Lake nýtur töluverðra vinsælda í Bretlandi og tónleikarnir hefðu verið góð kynning fyrir íslensku rokkarana. Endless Dark átti til að mynda að spila á hinum þekkta tónleikastað Barfly í London á miðvikudagskvöld en þeir duttu upp fyrir. Þegar ekkert varð af Madina Lake-ævintýrinu ákváðu Endless Dark að dvelja í Manchester um hríð við lagasmíðar og æfingar. Einnig spiluðu þeir á litlum tón- leikum í borginni. Félagarnir frá Vesturlandi fóru þó enga fýluferð til Bretlands því þeir spiluðu á tónlistarhátíð- inni Sonisphere 31. júlí. Þar komu einnig fram sveitir á borð við Iron Maiden, Rammstein, Mötley Crue og Placebo, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Að sögn Atla gekk spilamennsk- an mjög vel, auk þess sem hátíð- in sjálf var mikil upplifun. „Það var „crazy“ að geta verið með passa þar sem maður komst inn á öll svæði og gat hitt öll böndin. Það var mjög „kúl“ að geta spilað meðal svona stórra banda,“ segir hann. Atli kynntist stjörnunum í hinum böndunum lítillega og hafði gaman af. „Ég talaði smá við Plac- ebo-söngvarann og við gítarleik- arann í Rammstein. Þeir eru allt öðruvísi þegar maður sér þá í eigin persónu.“ Hann segir einnig eftir- minnilegt þegar Vince Neil, söngv- arinn í Mötley Crue, mætti á VIP- svæðið í litlum golfbíl ásamt tveim föngulegum gellum. Á eftir þeim ók síðan annar golfbíll með tveim- ur gellum til viðbótar. Annað tónleikaferðalag til Bret- lands er fyrirhugað síðar á þessu ári með aðstoð enska fyrirtækisins X-Ray Touring sem Endless Dark samdi við fyrir skömmu. Fyrsta plata sveitarinnar er einnig vænt- anleg síðar á árinu. Endless Dark, sem spilar post- harðkjarnarokk eða screamo, lenti í öðru sæti í alþjóðlegu hæfileika- keppninni Global Battle of the Bands fyrr á árinu og þykir með efnilegustu rokksveitum landsins um þessar mundir og þótt víðar væri leitað. freyr@frettabladid.is ATLI SIGURSVEINSSON: „KÚL“ AÐ SPILA MEÐAL SVONA STÓRRA BANDA Hætt við tónleikaferð vegna brotinnar höfuðkúpu ENDLESS DARK Rokksveitin Endless Dark spilaði á Son- isphere á dögunum við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MADINA LAKE Tvíburabræðurnir Matthew Leone (til vinstri) og Nathan á góðri stundu. NORDICPHOTOS/GETTY „Um daginn fór ég hringinn á sex dögum og bjó til 11 tíma langan playlista til að njóta með stórbrotinni íslenskri náttúru. Hér er smá brot af honum: Jonathan Johansson - Aldrig Ensam, Twin Shadow - I Can’t Wait, Magic Kids - Summer, Janelle Monae - Cold War (Wondamix), Chimes & Bells - Stand Still.“ Kamilla Ingibergsdóttir, verkefnastjóri hjá ÚTÓN. „Þetta var í raun ákveðið á síðustu stundu. Við fjölskyldan erum að fara til Barcelona þar sem ég er að fara í nám í fatahönnun,“ segir Kolbrún Ýrr Gunnarsdóttir eigandi fata- merkisins KOW. Kolbrún lokar verslun sinni við Laugaveg um næstu mánaðamót, en hún opnaði í nóvember 2009. Fyrir átti Kolbrún verslunina KVK í fjög- ur ár. Hún hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna og láta drauminn rætast. Um miðjan september flyt- ur hún ásamt manni sínum og börn- um, 7 og 11 ára, til Barcelona þar sem hún ætlar að skella sér í nám í fatahönnun. „Ég fæ að byrja á öðru ári þannig að námið verður tvö ár. Maðurinn minn fer í sama skóla í þriggja ára nám í grafískri hönnun þannig að við verðum allavega þann tíma,“ segir Kolbrún. Fjölskyldan verð- ur þarna öll saman á litlum punkti því þau hafa fundið sér íbúð beint á móti skóla hjónanna og koma börn- in svo til með að fara í skóla þar nálægt. „Krökkunum fannst þetta alveg hræðilegt fyrst en eru nú búin að venjast tilhugsuninni og geta ekki beðið eftir að komast út,“ segir Kol- brún. Fjölskyldan er búin að redda því sem þau geta reddað frá Íslandi þrátt fyrir að hafa ákveðið þetta á síðustu stundu og allt sé gert með miklu hraði. Kolbrún er þó áhyggju- laus og segir að hægt sé að redda því sem vantar þegar út er komið. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um að selja eitthvað í gegnum netið á meðan ég er úti heldur hafði ég aðallega hugsað mér að nota tím- ann til að þróa minn stíl betur. Það er búið að vera mikið að gera síð- ustu ár þannig að nú ætla ég að taka því aðeins rólega og njóta þess bara að vera,“ segir Kolbrún ánægð með ákvörðun fjölskyldunnar. Eins og er segir Kolbrún það ekki vera í kortunum að opna búð- ina á ný þegar heim er komið. „Ég gæti alveg hugsað mér að prófa að vinna fyrir aðra en ætli maður endi ekki á að vera alltaf með sitt eigið merki. Annars væri maður varla að byrja á þessu,“ segir Kolbrún að lokum. - ls Lokar búðinni og heldur á vit ævintýranna KOLBRÚN LÆTUR DRAUMINN RÆTAST Fatahönnuðurinn hefur ákveðið að loka búðinni sinni og flytja með fjölskylduna til Barcelona. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið styrk- inn því annars hefði ég ekki möguleika á að fara í námið. Löngunin í framhaldsnám hefur blundað í mér lengi og með þessum styrk verð- ur þetta að veruleika,“ segir Ragnhildur Magn- úsdóttir kvikmyndagerðarkona. Ragnhildur flytur til Bandaríkjana um miðj- an mánuðinn til að fara í nám í kvikmyndagerð í New York Film Academy í Los Angeles. Ragn- hildur notaði myndina sína From Oakland til Iceland sem umsókn og hlaut styrk frá skólan- um sem gerir henni fært að láta drauminn ræt- ast. „Kvikmyndabakterían hefur í raun bara ágerst eftir að ég gerði myndina mína. Ég hef unnið báðum megin við myndavélina en mér finnst kvikmyndagerðin sjálf mjög skemmtileg. Þetta nám sem ég fer í inniheldur einnig fjár- mögnun og handritakrufningu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ragnhildur. Námið sem Ragnhildur fer í er um eitt ár, með möguleika á að bæta við sig aukaári. Sam- býlismaður hennar, rithöfundurinn Mikael Torfason, fer með Ragnhildi út og ætlar hann að fara í nám í ensku. „Við verðum allavega úti á meðan við klárum námið en það fer allt eftir því hvað kemur sér best fyrir fjölskylduna hvað við gerum svo.“ Los Angeles er á heimaslóðum Ragnhild- ar þar sem hún bjó í Kaliforníu helming ævi sinnar. „Ég var í gagnfræðaskóla í Suður-Kali- forníu og útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá San Fransisco. Ég uppgötvaði þegar ég fór að undirbúa þessa flutninga að ég á enn þá slatta af vinum þarna frá þeim tíma. Auk þess sem fjölskyldan mín býr í Kaliforníu. Þannig að ég á marga góða að þarna og með þeirra hjálp er allt skipulag að verða komið á hreint,“ segir Ragn- hildur spennt fyrir því sem koma skal. - ls Ragnhildur fékk námsstyrk í Los Angeles FLYTUR TIL BANDARÍKJANNA Ragnhildur heldur til Los Angeles um miðjan mánuðinn til að hefja nám í kvikmyndagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN - gólfþvottavélar - ryksugur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Knowledgy. 2. Tómas Már Sigurðsson. 3. Þórberg Þórðarson. Söngkonan Lára Rúnarsdóttir og einn öflugasti trommari landsins, Arnar Gíslason, ganga í það heilaga í næsta mánuði. Arnar, eða Addi eins og hann er oftast kall- aður, var steggjaður á föstudaginn af því til- efni og var dagskráin þétt. Eftir langan dag kom hópurinn við á Hvíta húsinu á Selfossi þar sem slegið var upp óvæntum tónleikum með þremur af þeim fjölmörgu hljómsveitum sem Addi trommar með; Ensími, Dr. Spock og Polla pönk. Þrátt fyrir langan og strangan dag stóð trommarinn sig með prýði, en hann ku þó hafa verið gjörsamlega sigraður eftir lætin … Annar stórmerkilegur viðburður átti sér stað þetta kvöld þegar hljómsveitin Botnleðja kom næstum því saman á ný. Heiðar söngvari og Halli trommari töldu í nokkur lög þessarar einnar allra bestu rokkhljómsveit- ar Íslands- sögunnar, en Tobbi, hljómborð- sleikari Ens- ími, plokkaði bassann. Viðstaddir tala um að þarna hafi kviknað neisti á ný og miðað við ákafa Botnleðjudrengjanna er ekki talið ólíklegt að úr honum verði bál … Borgarstjórinn Jón Gnarr var fremstur í flokki í Gleðigöngunni á laugardaginn og skellti sér að sjálf- sögðu í dragg í tilefni dagsins. Jón er ekki óvanur að leika konur og er til að mynda í kjól framan á plötum Tvíhöfða; Til hamingju og Konung- leg skemmtun. Annar starfsmaður Reykjavíkur, borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson, hefði sómað sér vel við hlið Jóns, en eftirminnilegt er þegar hann brá sér í gervi afar glæsilegrar konu í auglýsinga- herferð VR fyrir fimm árum. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.