Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 36
20 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hringdu eftir klukkutíma. Hei, Dóra stóra! Hvernig gekk í gær? Það gekk vel, Valdi. Ég fékk mitt! Í alvöru? Var það þessi sæti með yfir- varaskeggið? Ó já! Ég er óþæg stelpa! Naunaun- au! Óþæga stelpa! Ég vil smáatriði! Hann liggur hérna slefandi við hliðina á mér! Bíddu! Hann er að vakna Hvers vegna flýja þeir alltaf þegar þeir vakna? Þeir ættu bara að harka þetta af sér! Hann er að klifra út um gluggann, litli villimaðurinn! Er bensín svona rosalega dýrt? Já og það er ekki það eina. Maður þarf að borga fyrir alls kyns þjónustu, viðgerðir, dekk og bifreiðagjöld. Þegar ég var 18 var ég í tveimur vinnum til að hafa efni á bíl. Þannig að frelsið kostar þrældóm? Ég verð að viðurkenna að þetta er mjög skapandi bleia. Ég vissi ekki að það væri mögulegt að gera bleiu úr viskustykki, hárteygjum og dömubindi. Maður veit ekki hvað er hægt fyrr en adrenalínið tekur yfir. Verð frá kr.: 162.500 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. Þegar ég fæddist var Vigdís Finnboga-dóttir forseti Íslands. Ég ólst upp í skýlausri aðdáun á þessum forseta, eins og er líklega algengt með krakka og þjóð- höfðingja. Aðdáunin hefur hins vegar ekki elst af mér með tímanum, og gerir líklega ekki héðan af. Ég veit líka vel að fjölmargir eru sömu skoðunar. ÉG ER hins vegar of ung til þess að aðdá- unin hafi stafað af embættisverkum Vig- dísar. Það nægði mér að hún var forseti og hún var kona. Og enn er það alveg næg ástæða til þess að bera virðingu fyrir og dást að henni. Hún var jú for- seti og hún er kona, og það er því miður enn mjög óalgengt og um leið stór- merkilegt. Og sama hvað fólki getur þótt um persónuna og embættis- manninn er ekkert hægt að deila um það. Það eru forréttindi fyrir stelpur og stráka að geta alist upp með þess konar fyrirmynd. ÞAÐ er líka merkilegt fyrir íslensk börn nútímans að alast upp með konu sem forsætis- ráðherra og fyrirmynd, þó eðli málsins samkvæmt séu skoðanir mun skipt- ari á störfum hennar í embætti. Það á ekkert að trufla huga barna með slíku, því merkilegt er það, sama hvaða pólitík hún stundar. AF ÞVÍ að ég var of ung til að hafa munað sérstaklega eftir forsetatíð Vigdísar og hvað þá tímanum þar á undan var það sér- staklega skemmtilegt að eignast ævisöguna hennar. Ég hef reyndar ekki enn tímt að klára hana. Það er gaman að lesa ævisögur merkra kvenna – og karla – þessar í fyrri flokknum eru bara ekki alveg eins algeng- ar enn þá. LESTURINN er ekki síst ánægjulegur vegna þess hversu breytingar síðustu þrjá- tíu ára eða svo sjást vel í gegnum hann. Þótt enn sé langt í land hvað varðar jafn- rétti getum við allavega þakkað fyrir að konur í opinberum störfum eru ekki lengur spurðar að því hvort þær séu hreinar meyj- ar og hvort það hái þeim ekki í starfi ef þær eru ógiftar, eins og þá var gert. AÐDÁUNIN sem ég deili blessunarlega með meðleigjandanum sést best í því að tvær myndir af forsetanum fyrrverandi prýða nú heimilið. Önnur er af Vigdísi sem virðulegum forseta, sú hangir inni í stofu og minnir á að konum sé allt mögulegt. Hin er í eldhúsinu og sýnir frambjóðandann Vigdísi leika sér í parís – henni er ætlað að minna heimiliskonurnar á að of dannaðar konur komast aldrei í sögubækurnar. Með Vigdísi á veggnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.