Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. ágúst 2010 Ögmundur Jónasson alþingis-maður skrifaði grein í Morg- unblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri“ eftir frægu riti Gunnars M. Magn- úss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herská- ir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island“ og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenninga- tengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja – eins og orð- inu „lífsrými“ sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöf- um: „… ekki mun standa á styrk- veitingum – svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerp- erlur og eldvatn.“ Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni“; og svo fáum við hinn óhjákvæmi- legu varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill.“ Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkis- menn, Maltverjar, Ítalir, Búlg- arir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eist- ar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverj- ar, Lúxemborgarar, Spánverj- ar, Svíar … þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítil- magnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambands- ins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait – en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarn- ir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferð- in hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítil- magnar. „Festung Island“… „Lífs- rými“… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kennd- ir og merkið sem ég sá á heima- síðu skoðanasystkina hans í sam- tökum sem kalla sig „Rauðan vettvang“: þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar. Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðar- morð var framið á frumbyggjum Norður-Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eld- vatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona sam- líkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raun- verulegum fórnarlömbum raun- verulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og sam- starfsþjóðum að þær séu óvin- ir, fari með fláttskap á hend- ur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn – í eigin- legri og óeiginlegri merkingu – en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperl- urnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða er það traust sem sparifjáreig- endur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auð- trúa“ að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperl- ur og eldvatn“ dregur Ögmund- ur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúr- una og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almenn- ings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn – enda vinstri stefnu löngum verið rugl- að hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu lands- ins innan Evrópska efnahags- svæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raun- ar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með til- heyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evr- ópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Meira í leiðinniSkólavörurnar fást í verslunum og á þjónustustöðvum N1. WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 SKÓLAVÖRUR FYRIR ÞAU YNGSTU FÁST Á N1 1119 B850 Hannah Montana taska. 1.290 kr. 1119 C404 Cars pennaveski með blýöntum yddara ofl. 980 kr. 1119 B556 Cars A4 mappa 620 kr. 1119 C453 Winx pennaveski með blýöntum yddara ofl. 980 kr. 1119 C555 Cars A4 mappa 490 kr. 1119 C549 Cars skólataska 6.900 kr. 1119 B861 East High veski 870 kr. 1119 C551 Cars pennaveski 920 kr. 1119 C554 Cars pennaveski með ritföngum 3.900 kr. 1119 C455 Winx litir 650 kr. 1119 C559 Cars taska á hjólum 7.900 kr. Ísland úr Efta – kjörin burt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.