Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 8
8 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Ný vinnubrögð Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að fyrirtæki sitji við sama borð og fari öll að leikreglum en vinnustaða- skírteinum er m.a. ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum. Samkomulagið nær í fyrstu til starfsmanna og fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð sem og rekstri gististaða og veitingahúsa. Atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn þeirra beri vinnustaðaskírteini. Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á íslenskum vinnumarkaði. Allar nánari upplýsingar á www.skirteini.is Vinnu staða skírte ini Marg rét Jó nsdót tir Starfs maðu r Kt. 12 3123- 1231 Matfö ng eh f. Svann ahöfð a 12, 112 R eykja vík Kt. 12 3123- 1231 E N N E M M / S ÍA / N M 43 10 7 SKIPULAGSMÁL Páll Hjaltason, for- maður skipulagsráðs, ætti að nefna hvaða mál það eru sem hann hefur erft frá síðasta meiri- hluta, sem hafa skapað borginni skaðabótaskyldu, segir Júlíus Víf- ill Ingvarsson, fyrrum formaður skipulagsráðs fyrir Sjálfstæðis- flokk. Páll sagði í blaðinu á föstudag að af hátt í sjötíu málum sem nýr meirihluti hefði erft frá fyrri meirihluta væru nokkur sem virt- ust þannig vaxin. Páll vildi ekki nefna dæmi um þetta. „Við skild- um ekki við nein mál í biðstöðu eða óvissum fa r veg i . Ég hef hins vegar áhyggjur af því að nú fari að hrannast upp fjöldi mála, þar sem skipulags- ráð hefur ekki komið saman n e m a f j ó r - um sinnum frá kosningum, sem er lakari árang- ur en ég man eftir hjá borginni,“ segir Júlíus Vífill. Einnig gerir Júlíus athugasemd- ir við það að Páll segi Besta flokk- inn hafa „skýrt umboð“ til breyt- inga í borginni. „Besti flokkurinn kynnti aldrei neina stefnu í skipulagsmálum fyrir kosningar og því má velta fyrir sér hvaða umboð þetta ætti að vera. Í þessu viðtali var í fyrsta skipti eitthvað lagt fram um stefnu Páls í skipulagsmál- um,“ segir Júlíus Vífill. Þá segir hann að það verði skondið að sjá viðbrögð Samfylkingar við hug- myndum Páls um að hætta við samgöngumiðstöð, sem sé mikið áhugamál þess flokks. - kóþ Fyrrum formaður skipulagsráðs segir engin mál hafa verið í ólestri hjá sér: Skorar á Pál að nefna dæmi JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON DANMÖRK Fjármálakreppan hefur heldur betur sett mark sitt á banka- starfsemi í Danmörku. Frá árinu 2007 hefur nærri fjórða hverjum banka í landinu verið lokað. Frá þessu er skýrt á viðskipta- vef danska dagblaðsins Berlings- ke Tidende. Þar er einnig fullyrt að þessi þróun muni halda áfram og bönkum fækka enn frekar næstu misserin. Árið 2007 voru 159 bankar starf- ræktir í Danmörku, en nú eru þeir 122. Þennan tíma hefur því 37 bönk- um verið lokað. Ekki hafa þeir þó allir farið á hausinn. Sumir hafa að vísu orðið gjaldþrota, en öðrum hefur verið lokað af öðrum ástæðum, oftast til að spara í rekstri og þá oft með sam- einingu við aðra nálæga banka. Viðskiptavinir eru ekki allir ánægðir með þessa þróun, en fjár- málavitringar margir hverjir segja þetta tvímælalaust af hinu góða – bankar hafi verið alltof margir í Danmörku fyrir og löngu kominn tími á að fækka þeim. - gb Síðan 2007 hefur fjórða hverjum banka verið lokað: Dönskum bönkum fækkar úr 159 í 122 1 Hvað heitir danska glæsihót- elið sem er í eigu skilanefndar Landsbankans? 2 Hvað heitir hljóðverið í Mosfellsbæ sem Sigur Rós hefur rekið um langt skeið? 3 Hversu margir námamenn eru fastir í námu í Chile? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 ÚTGÁFA Spurningaleikur Frétta- blaðsins og Bylgjunnar hefst í dag og stendur til 18. septemb- er. Spurning dagsins verður hjá Ívari og Rúnari á Bylgjunni en svarið við henni er falið í Frétta- blaðinu. Helgargetraunin verður birt í helgarblaði Fréttablaðsins en svör við henni eru í blöðum vikunnar. Dregið verður úr réttum lausn- um í Reykjavík síðdegis. Í verð- laun eru Malteser og inneign í Eymundsson á virkum dögum en ferðir með Icelandair um helgar. Spurningaleikur hefst í dag: Spurningar úr Fréttablaðinu DANSKUR BANKI Sumir fóru á hausinn, öðrum var lokað af öðrum ástæðum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL „Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásak- anir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laug- ardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna við- bragða af hálfu embættisins,“ segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli máls- ins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rann- saka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar.“ Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrr- verandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmis- notkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangs- mikil, kerfisbundin og skipulögð“. Í viðtalinu á laugardag ber Sig- urður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknar- nefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sig- urður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sig- urður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þess- ara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum,“ segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál.“ gudsteinn@frettabladid.is Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar Hvorki sérstakur saksóknari né rannsóknarnefnd Alþingis sjá ástæðu til að svara ásökunum Sigurðar Einarssonar, sem birtust hér í blaðinu á laugardag. SIGURÐUR EINARSSON Svarar ásökunum með því að benda á aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Landssöfnun stendur nú yfir á vegum samtakanna Á allra vörum til styrktar Krabbameins- félagi Íslands. Bein útsending var á föstudag á sérstökum söfnunarþætti á Skjá einum þar sem þjóðþekktir skemmtikraftar lögðu málefn- inu lið. Á föstudags- kvöldið höfðu safnast yfir 33 milljónir króna. „Við erum mjög ánægðar með þetta. Þetta er örlítið minna en hefur safnast síðustu tvö ár en símarnir verða opnir út vikuna, lokatölur eiga því eftir að koma í ljós,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, ein aðstandenda söfnunarinnar. - rat Á allra vörum safna: Rúmar 33 millj- ónir komnar GRÓA ÁSGEIRSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.