Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 10
10 30. ágúst 2010 MÁNUDAGUR FYLGST MEÐ MÓTMÆLUM Konur í Kasmír fylgjast með mótmælagöngu fyrir utan heimili þeirra í Srinagar, þar sem átök hafa verið tíð undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Harkalegur sparnaður á fjárlögum í Bretlandi bitnar illa á fátækum, samkvæmt úttekt IFS, óháðrar þjóðhagsrannsóknastofn- unar í Bretlandi. Þetta stangast á við yfirlýsingar bresku stjórnar- innar, sem segist einmitt hafa gætt þess vel að sparnaðurinn muni ekki bitna á fátæklingum. Samkvæmt IFS valda sparnaðar- aðgerðirnar því að þau tíu prósent breskra fjölskyldna, sem fátæk- astar eru, missa meira en fimm prósent af tekjum sínum. Til sam- anburðar missa þau tíu prósent fjölskyldna, sem auðugastar eru, einungis um eitt prósent tekna sinna, og er þá miðað við barnlaus- ar fjölskyldur sem ekki þiggja líf- eyrisgreiðslur. George Osborne fjármálaráð- herra hefur sagt sparnaðinn, sem ná eigi fram á neyðarfjárlögum ársins, muni koma harðar niður á þeim sem meiri tekjur hafa, en stofnunin segir úttekt sína sýna að því sé þveröfugt farið. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins og aðstoðarforsætisráð- herra í stjórn Davids Camerons, leiðtoga Íhaldsflokksins, sakar IFS um hlutdrægni. Þar sé ekki tekið neitt tillit til þess, að stjórnin ætli að ráðast í miklar aðgerðir til að koma fólki af bótum og út á vinnu- markaðinn. Þar náist fram mikill sparnaður um leið og dregið sé úr fátækt. Um þetta er fjallað í breskum fjölmiðlum, meðal annars á vefsíð- um dagblaðsins Guardian og ríkis- útvarpsins BBC. Hagvöxtur í Bretlandi mæld- ist 1,2 prósent á öðrum ársfjórð- ungi, sem er heldur meira en þau 1,1 prósent sem spáð var. Stjórnin þakkar þetta miklum vexti í bygg- ingariðnaði. Hagvöxtur hefur þá mælst í þrjá ársfjórðunga í röð, en þar á undan hafði mælst samdráttur í bresku efnahagslífi sex ársfjórðunga í röð. Þessi frétt virðist þó ekki hafa slegið á ótta Breta um að hagvöxt- urinn minnki á ný þegar sparnað- araðgerðirnar fara að bitna á fólki og fyrirtækjum síðar á árinu. Hagfræðingurinn Samuel Tombs segir hagvöxtinn byggðan á mjög veikum grunni, sem ólíklegt er að standi til lengdar. „Bæði heimili og ríki juku útgjöld sín, heimilin um 0,7 pró- sent milli fjórðunga og ríkið um 0,3 prósent,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum, „en báðir þessir geir- ar eru afar ólíklegir til að halda áfram þessum vaxtarhraða þegar þrengt verður að í fjármálunum á næstu fjórðungum.“ gudsteinn@frettabladid.is Sparnaður sagður bitna á fátækum Breska stjórnin gagnrýnd af óháðri þjóðhagsstofnun, sem segir harkaleg sparn- aðaráform bitna meira á fátækum en öðrum. Nick Clegg segir stofnunina hlut- dræga. Hagvöxtur hefur nú mælst í Bretlandi þrjá ársfjórðunga í röð. DAVID CAMERON OG GEORGE OSBORNE Forsætisráðherra Bretlands og fjármálaráð- herra í stjórn hans. NORDICPHOTOS/AFP Hávaði í heimahúsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti þónokkrum sinnum að hafa afskipti af hávaða í heimahúsum í fyrrinótt þar sem fólk tók ekki tillit til næstu nágranna. Þá var nokkuð um pústra á milli manna í miðbænum, að sögn lögreglumanns sem frétta- stofa Vísis talaði við. LÖGREGLUFRÉTTIR VERÐLAG Söfn á höfuðborgarsvæð- inu eru vel verðmerkt en kaffisöl- ur þeirra eru það ekki ekki. Þetta kom fram í könnun Neytenda- stofu nýverið á verðmerkingum hjá 21 safni á höfuðborgarsvæð- inu. Jafnframt voru sjö veitinga- sölur skoðaðar á jafnmörgum söfnum. Einungis Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg var ekki með upplýsingar um aðgangseyri til sýnis á safninu. Gerðar eru athugasemdir við verðmerkingar í veitingasölum Árbæjarsafns í Dillonshúsi, hjá Gerðarsafni, kæli Kaffitárs í Þjóðminjasafninu og Súpubars- ins í Listasafni Reykjavíkur. Merkingar veitinga voru í lagi í veitingasölunum á Kjarvalsstöð- um, í Listasafni Íslands og í Vík- inni – Sjóminjasafni Reykjavík- ur. - óká Könnuðu verðmerkingar: Veitingar safna verr merktar KÓPAVOGUR Hamraborgarhátíð í Kópavogi var haldin í fyrsta sinn á laugardaginn. Hátíðin var hald- in á vegum Kópavogsbæjar í sam- starfi við verslanir og fyrirtæki í Hamraborginni. Verslunareigendur buðu gest- um og gangandi upp á veiting- ar og tónlistaratriði, töframenn brugðu á leik og þekktir Kópa- vogsbúar fræddu gestu um sögu Hamraborgarinnar. Götunni var breytt í göngugötu og markaðs- stjöld sett upp. Þá kynntu íþrótta- félög bæjarins vetrarstarf sitt og menningarstofnanir bæjarins voru opnar. - rat Hátíð í Kópavogi: Hamraborgin iðaði af lífi HÁTÍÐ Í BÆ Sannkölluð markaðsstemn- ing á fyrstu Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. MYND/HERMANN H. HERMANNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.