Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.08.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. ágúst 2010 Fasteignafélagið Reitir er stærsta þjónustufyrirtækið á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfi r að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk EFLA verkfræðistofa, eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki landsins, hefur fl utt höfuðstöðvarnar í endurnýjað húsnæði Reita að Höfðabakka 9. Húsnæði EFLU eru 3800 fermetrar og er fyrsti áfanginn í endurnýjun á húsnæði sem er hluti af vistvænum skrifstofugörðum Reita að Höfðabakka. Hafðu samband við Reiti og kynntu þér kosti vistvænu skrifstofugarðanna. Til hamingju EFLA! Frekari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 – halldor@reitir.is www.reitir.is NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ Vitnað eftir minni: Jónas Kristj-ánsson sagði einhvern tímann eitthvað á þá leið að Íslendingar litu ekki á opinber störf sem þjón- ustu við almenning heldur feng sem viðkomandi hefði komist yfir og þyrfti að gera sér sem mestan mat úr meðan hægt væri og deila með vinum og vandamönnum. Hann sagði líka að það eina sem Íslend- ingar hefðu við spillingu að athuga væri þegar þeir kæmust ekki í hana sjálfir. Hann hefur sagt ýmislegt. En óneitanlega rifjast þetta upp við lestur fréttar sem Þorbjörn Þórðarson skrifar á visir.is þann 11. ágúst um launakjör þess fólks sem er í skilanefndum gömlu bankanna. Þar kemur fram að launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið 103 milljónir króna – vegna fimm starfsmanna. Samkvæmt þessu eru meðaltals- laun þessara einstaklinga tuttugu milljónir fyrir þriggja mánaða starf. Hvert þeirra er því með tæp- lega sjö milljónir á mánuði. Þetta eru 225 þúsund krónur á dag. Þetta eru 9.000 krónur á tím- ann allan sólahringinn. Feis á þig Aftur: Þetta eru 9.000 krónur á tímann allan sólarhringinn. Það er leiðinlegt og hálf lítilmótlegt að vera með hugann við kaup annars fólks – en þessa peninga þarf hins vegar að nota í annað. Hér þarf að byggja upp almennilegt samfélag, með nýjum hugsjónum og nýjum dyggðum. Eins og við munum lýsti forsætisráðherra Jóhanna Sigurð- ardóttir því yfir þegar hún tók við starfi að enginn starfsmaður á vegum ríkisins skyldi hafa hærri laun en hún. Gott ef ekki voru sett lög þar um. Þessi laun eru áttfalt hærri en laun hennar. Stundum finnst manni eins og Jóhanna Sigurðardóttir sé eins og ráðþrota kennari að reyna að eiga við harðsnúinn tossabekk þar sem forhertir krakkar eru staðráðn- ir í að læra ekkert, þegja aldrei, hlýða engu. Engu er líkara en að smákóngar hruninna furstadæma keppist um að sanna sig með því að sýna sem áþreifanlegast virðingar- leysi sitt fyrir þessum þjóðkjörna æðsta ráðamanni stjórnsýslunn- ar og neiti að skilja að nú er pen- ingavaldið ekki lengur sett æðra stjórnvaldinu. Þannig lýsti einhver forstjóri orkuútrásarfyrirtækis í andaslitrunum, Geysigríns, því yfir á dögunum að nefnd sem for- sætisráðherra skipaði nýlega til að fara ofan í saumana á viðskiptum þessa fyrirtækis og Magma væri „umboðslaus“ og fengi ekki að sjá umbeðin gögn. Þú ræður ekki yfir mér. Ég er orðinn fjórtán. Feis á þig. Skilanefnd Landsbankans sýndi ámóta hortugheit þegar hún þver- skallaðist við að losa sig við einn af lykilstarfsmönnum bankans frá útrásartímanum þrátt fyrir tilmæli Fjármálaeftirlitsins en réði hann sem framkvæmdastjóra sinn undir því yfirskini að það væri að undir- lagi kröfuhafa. Ekki er vitað hvaða laun sá maður hefur en má telja víst að sú upphæð nái til tunglsins og aftur til baka. Sjálfum skilanefndarmönnum hefur hins vegar ekki tekist að leyna þeim upphæðum sem úr krananum hafa runnið í þeirra vasa. Frétt á visir.is, 11. ágúst: Verktakagreiðslur fyrstu sex mán- uðina til slitanefndar og slitastjórn- ar Landsbankans nema 189 milljón- um króna. Þetta eru fimm manns. Hvert þeirra er með rúmlega sex milljónir króna á mánuði. Hvert þeirra er með 8.400 krónur á tím- ann allan sólarhringinn. Þessar skilanefndir og slita- stjórnir bankanna eftir hrun eru eins og lítil furstadæmi. Óeðlileg völd hafa safnast á hendur þess fólks sem þar starfar og óljóst er hvaða reglum það hefur starfað eftir þegar það hefur haldið gang- andi fyrirtækjum sem virðast ekki hafa rekstrargrundvöll en standa í vegi fyrir því að raunveruleg einka- fyrirtæki þrífist. Of mikið af peningum úr þrota- búum bankanna hefur runnið í vasa þessa fólks. Það hefur ekkert við alla þessa peninga að gera – það eyðir þeim bara í vitleysu og eins og dæmin sanna hefur enginn gott af því að fá of mikið af peningum. Fólk ruglast bara í ríminu. Hins vegar þarf að nota peninga í annað. Það vantar fé í rekstur spítala og það þarf að hækka laun umhyggju- stéttanna. Það þarf að setja fé í menningarlíf en ekki bara menn- ingarhús. Það þarf að lána fé í raun- verulega atvinnuuppbyggingu, styðja vænleg fyrirtæki sem kunna að fara fetið, og alls ekki þau sem hyggja á útrás, hótelkaup erlendis, skíðaskála- og snekkjukaup. Verður er verkamaður launa sinna. En lögfræðingar og annað yfirstéttarfólk á ekki sjálft að meta virði sitt. Furstadæmi bankanna Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablað- ið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um fram- tíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn … umræðu“ um hlut- verk Seðlabanka Íslands sem lán- veitanda til þrautavara. Alla getur misminnt – líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðla- banka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég seg- ist ekki geta tekið þátt í umræð- um og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausa- fjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eig- endur og stjórnendur fjármála- fyrirtækja sem og markaðsaðil- ar leysi vanda sinn sjálfir“. Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónar- mið rækilega eins og alþjóð veit. Misminni Sigurðar Einarssonar Þjóðmál Jón Sigurðsson seðlabankastjóri á árunum 2003 til 2006

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.