Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI1. september 2010 — 204. tölublað — 10. árgangur
MIÐVIKUDAGUR
skoðun 16
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
veðrið í dag
FÓLK Ný íslensk heimildarmynd
um Halldór Laxness er að fara
í tökur á næstu vikum. RÚV,
sænska ríkissjónvarpið og Kvik-
myndamiðstöð Íslands koma
að fjármögn-
un hennar en
tengdasonur
Halldórs, Hall-
dór Þorgeirs-
son, leikstýrir
henni og skrif-
ar handritið
ásamt Sigurði
Valgeirssyni.
Halldór segir
þetta ekki
eiga að vera dæmigerð heim-
ildarmynd um Nóbelsskáldið
þar sem hann sést á röltinu hjá
Gljúfrasteini.
„Þetta á að fjalla um pólitík-
ina og þá heimssögulegu við-
burði sem Halldór hafði ein-
stakt lag á að vera einhvers
staðar nærri,“ segir Halldór.
- fgg / sjá síðu 38
Heimildarmynd um Laxness:
Pólitíkin og
heimsviðburðir
í lífi Laxness
Eigum mikið inni
Spaugstofan snýr aftur á
Stöð 2.
fólk 26
Ærin verkefni fram
undan
Kolbrún Halldórsdóttir
er nýkjörinn formaður
Leikminjasafns Íslands.
tímamót 20
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
Nýr tilboðsbæklingur í dag
SKYLDUEIGN
FYRIR
SKÓLAFÓLK
NÝ
ÚTGÁFANÚ Á KYNNINGAR-VERÐI
www.forlagid.is
Fréttablaðið er með 201%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
74,9%
24,9%
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið,
18–49 ára. Könnun Capacent í maí til júlí 2010.
HLÝINDI Í dag verða suðaustan
8-13 m/s SV-til, annars mun hæg-
ari. Skýjað og úrkomulítið S- og
V-lands en léttir til fyrir norðan og
austan. Hiti 12-20 stig.
VEÐUR 4
18
16
13
14
15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
FERÐAFÉLAGIÐ NORÐURSLÓÐ stendur fyrir göngu laugardaginn 4. septem-ber, þar sem farið verður um fáfarnar slóðir í umhverfi Jökulsárgljúfra. Nánar á ganga.is.
„Þetta varð svona hestaferð þar
sem allt var gert annað en að vera á
hestunum,“ segir Hilmar Magnús-son hlæjandi þegar hann er spurð-ur út í ferðalag sem hann fór í í
sumar með konu sinni og gömlum
vinahópi úr Fáki. Hann segir þá hefð hafa skapast
að fara í tvo langa útreiðartúra á
sumri með vinahópum. Annaná vorin sem bö
dagleiðir,“ lýsir Hilmar. „Þegar
til kom voru hrossin ekki í neinni
þjálfun til að fara í langferð þótt
þau væru orðin hraust af pestinni.
Því varð að búa til plan B og nið-urstaðan varð sú að dvelja bara í
bústað í Klettholti í Holtum. Þar
vorum við svo með hrossin í fimmdaga og fórum í þri jk
kóngafólki, hestarnir settir á hús
og gefin tugga meðan við pöntuðum
mat og drykk og skemmtum okkur.
Eitt lag er ávallt sungið svona
fimmtíu sinnum í okkar ferðum,
það er „Ég er kominn heim“ sem Óðinn Valdimarsson gerði fsín í
Tekið eins og kóngumMargir sem skipulögðu langferðir á hestum í sumar urðu að hætta við vegna flensu sem herjaði á hesta-
stofninn. Hilmar Magnússon flugumferðarstjóri og ferðahópur sem hann er í sá við þeim vanda.
„Eitt lag er ávallt sungið svona fimmtíu sinnum í okkar ferðum, það er Ég er kominn heim,“ segir Hilmar Magnússon.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin
12 kg
Þvottavélog þurrkari
SAMGÖNGUR BSÍ tekur við hlutverki Hlemms sem
skipti- og endastöð Strætós bs. verði hugmynd-
ir fyrirtækisins að veruleika. Þá verður hætt
akstri stórra strætisvagna um miðborg Reykja-
víkur og við taka tíðari ferðir minni vagna.
Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs
Strætós, kynnti hugmyndir fyrirtækisins á
fundi umhverfis- og samgönguráðs borgarinn-
ar í gær ásamt fulltrúa VSÓ ráðgjafar, en verk-
fræðistofan kannaði hagkvæmni þess að færa
starfsemi Strætós við Hlemm á BSÍ. Einar segir
tillögunum hafa verið fagnað á fundinum, enda
séu þær í góðum samhljómi við nýja samgöngu-
stefnu Reykjavíkurborgar þar sem unnið sé að
því að gera miðborgina æ vistvænni.
„Í umhverfis- og samgönguráði var líka fjall-
að um að gera Lækjargötu að sameiginlegu
svæði, þar sem gatan verði lögð undir sameig-
inlega umferð gangandi, hjólandi og akandi, án
gangstétta. Það var samþykkt að vinna áfram
með þær tillögur og þá passar ákaflega illa að
vera með tólf metra ferlíki akandi þarna um.
Eins og er fara um miðbæinn rúmlega fjörutíu
vagnar á klukkustund,“ segir Einar.
Í tillögu Strætós er gert ráð fyrir átta nýjum
miðbæjarvögnum sem aki á fimm mínútna
fresti, fjórir í hvora átt. „Mjög líklegt er að
vagnar verði betur nýttir en í núverandi skipu-
lagi auk þess sem fjölga má vistvænum átta
metra rafmagnsvögnum á hringleiðunum í
Vesturbænum og á háskólasvæðinu,“ segir í
glærum með kynningu fyrirtækisins í gær.
Einar segir að verði hugmyndunum hrint í
framkvæmd verði allt annað leiðakerfi en mið-
borgarinnar óbreytt. Af þessu sé hins vegar
verulegur rekstrarlegur ávinningur, enda
minnki dýr óþarfa akstur með fáa farþega.
Enn hefur þó ekki verið samið við Kynnisferð-
ir, eigendur BSÍ, um mögulega aðkomu Strætós,
en lóðin er ekki í eigu borgarinnar.
Hagkvæmnis skýrslunni var skilað í janúar og
hugmyndirnar þá kynntar fyrir meirihlutanum
í borginni. Afráðið var að bíða með ákvörðun
um málið til að trufla ekki yfirvofandi sveitar-
stjórnarkosningar. - óká
Strætó yfirgefur Hlemm
Litlir vagnar sem aka á fimm mínútna fresti koma í stað stórra strætisvagna í miðbæ Reykjavíkur sam-
kvæmt nýjum tillögum Strætós bs. sem kynntar voru í gær. BSÍ tekur við af Hlemmi sem strætómiðstöð.
Tók á sig launalækkun
Eiður Smári er genginn til
liðs við Stoke City.
sport 32
HALLDÓR LAXNESS
STJÓRNMÁL Gylfi Magnússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra,
og Ragna Árnadóttir, dómsmála-
og mannréttindaráðherra, munu
víkja úr ríkisstjórninni í vik-
unni. Allar líkur eru á að Kristj-
án L. Möller samgönguráðherra
og Álfheiður Ingadóttir heil-
brigðisráðherra hverfi einnig á
braut. Tilkynnt verður um breyt-
ingar á ríkisstjórninni áður en
þing kemur saman á morgun.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins verður Ögmundur Jónasson
nýr innanríkisráðherra og mun
hafa með höndum verkefni sem
áður voru á könnu samgöngu- og
dómsmálaráðherra. Ekki liggur
fyrir hver verður nýr ráðherra
Samfylkingarinnar, en Oddný G.
Harðardóttir, oddviti flokksins í
Suðurkjördæmi, er helst nefnd í
því samhengi.
Allt útlit er fyrir að Árni Páll
Árnason, félags- og trygginga-
málaráðherra, bæti á sig verk-
efnum heilbrigðisráðuneytisins
í nýju velferðarráðuneyti.
Jón Bjarnason mun áfram sitja
í sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytinu og Katrín Júlíus-
dóttir í iðnaðarráðuneytinu, að
minnsta kosti fram að áramót-
um þegar ráðuneytin verða sam-
einuð í atvinnuvegaráðuneyti.
Það mun þá falla í skaut Vinstri
grænna.
Þingflokkar stjórnarflokk-
anna munu funda frá morgni og
fram eftir degi í dag, meðal ann-
ars um fyrirhugaðar breytingar
á ráðherraliðinu. - sh, kh
Ögmundur Jónasson verður innanríkisráðherra og Árni Páll velferðarráðherra:
Hrókeringar í ríkisstjórn í dag
Á ÚTLEIÐ Kristján L. Möller samgönguráðherra er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, á útleið úr ríkisstjórinni eins og þrír
aðrir ráðherrar. Forsætisráðherra fundaði með Kristjáni og öllum öðrum þingmönnum flokksins í Stjórnarráðshúsinu í gær og
leitaði álits þeirra á fyrirhuguðum breytingum á ráðherraliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON