Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 10
10 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR NEYTENDUR Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um 33 pró- sent frá því í júní sökum uppskeru- brests og breytinga á kaupháttum. Kaffiverð hefur ekki verið hærra í 13 ár og segja íslenskir kaffifram- leiðendur að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar hér á landi. „Síðastliðin tvö og hálft ár hefur hráefnisverð til okkar hækkað um 123 prósent,“ segir Aðalheið- ur Héðinsdóttir, stofnandi og eig- andi Kaffitárs. „Við höfum frá árs- byrjun 2008 hækkað verð um 39 prósent, sem þýðir að verulega er gengið á framlegð fyrirtækisins.“ Aðalheiður gerir ráð fyrir enn frekari hækkunum í september, en þó aldrei meira en tíu prósent. Hún segir ekki koma til greina að skipta um birgja og kaupa ódýrara kaffi. „Um 70 prósent af okkar kaffi eru keypt frá bændum sem við höfum verslað við í mörg ár. Þeirra afkoma er háð okkar kaupum.“ Ólafur Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaa- ber ehf., tekur undir með Aðalheiði og segir áframhaldandi verðhækk- anir óumflýjanlegar og möguleiki sé á allt að 30 prósenta hækkun. Mest sé hækkunin á kaffi frá Kól- umbíu sökum uppskerubrests þar í landi en einnig hefur áhrif aukin sala á hráefni umfram hlutabréf í fyrirtækjum, sem gerir það að verkum að skortur er á hrávöru. Sigmundur Dýrfjörð, fram- kvæmdastjóri hjá Te og kaffi, segir hækkanirnar vera mismikl- ar eftir löndum og fyrirtækið hafi þurft að draga gífurlega úr sölu á ýmsum gæðategundum. Þá tekur hann undir með Ólafi að ein ástæð- an fyrir hækkunum sé sala hráefn- is umfram hlutabréf á markaðnum, ofan á uppskerubrest. „Við erum búin að rýna í þetta og vonast til þess að sterkara gengi komi til móts við okkur, en það er því miður ekki raunin.“ Verðhækkanir á innkaupum hjá Te og kaffi nema allt að 50 prósent- um og hafa sumar tegundir alveg dottið út. Sigmundur segist þó ekki sjá fram á að hækkanirnar muni skila sér inn á kaffihúsin í bráð. „Kaffið er ódýrasti hlutinn af kaffibollanum. Vélabúnaðurinn, húsaleigan og laun starfsmanna spila þar stærstan hlut,“ segir hann. „Þó svo að kaffið hækki verulega í verði hefur það ekki gríðarleg áhrif á bollann sem slíkan.“ sunna@frettabladid.is Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent Gífurleg hækkun á heimsmarkaðsverði á kaffi mun fyrr eða síðar skila sér í innkaupakörfu Íslendinga. Uppskerubrestur og breytingar á markaðnum orsök. Ekki lengur hægt að sitja á sér með hækkanir, segja kaffiframleiðendur. KAFFIBOLLAR Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent, að sögn framkvæmdastjóra Ó. Johnson og Kaaber ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ SALTFISKVERKUN IFS bendir á að þótt verð á saltfiski hafi hækkað lítillega sé viðkvæmt efnahagsástand á mikilvægum mörkuðum í S-Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Verð á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt hækkaði um 1,5 prósent í júlí, samkvæmt útreikningi IFS Greiningar. „Afurðaverð á erlendum mörk- uðum hefur verið í hægu hækk- unarferli síðustu mánuðina. Nú hefur verðið hækkað um 6,6 pró- sent síðustu 12 mánuði,“ segir í umfjöllun IFS. „Tölurnar undan- farna mánuði sýna að aðstæður á mörkuðum erlendis hafa náð ágætu jafnvægi. Þó er ástandið innan einstakra afurðaflokka misjafnt.“ Bent er á að mjölverð sé hátt í sögulegu samhengi, sem og verð á sjófrystum botnfiskafurðum. - óká Sjávarafurðaverð hækkar enn: Árshækkunin er 6,6 prósent Hávaði frá Players Íbúar í nágrenni skemmtistaðarins Players í Kópavogi vilja að reynt verði að stemma stigu við hávaða frá staðnum. Bæjarráð Kópavogs vísaði málinu til umsagnar framkvæmda- og tæknisviðs bæjarins. Ónæði mun hafa magnast eftir að bannað var að reykja innandyra auk þess sem meira er um að vera á virkum kvöldum en áður. UMHVERFISMÁL HANDTEKINN Þriðji fíkniefnabaróninn sem tekinn er úr umferð á tíu mánuð- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MEXÍKÓ, AP Edgar Valdez Villar- real, jafnan nefndur Barbie, hefur verið handtekinn í Mexíkó. Hann er þriðji fíkniefnabaróninn sem handtekinn er eða felldur á tíu mánuðum í allsherjarstríði Mexíkóstjórnar við voldugustu fíkniefnahringi landsins. Valdez er talinn hafa reynt að ná völdum í öðrum fíkniefna- hring eftir að leiðtogi hans, Art- uro Beltran Leyva, lést í desem- ber síðastliðnum í átökum við lögreglu og her. Valdez er sakaður um stórfellt fíkniefnasmygl og margvísleg ofbeldisbrot. - gb Fíkneifnaleiðtogi handtekinn: Mexíkóstjórn hrósar sigri Urðunarsvæði í ólestri Umhverfisstofnun hefur kvartað undan því við sveitarstjórn Mýrdals- hrepps að urðunarsvæði við Uxafót- arlæk sé enn ógirt og að umgengni þar sé ábótavant. Sveitarstjórn hyggst setja girðingu umhverfis svæðið á næstu fjárhagsáætlun. MÝRDALSHREPPUR FYRIRTÆKI Bráðabirgðastjórn fjár- mögnunarfyrirtækisins Avant sagði í fyrradag upp öllum starfs- mönnum fyrirtækisins, 29 að tölu. Þeir vinna allir á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Friðjón Örn Friðjónsson, for- maður bráðabirgðastjórnar Avant, sem tók við félaginu um miðjan júlí, segir enga breytingu hafa orðið á starfsemi fyrirtæk- isins. Framtíð þess sé þó sveip- að mikilli óvissu, sem hafi valdið því að ákveðið hafi verið að segja starfsfólkinu upp. Friðjón vinnur nú að drögum að nauðasamning- um sem lagðir verða fyrir kröfu- hafa félagsins. Reiknað er með að þeir verði lagðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur innan þriggja vikna. Friðjón reiknar með að hluti starfsfólks verði ráðinn aftur. Á meðal helstu óvissuþátta í rekstri Avant er væntanlegur dómur Hæstaréttar hvað varðar vaxtaviðmið gengistryggðra lána. Verði ákveðið að miða útreikninga lána við samningsvexti horfi til betri vegar. Ekki er reiknað með að málin skýrist fyrr en dómur Hæstaréttar liggur fyrir, hugsan- lega innan mánaðar. „Við treyst- um okkur ekki til annars en að segja öllum upp,“ segir Friðjón. - jab Óvissa um framtíð fjármögnunarfyrirtækisins Avant: Öllu starfsfólki Avant var sagt upp störfum BÍLAR Formaður bráðabirgðastjórnar Avant segir óvíst með framtíðarhorfur félagsins. Ákveðið hafi verið að segja upp öllu starfsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MYNDASTYTTULEIKUR Um helgina var haldin í Arnhem í Hollandi heimsmeistarakeppni í þeirri íþrótt að þykjast vera myndastytta. Sumir þátttakendanna unnu saman. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaga (LN) var samþykktur í almennri atvæðagreiðslu í fyrradag. Einungis munaði níu atvæðum, en 100 manns voru ósamþykkir samningum og 109 samþykkir. Talningu lauk laust fyrir hádegi í gær. Undirritun samningsins fór fram þann 20. ágúst síðastliðinn og byggði hann á til- lögu frá ríkissáttasemjara. „Það er ástæða til að fagna þessari góðu kjörsókn en að sama skapi ber að túlka þennan nauma mun sem skýr skilaboð til forsvarsmanna LSS um að grípa miklu fyrr til aðgerða,“ segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmda- stjóri LSS. „Þá er ljóst í mínum huga að andstaða félagsmanna við nýgerðan kjarasamning skýrist meðal annars af því að samningur- inn er ekki afturvirkur en eldri samnningur rann út 31. ágúst 2009 eða fyrir réttu ári,“ segir hann. Samningurinn gildir til 30. nóvember þessa árs og hefst undirbúningur fyrir gerð nýs kjarasamnings á næstu dögum. Öllum frekari verkfallsaðgerðum hefur nú verið aflýst af hálfu LSS, en allsherjarverkfall hafði verið boðað þann 3. september næst- komandi, hefðu samningar ekki náðst. - sv Kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna lokið: Einungis munaði níu atkvæðum SLÖKKVILIÐSMENN Frekari verkfallsaðgerðum hefur nú verið aflýst eftir að samið var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFTIR FRANZ KAFKA LEIKSTJÓRN: GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG DAVID FARR TÓNLIST: NICK CAVE OG WARREN ELLIS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is HAMSKIPTIN “An 85 minute masterpiece” The Daily Mail Einstakt tækifæri, aðeins örfáar sýningar! Sýningar: Fim. 2/9 - Fös. 3/9 - Lau. 11/9 - Sun. 12.9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.