Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 6
6 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Flóahreppur braut ítrekað lög þegar sveitarstjórn hreppsins vék formanni umhverf- isnefndar hreppsins frá og skipaði nýjan formann stuttu fyrir aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninganna í vor, samkvæmt úrskurði sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. Sveitarstjórnin ákvað á fundi sínum 17. mars síðastliðinn að víkja Almari Sigurðssyni úr emb- ætti formanns umhverfisnefnd- ar, eins og fjallað var um í Frétta- blaðinu á þeim tíma. Almar kærði brottvikninguna til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. „Þetta er bara eitt dæmi um vinnubrögðin sem viðgengust hjá þáverandi sveitarstjórn,“ segir Almar. Hann segir málinu lokið af sinni hálfu, en það sé ágæt áminn- ing fyrir sveit- arstjórnarfólk um að vanda sig í sínum mikil- vægu störfum. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ekki sé neitt athugavert við að sveitarstjórn skipti um fulltrúa í nefndum verði trúnaðarbrestur. Framkvæmdin var hins vegar ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög. Í aðdraganda kosninga kom fram nýtt framboð í Flóahreppi. Að því stóð hópur fólks sem var andsnúinn Urriðafossvirkjun. Hart var tekist á um virkjanamál fyrir kosningarnar, og virðist brott- rekstur Almars hafa verið hluti af þeim deilum. Í fundargerð sveitarstjórnar þar sem ákveðið var að víkja Almari frá kemur fram að hann hafi til- kynnt um framboð gegn sitjandi sveitarstjórn. Var vísað í tvö viðtöl við Almar í Fréttablaðinu, þar sem hann var titlaður „einn aðstand- enda“ nýs framboðs. Almar mótmælti því að hafa lýst yfir framboði, og var hvergi á lista í sveitarstjórnarkosningunum. Eiginkona hans leiddi hins vegar lista fólks sem fór fram gegn sitj- andi sveitarstjórn. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að sveitarstjórnin virðist hafa byggt ákvörðun sína á túlk- un sinni á fréttum Fréttablaðs- ins, í stað þess að sannreyna þann skilning sinn að Almar væri sjálf- ur á leið í framboð. Samkvæmt úrskurðinum var sveitarstjórn- inni ekki heilmilt að víkja honum frá án þess að staðreyna upplýs- ingarnar. Í kjölfar brottvikningar Alm- ars kaus sveitarstjórnin nýjan formann umhverfisnefndar. Þar braut sveitarstjórnin aftur lög, þar sem þau kveða á um að þurfi að kjósa fulltrúa í ráð eða nefnd skuli kjósa í nefndina alla að nýju. Vegna þessa var skipan í nefndina ólögmæt. brjann@frettabladid.is Flóahreppur braut lög með brottrekstri Brottvikning formanns umhverfisnefndar Flóahrepps og skipan nýs formanns í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor var ólögmæt samkvæmt úrskurði ráðu- neytis. Sýnir vinnubrögð fyrrverandi meirihluta segir formaðurinn fyrrverandi. DEILUR Hart var deilt um fyrirhugaða Urriðafossvirkjun í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninga. Nýtt framboð sem var andsnúið virkjuninni varð undir í kosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALMAR SIGURÐSSON NEYTENDUR Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, segir sam- tökin nú bíða viðbragða Expressferða við þeirri nið- urstöðu Neytendastofu að ferðaskrifstofan hafi átt að endurgreiða að fullu pakka- ferð til Berlínar. Ferðin, sem fara átti 16. apríl í vor, var felld niður þar sem flugvöllurinn í Berlín var lokaður vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Expressferðir gáfu farþeg- unum kost á nýrri ferð gegn 25 þúsund króna viðbótarframlagi eða að fá endurgreiddan þann helming kostnaðarins, um 40 þúsund krónur, sem var vegna flugs- ins sjálfs. Hótelgistingin var hins vegar ekki endurgreidd. Sjö farþeganna leit- uðu til Neytendasamtakanna sem kærðu ákvörðun Expressferða fyrir hönd eins þeirra. Hildigunnur bendir á að Neyt- endastofa úrskurði ekki um fjár- hagslegar kröfur einstaklinga og geti því ekki lagt fyrir Express- ferðir að endurgreiða alla ferð- ina heldur geti aðeins sagt til um hvað ferðaskrifstofan hafi átt að gera. „Þó að þessi úrskurður sé kominn er ekki víst að þessi aðili eða aðrir í sömu sporum fái peningana sína. Nú erum við í raun að bíða eftir því hvort Expressferð- ir ætli að bregðast við með því að endurgreiða þeim sem leitað hafa til okkar eða áfrýja,“ segir Hildigunnur. Lilja Hilmarsdóttir, rekstrar- stjóri Expressferða, segir lög- menn ferðaskrifstofunnar enn fara yfir stöðuna. „Málið er enn þá í skoðun,“ segir Lilja. - gar Neytendasamtökin segja niðurstöðu Neytendastofu í Berlínarmáli ekki bindandi: Boltinn er núna hjá Expressferðum FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Neytendastofa segir það ekki samrýmast lögum að endurgreiða ekki í heild þriggja daga pakkaferð til Berlínar. HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR EINN NÁMUMANNANNA Hafa nú þurft að bíða í 27 daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP CHILE, AP Námumennirnir 33, sem setið hafa fastir í lokuðum námu- göngum í Chile síðan 5. ágúst, hafa nú verið fastir lifandi niðri í námugöngum lengur en áður hefur þekkst. Á síðasta ári voru þrír námu- menn í Kína fastir niðri í námu- göngum í 25 daga áður en þeim var bjargað. Í gær hófust fyrstu boranir með 31 tonns bor, sem á að nota til að bora mjóa holu niður til mannanna. Að því búnu verður stærri bor notaður til að útvíkka holuna þar til hún verður nógu víð til að mennirnir komist upp. Búist er við að sú vinna taki þrjá til fjóra mánuði. - gb Boranir hefjast í Chile: Biðin orðin sú lengsta til þessa EFNAHAGSMÁL Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 44 milljarða króna og inn fyrir rúma 39 milljarða. Vöruskiptin voru jákvæð um 4,6 milljarða. Í júlí í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 0,4 milljarða á sama gengi. Fyrstu sjö mánuðina 2010 voru fluttar út vörur fyrir rúman 321 milljarð en inn fyrir tæpa 253 milljarða. Rúmlega 68 milljarða afgangur var því á vöruskiptum við útlönd, miðað við 41,3 millj- arða afgang á sama tíma í fyrra. Sem áður er langmest flutt út af áli og sjávarafurðum en mest inn af hrávöru, eldsneyti og fjár- festingarvörum. - sh Jákvæð vöruskipti í júlí: Flutt út fyrir 44 milljarða króna VIÐSKIPTI Slysavarnafélagið Lands- björg hefur samið við Skyggni um rekstur á upplýsingatækni- umhverfi félagsins. Í þjónustunni felst meðal annars rekstur lykil- kerfa, vöktun á búnaði og neti og afritun á tölvugögnum. „Um er að ræða viðbót við fyrri samning,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Stefnt er að því að efla öryggi og auka hagræðingu í rekstrarumhverfi félagsins, „svo sem með sýndarvæðingu í upp- lýsingatækniumhverfi sem felur í sér lækkun á rekstrarkostnaði tölvukerfa og dregur úr fjárbind- ingu í vélbúnaði“. - óká Semja við Skyggni um UT: Efla öryggi hjá Landsbjörg Slökkviliðsstjórar í mat Gestum á komandi ársfundi slökkvi- liðsstjóra í Vík verður boðið í hátíðar- kvöldverð og rútuferð um svæðið á kostnað sveitarfélaga á svæðinu eins og venjan hefur verið alls staðar þar sem ársfundurinn hefur verið haldinn. MÝRDALSHREPPUR U m á a m m hö ur me sem bey inn hæg brau Í t borg að sý mark gu fannst á morðvettvangi. fréttum Stöðvar 2 í gær að unnusta Hannesar hafi gist á heimili sak- borningsins nóttina örlagaríku. - jss VETTVANGURvettvangi mo dóttir iðn- gær um arinnar í Norður- nana og st ráð- vað það Óvissan yrir þá ilum, uráli, að u sem inn . Unnið illitíð- - sh Helguvík: ur uð NEYTENDUR Ferðalangur sem keypti pakkaferð til Berlínar í apríl í vor á að fá alla ferðina endurgreidda en ekki aðeins flugið eins og Expressferðir vildu. Þetta er nið- urstaða Neytendastofu.Lilja Hilmarsdóttir, rekstrar- stjóri hjá Expressferðum, sem er í eigu Iceland Express, segir ekki tímabært að tjá sig um niðurstöðu Neytendastofu. Farið verði yfir málið með lögfræðingum í dag.Umrædd ferð átti að vera til Berlínar 16. apríl. Þar var ætlunin að gista á hóteli í þrjár nætur. Lilja segir að allt fram á síðustu stundu hafi verið vonast til að hægt yrði að lenda í Berlín. Reyndin hafi þó orðið sú að lokað var fyrir flugum- ferð í Berlín og úti um allt í Evr- ópu þennan dag.Expressferðir buðu farþegunum að fá flughlutann endurgreiddan eða að fá sams konar ferð og greiða 25 þús-und krónur til viðbótar. Einn farþeginn sætti sig við hvorug-an kostinn og leitaði til Neyt-endasamtak-anna sem kærðu málið til Neyt-endastofu. Að sögn Lilju kostaði umrædd ferð um 83 þúsund krónur. Um helm- ingurinn hafi verið vegna gisting- arinnar. „Við reyndum að tala við hótelið en þeir b með allan kostnað við ferðina,“ útskýrir Lilja sem kveður lang- flesta viðskiptavinina hafa verið sátta við það hvernig Expressferð- ir tóku á málinu. „Fólk skildi þetta mjög vel.“ Þetta var eina ferðin semExpressferðir þu f urstaða þess verði fordæmisgef- andi. „Spurningin er hvort allur kostn- aður eigi eingöngu að falla á ferða- skrifstofuna eða flugfélögin,“ segir hún. Í umfjöllun Neytenda- stofu kemur fram það sjónarmið Expressferða að þar sem fluginu hafi verið aflýst vegna ófyrirsjáan- legra aðstæðna – svokallaðs „force majeure“ bæri ferðaskrifstofunni ekki að endurgreiða ferðina alla. Var þar meðal annars vísað í grein- argerð laga um alferðir.Neytendastofa segir hins vegar misræmi milli greinarg ðog l Endurgreiði ferð sem aflýst var í eldgosinuNeytendastofa segir að Expressferðum beri að endurgreiða gistingu en ekki aðeins flug í pakkaferð til Berlínar sem féll niður vegna gossins í Eyjafjallajökli. Aflýst var á síðustu stundu og hótelið neitaði að endurgreiða Expressferðum. BERLÍN Aflýsa þurfti flugi Expressferða til Berlínar hinn 16. apríl því flugvöllurinn var lokaður vegna gossins í Evrópu. LILJA HILMARSDÓTTIR […] við sátum uppi með allan kostnað við ferðina. LILJA HILMARSDÓTTIR REKSTRARSTJÓRI HJÁ EXPRESSFERÐUM ót- um eitu un fi ar g a þá - ð n OR: ð TRÚMÁL konurna þeim og heyra hv segir Þó sóknarpr Tugir p sem Ólaf beitti kyn ínskirkju partinn í g til fundari Sigríður ur segir aðað hlusta á átakanleg s Það var ohlusta á þ Fórna Pre fyri ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan gerði umfangsmikla leit að neyðarsendi frá sunnudegi til mánudags sem sendi frá sér ítrekuð skeyti. Við eftirgrennslan kom í ljós að neyðarsendinum hafði verið komið fyrir í ruslagámi hjá Sorpu. Sendirinn hafði þá sent fjölda neyðarskeyta sem bárust með reglulegu millibili til björgunar- miðstöðva beggja vegna Norður- Atlantshafsins. - shá Landhelgisgæslan: Leit að neyðar- sendi í tvo daga Var rétt af Arion banka að reka Jóhannes Jónsson frá Högum? Já 75,4% Nei 24,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð(ur) með endur- komu Spaugstofunnar á Stöð 2? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.