Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 8
8 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR DANMÖRK Danski hagfræðingur- inn Björn Lomborg, sem er þekkt- ur fyrir efasemdir sínar um tilgang þess að berjast gegn hlýn- un jarðar, hefur nú snúið blaðinu við og leggur til að ríki heims verji jafn- virði tólf þúsund millj- arða króna á ári hverju til þeirrar baráttu. Þessi upphæð eigi að duga til þess að í lok ald- arinnar verði mannkynið laust við þennan vanda. Peningana eigi að nota meðal annars til frekari rannsókna og tækniþróun- ar. Þetta telur hann hægt að fjármagna með því að leggja skatt á losun kol- efna út í andrúmsloftið. Þessa tillögu kemur Lomborg með í nýrri bók, Smart Solutions to Climate Change, eða Snið- ugar lausnir á loftslagsvandanum, sem kemur út innan fárra vikna. Þar skoðar hann, ásamt fleiri hag- fræðingum, átta mismunandi leið- ir til þess að draga úr eða stöðva hlýnun jarðar. Í bókinni segir hann að loftslags- breytingar séu „eitt helsta áhyggju- efnið, sem heimurinn stendur frammi fyrir nú um stundir“ og jafnframt séu þær „áskorun sem mannkynið þarf að takast á við“. Í viðtali við breska dagblaðið Guardian neitar Lomborg því að hann hafi skipt um skoðun á hlýnun jarðar. Hann hafi strax í fyrstu bók sinni lýst því yfir að hann trúi því, sem fjöldi loftslagsvísinda- manna hefur lengi hald- ið fram, að orsaka hlýn- unarinnar sé að leita í gjörðum mannanna. Efa- semdirnar hafi einungis snúist um það, hvort það borgaði sig fyrir mann- kynið að leggja út í þann gríðarlega kostnað sem það hafi í för með sér að hægja á eða stöðva hlýn- unina. „Það sem ég hef alltaf verið að segja er að þetta sé enginn heimsendir,“ segir Lomborg. „Þess vegna ættum við að miða við það sem allir aðrir eru að segja, sem er að við ættum að nota peningana okkar vel.“ Þessi breytta afstaða Lomborgs gæti haft áhrif á alþjóðlegar við- ræður um aðgerðir gegn hlýn- un jarðar, sem siglt hafa í strand meðal annars vegna efasemda sumra þátttakendanna um áreið- anleika þeirra vísinda, sem eru að baki hugmyndum um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. gudsteinn@frettabladid.is 12 þúsund milljörðum króna vill hag- fræðingurinn Björn Lom- borg að ríki heims verji á ári hverju í baráttunni við hlýnun jarðar. // KYNNINGARFUNDUR Miðvikudaginn 1. sept. Kl.19 fyrir 13 -15 ára Kl. 20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára Ármúli 11, 3. hæð. // NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Mánudaginn 13. sept. kl. 17-21 Þriðjudaginn 28. sept. kl. 17-21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA Þriðjudaginn 14. sept. kl. 18-22 Miðvikudaginn 29. sept. kl. 18-22 // NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA Miðvikudaginn 15. sept. kl. 18-22 Fimmtudaginn 30. sept. kl. 18-22 // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK // SÍMI 555-7080 // NAESTAKYNSLOD.IS VILT ÞÚ... ...verða einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig? Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. BJÖRN LOMBORG Vill nú að skattur á losun gróðurhúsalofttegunda verði notaður til að standa straum af frekari rannsóknum og tækniþróun. NORDICPHOTOS/AFP Efasemdar- maður snýr við blaðinu Björn Lomborg hvetur nú til alþjóðlegra aðgerða gegn hlýnun jarðar. Hann hefur hingað til einkum verið þekktur fyrir efasemdir sínar um tilgang slíkr- ar baráttu. Segist samt ekki hafa skipt um skoðun. MOSFELLSBÆR Hljóðritanir eru óheimilar á bæjarstjórnarfundum Mosfellsbæjar. Birta Jóhannesdóttir, þriðji maður á lista Íbúa- hreyfingarinnar, bað Karl Tómasson, forseta bæjarstjórnar, um leyfi til þess að hafa hljóð- nema á bæjarstjórnarfundi 25. ágúst síðast- liðinn, en var neitað. Karl segir að verið sé að vinna að áætlun varðandi uppsetningu hljóðkerfis í fundar- sal bæjarstjórnar. Varðandi þetta einstaka mál segir hann að fundirnir séu að sjálfsögðu opnir öllum en vildi ekki færa rök fyrir því hvers vegna Birtu var bannað að taka upp á síðasta fundi, sem var sá fyrsti eftir sumar- frí. Hann segir nauðsynlegt að draga einhvers konar mörk í þessum málum. „Ef fimm aðilar vilja allir koma með upptökutæki og skella á borðið hjá bæjarstjórn … einhvers staðar verða mörkin að vera,“ segir Karl. Hann segir að lögð hafi verið fram hugmynd að uppsetningu á hljóðritunar- kerfi í salina á síðasta kjör- tímabili. Verið sé að bíða eftir tilboði í verkið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun júlí, en þá hafði verið tekið fyrir hljóð- ritun á öðrum fundi nýrr- ar bæjarstjórnar af hálfu forseta. Kom þá einnig fram að verið væri að vinna í málinu. - sv Forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar kemur áfram í veg fyrir hljóðritanir á fundum: Enn verið að vinna í hljóðritunarmálinu MOSFELLSBÆR Beðið er eftir tilboði í hljóðkerfi fyrir fundarsali bæjarstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Ísland semur ekki um undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins, heldur verð- ur farið fram á sérlausnir, líkt og fordæmi eru fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráð- herra og sendiherra, í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í gær. „Samningsstaða Íslands í sjávarútvegsmálum er mjög einföld. Efnahagslögsaga Íslands er algjör- lega aðskilin efnahagslögsögu land- anna við Norðursjóinn. Fiskveiði- stofnarnir sem við nýtum eru að 85 prósentum algjörlega aðskildir og staðbundnir.“ Hann kveður aðeins farið fram á að íslenska efnahags- lögsagan verði gerð að sérstöku fiskveiðistjórnunarsvæði. „Það er út af fyrir sig engin undanþága frá fiskveiðistjórn- unaraðferðun- um, sem eru að verða mjög svip- aðar hjá báðum aðilum. Við segj- um bara að út frá fordæmum sem eru til, bæði frá Miðjarðarhaf- inu og Eystra- salti, að Ísland verði með sérstakt fiskveiðistjórn- unarsvæði.“ Það sama segir Jón uppi um landbúnað. „Þar verður örugglega lögð höfuðáhersla á að fá svipaða niðurstöðu og Svíar og Norðmenn sem stunda landbúnað við erfiðar aðstæður.“ - óká Ekki samið um undanþágur frá reglum ESB: Eigum að fylgja for- dæmum sem til eru JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, segir fráleitt að Evrópuráðið þurfi að senda kosningaeftir- litsmenn til Svíþjóðar, til að fylgjast með þingkosning- um eftir þrjár vikur. Danir hafa gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sví- þjóð, meðal ann- ars að á kjörstað geti viðstaddir séð hvaða flokk kjósendur kjósa. Danskir stjórnmálamenn úr þremur flokkum, Venstre, Íhalds- flokknum og Danska þjóðarflokkn- um, vilja því senda eftirlitsmenn til Svíþjóðar til þess að fylgjast með kosningunum. - gb Vill ekki kosningaeftirlit: Segir hugdett- una fráleita FREDRIK REINFELDT KARL TÓMASSON 1. Hvaða verðlaun komu í hlut Bjarkar Guðmundsdóttur á mánudag? 2. Hvað fær Jóhannes Jónsson greitt fyrir að afsala sér kaup- rétti á hlutabréfum í Högum og fara ekki í samkeppni við fyrirtækið? 3. Hvað telur LÍÚ óþarft? VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.