Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 48
Mest lesið
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
Skárri eða verri?
Eins og kom fram í fjölmiðlum í
gær tók Björk Guðmundsdóttir við
Polar-verðlaununum úr hendi Karls
Gústafs Svíakonungs. Björk er að
sjálfsögðu heimsfrægur listamaður
og hefur þegar skapað sér ákveðinn
orðstír með vali sínu á klæðnaði við
opinberar athafnir líkt og í Svíþjóð
í gær. Einhverjir erlendir fjölmiðlar
voru efins um ágæti fjólu-
bláa kjólsins og
töldu hann jafnvel
verri en svana-
kjólinn fræga
sem öðlaðist
mikla frægð
þegar
íslenska
söngkonan
klæddist
honum
við Ósk-
arsverð-
launin.
1 Var með unnustu Hannesar
um nóttina
2 Spaugstofan á Stöð 2
3 Barbie stungið í steininn í
Mexíkó
4 Prestar grétu og báðust
fyrirgefningar
5 Brasilísk djass-söngkona
svipt atvinnuleyfi vegna
atvinnuleysis
6 Síðbúin hitabylgja á leiðinni
Brenglaður borgarstjóri
býður góðan dag
„Góðan daginn“-dagurinn er hald-
inn hátíðlegur í Reykjavík í fyrsta
sinn í dag. Dagurinn er hugarsmíð
Jóns Gnarr og hann lýsir tilurð
hans í grein í blaðinu í dag. Í
tilefni dagsins sendi borgarstjór-
inn samstarfsmönnum sínum í
Ráðhúsinu myndskilaboð í gær,
þar sem hann fer yfir hugmyndina
að baki deginum og ólíkar leiðir til
að bjóða góðan daginn. Hægt er
að nálgast myndbandið á Youtube,
og glöggir taka eftir því að líkast til
hefur borgarstjórinn átt eitthvað
við höfuðlagið á sér með hjálp
tölvutækninnar. Fyrir áhugasama er
slóðin á myndbandið
http://www.
youtube.com/
watch?v=Qnxu-
YzIs_eY.
- fgg, sh