Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 20
 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Kolbrún Halldórsdóttir var nýverið kjörin formaður stjórn- ar Leikminjasafns Íslands en hún tekur við af Sveini Einars- syni, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, sem hefur gegnt for- mennsku frá stofnun, eða frá árinu 2001. „Verkefni okkar í stjórn safnisns að koma á fót leikminja- safni sem í framtíðinni myndi þróast út í sviðslistasafn enda eigum við fleiri sviðslistir en leiklistina. Í slíku safni væru stundaðar rannsóknir og þar færi fram miðlun á þeim hluta menningararfsins sem tengist sviðslistum,“ segir Kolbrún. Hún segir safnið enn sem komið er ekki hafa fengið fastan lið á fjárlögum og sé því enn þá háð velvilja stjórnvalda. „Við urðum illa úti á niðurskurði í ár en höfum enga ástæðu til að ætla annað en að safnið njóti velvilja. Við erum í við- ræðum við Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið og vonumst eftir þríhliða samningi til að geta komið safninu á fastan kjöl til framtíðar.“ Safnið hefur enn sem komið er ekki fengið þak yfir höf- uðið. „Safnkosturinn sem hefur borist safninu í gegnum árin er að mestu geymslu og brynasta verkefnið er því að fá varanlegt húsnæði,“ segir Kolbrún. Hún segir það ekkert launungarmál að stjórn safnsins hafi augastað á Iðnó. „Við viljum að aðsetur safnsins séu í Reykjavík og finnst Iðnó liggja beinast við.“ Kolbrún segir að uppbygging safnsins hafi verið í höndum fólks úr öllum geirum leiklistarinnar og nefnir leikara, leikstjóra, leikmyndahönnuði, búningahönn- uði og leikskáld. Hún segir vonir standa til þess að innan tíðar verði hægt að taka næsta skref og gera safnkostinn lifandi fyrir almenning. „Allt brúðusafnið hans Jóns Guð- mundssonar er til að mynda komið til safnsins og er synd að pakka því bara niður í geymslu,“ segir Kolbrún. Hluti safnkostsins er þó aðgengilegur með reglulegu milli bili og hefur safnið sett upp þónokkrar sýningar. „Við settum upp sýninguna Leiklistin og hafið í Víkinni í Sjó- minjasafni Reykjavíkur í vetur og nú stendur yfir sýningin Leiklistin í Hafnarfirði í Gúttó í samvinnu við Byggðasafn Hafnarfjarðar.“ vera@frettabladid.is KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR: FORMAÐ- UR STJÓRNAR LEIKMINJASAFNS ÍSLANDS ÞURFUM ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ Þennan dag árið 1984 var Verkmenntaskólinn á Akureyri settur í fyrsta skipti. Fyrsta skólaárið voru nemendur 780 talsins en nú eru þeir á fjórtánda hundrað. Auk þess stunda rúmlega sjö hundruð nemendur fjarnám við skólann. Bygging skólahúsnæðisins hófst árið 1984 en hús skólans standa við Hringteig á Eyrarlandsholti. Verkmenntaskólinn á Akureyri er stærsti framhaldsskólinn utan Reykjavíkur sem býður upp á nám á bæði bók- og verknáms- brautum. Skólameistari skólans er Hjalti Jón Sveinsson en hann var áður skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Einungis tveir menn hafa gegnt starfi skólameistara frá upphafi en fyrirrennari Hjalta var Bernharð Haraldsson. ÞETTA GERÐIST: 1. SEPTEMBER ÁRIÐ 1984 Verkmenntaskólinn settur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Björnsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést 27. ágúst s.l. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 3. september, kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Skarphéðinn Árnason Sigurbjörn Skarphéðinsson María Karlsdóttir Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir Pétur Örn Jónsson Aðalheiður Skarphéðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fanný Eggertsdóttir áður til heimilis að Karlagötu 17, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. september kl. 15.00. Prestur: Hjörtur Magni Jóhannsson. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur J. Júlíusson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján J. Gunnarsson, fyrrv. fræðslustjóri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 30. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kristján Sigurður Kristjánsson Margrét Steinarsdóttir Hörður Kristjánsson María Hrönn Gunnarsdóttir Elín Kristjánsdóttir Baldur Viðar Hannesson Ásdís Kristjánsdóttir Ársæll Kristjánsson afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku Vigfúsínu Guðbjargar Danelíusdóttur, Viggu, frá Hellissandi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar fyrir umhyggju og hlýju í Viggu garð. Sjöfn Bergmann Danelíusdóttir Hermann Ragnarsson Erla Bergmann Danelíusdóttir Cýrus Danelíusson Guðríður Þorkelsdóttir systkinabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Jónasdóttir Bergmann áður til heimilis að Ljósvallagötu 24, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. september kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Jón G. Bergmann Andreas Bergmann Guðrún Gísladóttir Bergmann Ingibjörg Bergmann Þorbergur Halldórsson Halldór Bergmann Anna Lára Kolbeins Guðrún Bergmann Gísli G. Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur kærleik og hlýju vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Jóns Einarssonar frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Akraness og dvalarheimilinu Höfða fyrir alla umhyggju og góðvild honum og okkur öllum til handa. Svana Jónsdóttir Örn Ó. Helgason Halldór Fr. Jónsson Kristín G. Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir Páll Jónatan Pálsson Þórelfur Jónsdóttir Gunnar Þór Jónsson Ingunn Sveinsdóttir Lovísa Jónsdóttir Gísli Þorsteinsson Ólöf Jónsdóttir Gylfi Lárusson Einar Jónsson Guðrún Guðmundsdóttir Svanborg R. Jónsdóttir Valdimar Jóhannsson Svanfríður Jónsdóttir Kristófer Oliversson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir (Adda Massa), Hlíf II – Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. september kl. 14. Helga Sveinbjarnardóttir Kristján Kristjánsson Kristján Sveinbjörnsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson Selma Antonsdóttir Berta Sveinbjarnardóttir Auðunn Hálfdanarson Halldór Sveinbjörnsson Helga Einarsdóttir Marzellíus Sveinbjörnsson Margrét Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Fanney Guðmundsdóttir frá Lýtingsstöðum, Vættagili 27, Akureyri, lést 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Guðmundur Ingi Baldursson Guðrún Halldóra Baldursdóttir Hjálmar Þorlákur Ólafsson Elínborg Baldursdóttir Elvar Þór Sigurðsson Ingibjörg Baldursdóttir Ingi Sigurbjörn Hilmarsson Björn Stefán Baldursson Eydís Hrönn Gunnlaugsdóttir Jónas Helgi Baldursson og ömmubörn. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un PHILLIP CALVIN MCGRAW ER SEXTUGUR Í DAG. „Ég fyllist skömm í hvert skipti sem ég lít í augu kennara því þeir gera svo mikið fyrir svo lítið.“ Phillip Calvin McGraw, betur þekktur sem Dr. Phil, er bandarískur sjónvarpssál- fræðingur og rithöfundur. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hjá Opruh Winfrey í lok 10. áratugarins og byrjaði svo með eigin sálfræðiþætti í sjónvarpi árið 2002. HAFA AUGASTAÐ Á IÐNÓ Safnkosturinn sem hefur borist safninu í gegnum árin er að mestu í geymslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.