Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 22
 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR2 VEFSÍÐAN FERDALANGUR.NET hefur að geyma gagnlegar upplýsingar, ábendingar og ráð fyrir þá sem ætla að ferðast einir. Þar eru líka tenglar inn á fleiri síður af svipuðum toga. Ferðafélag Íslands stendur fyrir draugaferð í Hvítárnes 11. til 12. september. Fararstjórar eru hjón- in Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir en þetta er í þriðja sinn sem þau fara með hóp í svona ferð að haustlagi. „Þátttakendur hittast við Geysi í Haukadal klukkan 10 á laugar- dagsmorguninn og við byrjum á því að aka með hópinn í rútu inn á Kjöl, inn undir Beinhól þar sem við göngum síðasta spölinn að Beinhóli og rifjum upp söguna af feigðarför Reynistaðarbræðra sem urðu þarna úti árið 1780. Þaðan verður haldið í skála Ferða- félagsins í Hvítárnesi sem er elsta sæluhús félagsins, byggt 1930. En frá því að húsið var byggt hafa alltaf fylgt því miklar reimleika- sögur,“ segir Páll Ásgeir. Sagt er að það sé kona sem sæki á næturgesti í tiltekinni koju í sæluhúsinu. „Það snúa nefnilega allar kojur í húsinu eins nema ein og það er sagt að húsið sé í raun og veru byggt þvert yfir bæjar- götuna í Tjarnarkoti, sem var bær sem fór í eyði í Heklugosinu 1104, og þegar húsfreyjan fari að sækja vatn þurfi hún að ganga í gegnum húsið og þessi koja liggi þvert yfir gönguleiðina. Ef það liggur einhver þar, sérstaklega ef það er karlmaður, þá tekur hún því mjög illa og ef hann er ein- hleypur verður hún bálill og gerir aðsókn að honum. Ferðamenn hafa gist þarna í 80 ár og þessar sögur hafa fylgt húsinu alveg til þessa dags. Dregið verður um það hvaða karlmaður á að sofa í kojunni. Það verður nú kannski ekki gengið mjög hart eftir því ef viðkomandi hefur ekki áhuga en ef einhver býður sig fram þá er það meira en sjálfsagt. Það er kannski rétt að taka það fram að í síðustu ferð þá svaf ég í þessari koju og ég svaf alveg eins og barn,“ segir Páll Ásgeir og hlær. Stefnt er að því að hafa kvöld- vöku áður en gengið er til náða þar sem sagðar verða draugasög- ur. „Við sækjumst eftir þessari stemningu þegar er orðið dimmt á haustin og kominn svona hálf- gerður vetur í vindinn. Í síðustu svona ferð fannst mér mjög magn- að að verða vitni að því þegar þátttakendur voru að segja sögur sem þeir annaðhvort höfðu heyrt eða jafnvel upplifað. Í þeirri ferð gerðust líka atburðir sem verða ekki alveg skýrðir. Það voru þátt- takendur sem töldu sig verða vara við óútskýrðan umgang í húsinu og heyrðu samræður manna inni í herberginu þegar allir sváfu,“ segir Páll Ásgeir. emilia@frettabladid.is Frekar sótt að körlum Draugaferð verður farin á vegum Ferðafélags Íslands 11. og 12. september og gist í skála félagsins í Hvítárnesi. Sagt er að sótt sé að þeim sem gista í tiltekinni koju í húsinu, sérstaklega ef þeir eru karlar. Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri við minnisvarða um Reynistaðarbræður. Sæluhúsið í Hvítarnesi var byggt árið 1930 og því hafa fylgt draugasögur frá upphafi. MYND/ÚR EINKASAFNI Hópurinn sem fór í ferðina á síðasta ári hvílir lúin bein á Beinhóli. ÞESSIR ERU STÓRGÓÐIR! teg. 7273 - léttfylltur og flottur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- teg. 3451 - mjúkur og yndislegur í CD skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lau. 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Yoga • prana yoga • hugleiðsla Byrjendanámskeið 4.-5. september Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar Vetrardagskráin hefst 6. september „Yoga fyrir alla“© Síðumúli 15 yogastodinheilsubot.issími: 5885711/6918565 Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Hilludagar í september Hillur fyrir lagera, fiskvinnslur, iðnfyrirtæki, skjalageymslur, dekkjageymslur, bílageymslur og „dóta”-geymslur Skoðaðu nánar á – www.rymi.is • auðvelt að smella saman • þola mikið álag Skemmuvegur 6 • Blá gata • Kópavogur Sími 511 1100 20% afsláttur Geymsluhillur – fyrir alla muni Tvö verð: 990 • 1990 Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11—16 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUR SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR ALLT Á AÐ SELJAST ALLIR ÚTSÖLUSKOKKAR 4990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.