Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. september 2010
Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirn-
ist, stingur honum inn á sig þegar
hann er einn í stofunni og fer með
hann heim, er þjófur.
Hann réttlætir það með sjálfum
sér með því að hann sé svo veikur
fyrir listaverkum, og enginn hafi
séð til hans. Sá sem beitir barn
kynferðislegri áreitni og ofbeldi,
er líka þjófur. Hann rænir barn-
ið sakleysi bernskunnar. Brýtur
niður sjálfsöryggi þess og brengl-
ar sjálfsmat sem er í mótun. Hægt
er að endur heimta dýrgrip sem var
stolið, en ekki heiðríkju bernskunn-
ar. Þegar þjófurinn er foreldri eða
náinn ættingi lokast öll sund í vitund
barnsins. Hverjum er treystandi?
Hvert getur það snúið sér?
Sama gildir um unglinga sem
verða fyrir slíkri reynslu á þrösk-
uldi fullorðinsáranna. Heimur-
inn hrynur. Með árunum geta þeir
byggt sig upp aftur með stuðningi
ástvina og fagmanna, en þetta fyrn-
ist ekki. Algengt mun vera að börn
og unglingar gangi með þessa sáru
reynslu í brjóstinu árum saman án
þess að tala um hana við nokkurn
mann. Vita ekki hvaða afleiðingar
það gæti haft, ekki síst þegar þjófur-
inn er á heimilinu. Snúa þessu jafn-
vel að sjálfum sér og fyllast sjálfs-
fyrirlitningu.
Glöggir kennarar og aðstandend-
ur taka kannski eftir breytingu á
þeim, og átta sig á að ekki er allt
með felldu. Foreldrar eru hins vegar
oft grandalausir. Góð og glöggskyn
kona fékk áfall þegar hún komst að
því að maðurinn hennar hafði mis-
notað dóttur þeirra. Hún fór frá
honum samdægurs. Sagðist eiga
erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér að
hafa ekki áttað sig á því sem fram
fór á heimilinu. Hún yrði að lifa með
því, en það myndi hvíla á henni það
sem eftir væri.
Vinur minn sem ólst upp úti á
landi man glöggt eftir fjölskyldu
sem skar sig úr í byggðarlaginu.
Faðirinn var stæðilegur maður og
stundum ræðinn, en fjölskylda hans
blandaði ekki geði við fólk í þorp-
inu. Börnin tóku ekki þátt í leikj-
um með öðrum krökkum. Stóðu oft
álengdar álút og feimnisleg, gjarnan
með krosslagðar hendur á brjóstinu.
Konan var uppburðarlítil og forðað-
ist að líta á fólk á förnum vegi þegar
hún fór hjá.
Þetta var dálítil ráðgáta fyrir vin
minn á meðan hann var að vaxa úr
grasi, en áratugum síðar fékk hann
skýringu. Í ljós kom að faðirinn hafi
kúgað alla fjölskylduna og misnot-
að börn sín miskunnarlaust árum
saman.
Sannleikurinn gerir mann frjálsan
Breyskur kirkjuleiðtogi sem lengst
af naut óskoraðrar virðingar og vin-
sælda varpar nú rýrð á þjóðkirkj-
una og margir segja sig úr henni
vegna málsins. Konurnar sem kröfð-
ust viðurkenningar á breyskleika
biskupsins eiga heiður skilinn, að
ekki sé talað um dóttur hans. Það er
tilfinningalegt afrek, sem mun gera
öðrum fórnarlömbum auðveldara að
stíga fram. Enda boðar kirkjan að
sannleikurinn geri mann frjálsan,
og það er mikið til í því.
Það er hins vegar misskilningur
að viðhafnarumbúðir geri menn
almennt að heiðursmönnum á þessu
sviði. Um það vitnar sagan. Biskup-
inn er ekkert einsdæmi.
Hvorki löng skólaganga né gott
uppeldi tryggir virðingu fyrir per-
sónuhelgi annarrar manneskju. Því
miður. Einstaklingar úr þeim stétt-
um sem við treystum á, prestar,
læknar, kennarar og lögregla geta
brugðist í þessum efnum, eins og
hverjir aðrir. Hempa, einkennisbún-
ingur og læknasloppur eru aðeins
umbúðir. Þau eru bara manneskjur
eins og við hin. En það breytir ekki
því að það er áfall fyrir einstakling
þegar þessar stoðir samfélagsins
bregðast alvarlega trausti. En sárast
af öllu er auðvitað þegar fjölskyldan
bregst.
Breyttir tímar
Ekki eru margir mannsaldrar
síðan stór hluti þjóðarinnar bjó á
afskekktum bæjum þar sem bónd-
inn átti kannski bæði börn með hús-
freyjunni og vinnustúlkunum.
Sjálfsagt að nota kvenmanns-
kroppana úr því þeir voru þarna.
Minnisstæð er unglingstúlkan sem
var uppi í hlíð á ferð milli bæja
þegar karl kom gangandi eftir veg-
inum. Um leið og hann kom auga á
hana, tók hann á rás upp hlíðina.
Hún vissi hvað vakti fyrir honum
og hljóp hann af sér. Sagðist aldrei
ganga ein á veginum, því að körl-
um hefði þótt sjálfsagt að grípa til
kvenna og nota þær, rétt eins og
þær væru húsdýr.
Nú eru aðrir tímar. Réttindabar-
átta kvenna og almenn þátttaka í
atvinnulífi hefur styrkt sjálfsmynd
þeirra. Þær geta verið eigin herr-
ar í sínum málum og standa jafnt
körlum í hvaða stöðu sem er. Þegar
brotið er alvarlega á þeim verður
því mætt.
Jónína
Michaelsdóttir
blaðamaður
Í DAG
Þjófar sakleysisins
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Úlpur 50% afsláttur
Krakkaúlpur 50% afsláttur
Útivistarjakkar 30% til 60% afsláttur
og fleira og fleira...
Ekki missa af þessu
Takmarkað magn!
Meginsamstarfsaðilar Innovit
Nýsköpun | Tengs lanet | Athafnasemi
Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, býður þér til haustfundar miðvikudaginn
1. september kl. 12:00 – 13:30 í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.
Á fundinum verða haldin nokkur stutt og skemmtileg erindi þar sem fjallað verður
um það sem efst er á baugi í nýsköpun í dag.
Dagskrá:
12:00: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flytur stutt ávarp.
12:10: Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit, fjallar um frumkvöðla-
umhverfið í Kísildalnum í Bandaríkjunum og samanburð við umhverfið á Íslandi.
12:30: Kristján Freyr Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Innovit, fjallar um niðurstöður
meistararitgerðar sinnar sem bar yfirskriftina „Einkenni árangursríkra frumkvöðla“.
12:50: Andri Heiðar Kristinsson birtir nýsköpunarvísitölu Innovit í fyrsta sinn og
kynnir viðburðarríkan vetur sem framundan er.
13:15: Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins flytur
stutt ávarp og slítur fundi.
Fundarstjóri er Þórhildur Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Innovit.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins býður fundargestum upp á léttar veitingar.
Aðgangur ókeypis en vinsamlegast tilkynnið mætingu á skraning@innovit.is
eða á Facebook.H
au
st
fu
nd
ur
I
nn
ov
it
2
01
0
Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desem-
ber nk. Þá verðlaunar Öryrkja-
bandalag Íslands þá sem þykja
hafa skarað fram úr og endur-
speglað nútímalegar áherslur um
jafnrétti, sjálfstætt líf og þátt-
töku fatlaðs fólks í samfélaginu.
Megintilgangur verðlaunanna er
að varpa ljósi á þá sem hafa með
jákvæðum hætti stuðlað að einu
helsta baráttumáli Öryrkjabanda-
lags Íslands: einu samfélagi fyrir
alla.
Það er grundvallaratriði að
fatlað fólk standi að því að veita
verðlaun sem þessi. Það er okkar,
sem á einhvern hátt erum fötluð,
að gefa tóninn, leggja línurnar
og vera í fararbroddi við að meta
það sem vel er gert í okkar mála-
flokki. Verðlaunin eru í senn hrós
fyrir vel unnin störf og hvatning
til áframhaldandi góðra verka.
Til þess að gefa sem flestum
færi á því að taka þátt í að velja
verðlaunahafana leitar undirbún-
ingsnefnd Hvatningarverðlauna
ÖBÍ til allra sem þekkja til og
áhuga hafa á þessum vettvangi
og hvetur þá til að stinga upp á
verðugum fulltrúum.
Verðlaunin eru veitt í þrem-
ur flokkum: flokki einstaklinga,
flokki fyrirtækis/stofnunar og
flokki umfjöllunar/kynning-
ar. Þekkir þú einhvern sem þér
finnst hafa staðið sig sérstaklega
vel þegar kemur að málefnum
fatlaðs fólks? Manstu eftir ein-
hverju fyrirtæki eða stofnun þar
sem aðgengismál eru til fyrir-
myndar eða starfsmannastefnan
tekur mið af því að fólk er marg-
breytilegt? Varð einhver bók,
tímaritsgrein eða kvikmynd til
þess að þú öðlaðist betri skilning
og þekkingu á málefnum fatlaðs
fólks? Þessi atriði og ótal mörg
önnur gætu legið tilnefningum
til grundvallar.
Allar upplýsingar um hvernig
skila skal inn tilnefningum má
finna á vef Öryrkjabandalags-
ins, www.obi.is, en skilafrestur
er til 15. september. Taktu þátt í
því með okkur að veita þeim við-
urkenningu sem lagt hafa sitt af
mörkum til þess að hér verði eitt
samfélag fyrir alla.
Samfélag fyrir alla
Samfélagsmál
Steinunn Þóra
Árnadóttir
formaður undirbún-
ingsnefndar Hvatningar-
verðlauna ÖBÍ