Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 8
8 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR 1. Hversu mikið telur ríkis- skattstjóri að Íslendingar svíki undan skatti? 2. Hvaða íslenska söngkona kom fram á Drag-hátíð í Hels- inki á dögunum? 3. Hundrað ár voru frá fæð- ingu séra Árelíusar Níelssonar í gær. Hvar var hann fæddur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 SAMGÖNGUR Vart hefur orðið við vöruskort í verslunum í Vestmanna- eyjum, en ferðir Herjólfs hafa legið niðri frá því á mánudag. Flogið var með lyf og aðrar nauðsynjar út í Eyjar. Ferðir skipsins hafa fallið niður vegna grynninga í innsiglingu þess í Landeyjahöfn og vegna veð- urs. Áætlað er að Herjólfur sigli nú í morgunsárið til Þorlákshafn- ar. Síðar í dag er ráðgert að sigla samkvæmt bráðabirgðaáætlun sem kynnt var á mánudag. Hún gerir ráð fyrir þremur ferðum á dag og þá á flóði til þess að forða því að skipið taki niðri. Fulltrúar samgönguráðu- neytisins, Vega- gerðarinnar, Siglingastofn- unar og Eim- skips funduðu með samgöngu- nefnd Alþing- is í gærmorgun til þess að kynna nefndinni stöðu mála. Björn Valur Gíslason, formað- ur samgöngunefndar, segir nefnd- armenn hafa fengið að vita að hlé það sem orðið hefur á ferðum Herj- ólfs skrifist á tilfallandi aðstæður sem hamli siglingum milli Eyja og Landeyjahafnar. Þær þýði ekki að brostnar séu einhverjar þær for- sendur sem miðað var við þegar lagt var í gerð Landeyjahafnar. „Við leituðum skýringa hjá þess- um aðilum og fengum að vita að þarna væru margir samverkandi þættir sem hefðu áhrif. Annars vegar er það ríkjandi óhagstæð vindátt sem hundsar allt meðaltal ríkjandi vindátta síðustu ára og síðan er mikill efnisburður í kjöl- far Eyjafjallagossins,“ segir hann og telur efnisburðinum hafa verið þannig lýst að á um tveimur mán- uðum hafi fallið jafnmikil aska og spáð var um framburð á tíu ára tímabili. „Og síðan er náttúrulega það sem vitað var, að höfnin er byggð fyrir annars konar skip en Herjólf.“ Björn Valur segir að ekki liggi enn fyrir hver kunni að vera kostn- aðarauki vegna þessara vandræða. „En ef um kostnaðarauka er að ræða við rekstur hafnarinnar þá er það eitthvað sem gera þarf ráð fyrir við fjárlagagerð næsta árs,“ segir hann. Ekki gerir Björn Valur þó ráð fyrir að kostnaður aukist mikið. Núna falli helst til kostnað- ur vegna þess að kalla hafi þurft dýpkunarskip í Bakkafjöru heldur fyrr en ráð var fyrir gert. Björn Valur segir að á fundinum hafi jafnframt komið fram að Vega- gerðin ætti í viðræðum við sveitar- félagið Ölfus um að Herjólfur fengi að leggja að í Þorlákshöfn í stöku tilvikum, en ekki hafi verið talin ástæða enn til að beina skipinu þangað. Þær viðræður séu aukin- heldur ekki mjög langt komnar. Þá segir Björn Valur verið að skoða hvort grípa megi til annars konar aðgerða til að draga úr fram- burði gosefnis, svo sem með gerð einhvers konar sandvarnargarða. olikr@frettabladid.is Herjólfur til Þorlákshafnar Veður hamlaði för Herjólfs milli lands og Eyja í gær. Merkja má orðið siglingastoppið í vöruúrvali verslana í Eyjum. Flogið var með lyf til Eyja í gær. Ekki liggur fyrir kostnaðarauki við rekstur Landeyjahafnar. HERJÓLFUR Í LANDEYJAHÖFN Ekki reyndist unnt að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn í gær líkt og ráðgert hafði verið. Líkt og síðdegis á mánudag hamlaði veður för. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRN VALUR GÍSLASON ... höfnin er byggð fyrir annars konar skip en Herjólf. BJÖRN VALUR GÍSLASON FORMAÐUR SAMGÖNGUNEFNDAR DÓMSMÁL Þrír menn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Í sumum tilvikum voru tveir þeirra saman að verki en í öðrum allir þrír. Mönnunum er gefið að sök að hafa brot- ist inn í vélaskemmu við Golfklúbb Akur- eyrar í nóvember á síðasta ári. Þar stálu þeir fatnaði sem á vegi þeirra varð, svo og 120 lítrum af bensíni. Þá tóku þeir tvo golf- bíla traustataki og óku um svæðið þar til annar bílanna lenti ofan í skurði. Eftir þetta stálu þeir fjórhjóli sem fannst síðan í skurði frammi í Eyjafjarðarsveit. Sláttutraktor stálu þeir við tjaldstæði í Kjarnaskógi, óku honum um svæðið og ýttu honum loks út í tjörn, þar sem hann fannst nokkrum dögum síðar. Dekkjum og felgum stálu þeir undan bíl í bænum. Að minnsta kosti fimm sinnum brutust mennirnir inn í ísbíl á Akureyri og stálu vörum úr honum. Mennirnir stálu bensíni til einkanota í all- mörg skipti, dýrum tækjum sem þeir fundu í innbrotunum svo og peningum. Tíu ákærur í nítján liðum voru þingfestar á hendur mönnunum fyrir héraðsdómi. - jss GOLFBÍLL Mennirnir rúntuðu um á tveimur golfbílum og óku öðrum þeirra út í skurð. Þrír menn um tvítugt ákærðir fyrir fjölda þjófnaðarbrota og skemmdarverk: Stálu golfbílum og fjórhjóli á Akureyri STJÓRNSÝSLA Heimasíða umboðs- manns skuldara, Ástu Sigrúnar Helgadóttur, var opnuð í gær. Er þar meðal annars hægt að finna upplýsingar um ráðgjöf, leiðbein- ingar um hvernig skal bera sig að og umsóknareyðublöð fyrir greiðsluaðlögun. Slóðin á vefinn er: www.ums.is. 15 ráðgjafar og 8 lögfræðingar starfa nú hjá umboðsmanni skuld- ara og er enn verið að bæta í hóp- inn. Hlutverk umboðsmanns skuld- ara er að gæta hagsmuna skuldara í landinu og veita þeim endur- gjaldslausa aðstoð þegar við á. - sv Umboðsmaður skuldara: Ný heimasíða tekin í gagnið UMBOÐSMAÐUR SKULDARA Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Hestur í óskilum í tvö ár Fullorðinn hestur sem er ómerktur og einkennalaus hefur verið í óskilum í tvö ár á Litla-Fljóti í Biskupstungum. Hesturinn er dökkbrúnn að því er fram kemur á vef Bláskógabyggðar. BLÁSKÓGABYGGÐ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.