Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 8. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T I R Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávar- útveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferða- þjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í ný- sköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan. Gera verður landið að einu kjör- dæmi og færa ákvarðanavald frá sveitarstjórnum til stjórnvalda. Það styður betur við nýsköpun. Þá eiga stjórnvöld að móta stefnu til framtíðar og velja hvaða geira skuli styðja við. Kreppan er til- valið augnablik til mikilvægra sviptinga, jákvæðra breytinga. Þetta segir dr. Seiichiro Yonek- ura, forstöðumaður rannsókna- miðstöðvar í nýsköpunarfræð- um við Hitotsubashi-háskól- ann í Tókýó. Hann mælir með því að dregið verði úr stuðn- ingi við landbúnað, uppbygg- ingu í áliðnaði og stuðningi við sjávarútveg. Það hafi verið gert nógu lengi. Snúa verði við blað- inu og láta fyrirtæki í þessum geira standa á eigin fótum, þau geti aðlagast. Yonekura flutti erindi í síðustu viku á morgunverðarfundi Við- skiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um uppbyggingu nýrra atvinnuvega. VELJIÐ SIGURVEGARA Yonekura sagði í samtali við Fréttablaðið Japan hafa verið í rúst í kjölfar seinni heimsstyrj- aldarinnar. Yoshida Shigeru, forsætisráðherra Japans árin 1946 til 1947, hafi sett á laggirn- ar nefnd sérfræðinga sem hafi ákveðið að leggja áherslu á upp- byggingu atvinnulífsins. Ekki hafi verið byggt á þeim þáttum sem fyrir voru, svo sem land- búnaði, heldur ákveðið að leggja áherslu á stáliðnað, kolavinnslu, skipasmíði og uppbyggingu í efnaiðnaði. Þessir geirar hafi stutt hver við annan og til dæmis bílaframleiðsla sprottið upp úr því. Þá hafi efnaiðnaðurinn stutt við matvælaframleiðslu og landið orðið sjálfbærara. Það sama hafi verið gert í öðrum Asíuríkjum eftir fjármálakreppuna, svo sem í Suður-Kóreu en þar var byggð- ur upp hátæknigeiri og kraft- ur settur í bílaframleiðslu. Með þessu móti hafi stjórnvöld valið sigurvegara, þá geira sem áttu að standa upp úr. Yonekura segir Japana hafa gengið í takt eftir seinni heims- styrjöld og landið því risið fljótt úr rústunum. Öðru máli gegni hér. „Þið eru aðeins um 320 þús- und og skortir samstöðu. Það er ótrúlegt,“ segir Yonekura og bendir á að Íslendingar séu álíka margir og starfsmenn í al- þjóðlegu fyrirtæki. Þar geti allir stefnt að sama marki. BLAÐINU SNÚIÐ VIÐ Í KREPPU Yonekura segir mikilvægt að nýta kreppuna til að leggja áherslu á uppbyggingu nýs iðn- aðar hér á landi, svo sem í um- hverfistækni. Hann vill sjá hér grænna samfélag í verki, svo sem fleiri raf- og metanbíla og þjónustu við þá auk bættrar endurvinnslu og aukins næmis fyrir umhverfi og náttúru. Þess- ir þættir tengjast allir ferða- mennsku og þjónustu nánum böndum. Hann segir erfitt að geta sér til um ástæðu þess að hér þokist lítið í þessa átt en telur ekki úti- lokað að það skýrist af því að al- þingismenn og aðrir sem stjórni landinu séu fáir með sérfræði- menntun. Að baki þeim standi sérhagsmunahópar, sem togi hver í sína áttina. Það skili sér í því að þjóðin gangi ekki í takt og virðist fremur spóla í sama farinu en ganga inn í framtíðina, jafnvel verða fyrirmynd og virk- ur þátttakandi í alþjóðasamfé- laginu. „Þið verðið að láta sér- fræðinga móta framtíðarstefn- una, ekki leikmenn, sem hafa ekki þekkingu til þess, eða hags- munahópa. Í nútímanum er þetta spurning um að snæða eða verða snæddur. Ég er hræddur um að þið eigið á hættu að falla í seinni hópinn,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Vill landið úr höndum hagsmunahópa GÖNGUM SAMAN Íslendingar verða að stefna að sameiginlegu markmiði til að koma landinu upp úr kreppunni. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu nýrra geira hér, segir prófessor Seiichiro Yonekura. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heimsókn prófessors Yonekura hingað til lands nú var hans önnur á einu ári. Hingað kom hann einnig í febrúar síðastliðnum. Á sama tíma var hann á fyrirlestraferð á hinum Norðurlöndun- um. Í heimsókninni nú komu eiginkona og börn Yonekura með honum. Prófessorinn segir að þótt ferðamennska sé í kastljósi stjórnvalda um þess- ar mundir sé ekki gengið nógu langt. Hann nefnir að fjölskyldan hafi í ferð sinni nú ætlað að fara í Bláa lónið en gengið illa að finna það þar sem skilti vanti sem beini ferðamönnum á réttan stað. Þá hafi hann fetað í fótspor flestra ferðamanna sem hingað komi og skoðað Þingvelli, Geysi og Gull- foss. Yonekura og fjölskylda voru á eigin vegum og segir hann að sökum skiltaleysis hafi þau í þrígang villst af leið. Prófessor Yon- ekura mælir með að vegvísar verði bættir og að þjóðin sýni um- hverfisstefnu í verki, svo sem með því að greiða fyrir því að fjölga hér raf- og metanknúnum bílum. Vill sjá rafbíla á götunum SEIICHIRO YONEKURA Margir tengja Laugardalinn við Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn, tjaldsvæðið, sundlaug- ina og líkamsræktarstöð World Class sem þar stendur. Laugar- dalurinn er nefndur eftir heit- um laugum sem húsmæður og vinnukonur í Reykjavík notuðu til að þvo þvotta frá því byggð myndaðist og fram á fyrstu ára- tugi síðustu aldar. Hitinn var virkjaður árið 1930 og markar upphaf hitaveitu í Reykjavík. Við það lagðist þvottur í laug- unum af. Þvottahús var starfrækt í Laugardal fram á miðjan átt- unda áratug síðustu aldar. Því var lokað í október árið 1976. Hér má sjá þvottavélar fyrir utan þvottahúsið eftir að starf- semin var lögð af. Síðar fengu kraftlyftingamenn húsið til af- nota og nefndist það Jakaból. Síðasti þvotturinn M A R K A Ð U R IN N /LJÓ SM YN D A SA FN R EYK JA VÍKU R „Von mín er að draga fram hug- myndir um það hvernig valddreif- ing í samfélaginu er háð stjórnun á framleiðslugetu og vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við getum komið henni í hendur al- mennings,“ segir Smári McCart- hy, einn stofnenda og ritari Félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Smári er einn frummælenda á norrænu ráðstefnunni FSCONS 2010, sem haldin verður í Gauta- borg í Svíþjóð í nóvember. Þetta er árleg ráðstefna um frjálst samfé- lag í víðustu merkingu orðsins. Á ráðstefnunni ægir saman fyrirlesurum um hugbúnað, vél- búnað, lögfræði, mannfræði, stjórnmál og menningu. Þetta verður í þriðja skiptið sem Smári flytur erindi á ráðstefn- unni. Hann segir innleggið sjálf- stætt framhald fyrri ára. „Það hefur verið þema hjá mér að benda á galla í iðnaðarlíkaninu sem við búum við og tengja þá galla við lýðræðisfyrirkomulagið, ástandið í heiminum, og það hvernig frjálst samfélag getur reynt að færa hluti til betri vegar,“ segir hann. - jab Vill framleiðsluna í hendur fólksins TALAR FYRIR FRELSI Frjálst samfélag getur reynt að færa hlutina til betri vegar, að sögn Smára McCarthy. MARKAÐURINN/GVA Stærsta skattahneyksli í sögu Danmerkur er líklega í uppsigl- ingu. Upphæðin nemur 1.000 milljörðum danskra króna eða yfir 20.000 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla hafa dönsk fyrirtæki og einstaklingar flutt 1.000 milljarða danskra króna til og frá 55 skatta- skjólum víðs vegar um heiminn á undanförnum fimm árum. Troels Lund Poulsen, skatta- málaráðherra Dana, segir að hann hafi fengið áfall þegar hann sá upplýsingarnar frá skattinum og segir að málið gæti orðið stærsta skattahneyksli í sögu landsins. Bæði Poulsen og skatturinn taka þó fram að ekki sé endilega um skattaflótta að ræða þótt fé sé fært frá Danmörku til staða á borð við Cayman-eyjar og Ba- hama. - fri Skattahneyksli í uppsiglingu Ú R F O R T Í Ð I N N I Félag um stafrænt frelsi á Íslandi, FSFÍ, var stofnað 16. febrúar 2008. Markmið félagsins er að vera regnhlíf og lagaleg stoð fyrir stafrænt frelsi í öllu formi á Íslandi, ásamt því að standa fyrir kynn- ingu og útbreiðslu á hugmyndum um stafrænt frelsi, sérstaklega frjálsan hugbúnað, frjálsan vélbúnað og frjálst samfélag. Julian Assange, stofnandi lekasíðunnar Wikileaks, var gestur á ráðstefnu félagsins í desember í fyrra. Lekasíðan var þá helst þekkt hér á landi fyrir að birta afrit af lánabók Kaupþings sem kynnt hafði verið stjórnendum bankans skömmu fyrir fall hans. Julian og sam- starfsmenn hans hafa líkt og forsvarsmenn FSFÍ talað fyrir frjálsu og opnu samfélagi. Hvaða félag er FSFÍ? KAUPMANNAHÖFN Þúsundir milljarða danskra króna hafa verið fluttar í skatta- skjól. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.