Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 8
8 9. september 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hvað stendur til að frum- sýna margar íslenskar kvik- myndir í fullri lengd næsta hálfa árið, eða svo? 2. Hvað heitir færeyski þing- maðurinn sem neitaði að sitja til borðs með forsætisráðherra Íslands? 3. Hvert sigldi Herjólfur í gærmorgun? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 GRUNNSKÓLAR Reykjavíkurborg niðurgreiðir ekki mat í einkaskól- unum Ísaksskóla og Landakots- skóla. Foreldrar barna í þessum skólum borga því 11.700 krónur á mánuði fyrir fæði barna sinna, í stað þeirra 5.000 króna sem greiða þarf í skólum sem borg- in rekur. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir að skól- inn muni leita eftir því að Reykjavíkurborg greiði niður mat fyrir nemendur skólans eins og önnur börn í Reykjavík. „Það ætti ekki að skipta máli hvort þau séu í Ísaksskóla og Landakotsskóla eða Hagaskóla og Melaskóla,“ segir Sölvi. „Ég hefði haldið að það yrði að minnsta kosti 150 krónum ódýrara á dag, ef ekki meira, ef borgin kæmi til móts við foreldra.“ Sölvi segir börn og foreldra almennt vera mjög ánægð með matinn í skólanum og mælist til þess að fleiri skólar nýti sér svip- aða þjónustu. „Það sem skiptir mestu máli er að krakkarnir séu ánægðir með matinn og hann sé góður fyrir þá,“ segir hann. Erna Sverrisdóttir hjá Happi, sem sér um matinn í Ísaksskóla og Landakotsskóla, segir fyr- irtækið hafa þá stefnu að bæta heilsu Íslendinga og auðvitað liggi beinast við að byrja á æsku landsins. Hún segir að hollum matar- venjum og góðum siðum eigi að gera hátt undir höfði í grunnskól- um. „Þetta er mikilvægt uppeldis- atriði. Við þurfum að hlúa betur að matarvenjum okkar. Við gerð- um tilraun með Happ-mat í rétt rúman mánuð í Landakotsskóla og það tókst gífurlega vel,“ segir Erna. „Hlutfall grænmetis og hollra kolvetna er miklu hærra hjá okkur en í öðrum skólaeldhús- um. Á flestum stöðum eru aðeins 9 prósent matarins sem þar er á borð borinn grænmeti og ávextir sem er langt undir ráðlögðu mat- aræði Lýðheilsustöðvar.“ Verð á matarskammti fyrir börnin fer eftir fjölda þeirra, bæði í Ísaksskóla og Landakots- skóla. Happ er í samningaviðræðum við þriðja skólann. „Við teljum að maturinn hjá okkur sé ekki dýrari en í mötu- neytum hjá Reykjavíkurborg, miðað við þá niðurgreiðslu sem á sér stað þar,“ segir Erna. sunna@frettabladid.is Borgin ætti ekki að mismuna börnum Skólastjóri Landakotsskóla segir að Reykjavíkurborg ætti að koma til móts við foreldra í öllum grunnskólum varðandi niðurgreiðslu á mat. Foreldrar þar borga rúmlega helmingi meira fyrir mat en í öðrum grunnskólum borgarinnar. ÍSAKSSKÓLI Borgin greiðir ekki niður mat til foreldra barna í Ísaksskóla og Landakotsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA heiðursskrá – tabula gratulatoria ritgerðasafn til heiðurs ÞORSTEINI VILHJÁLMSSYNI sjötugum 27. september 2010 Vísindavefur Þorsteinn Vilhjálmsson hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands í rúm 40 ár, síðan hann réðst sem sérfræðingur á stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar árið 1969. Hann var lektor og síðar dósent í eðlisfræði á árunum 1971–89 er hann varð prófessor í vísindasögu. Þorsteinn er frumkvöðull í kennslu og rannsóknum í vísindasögu við Háskólann og hefur unnið ötult starf við miðlun vísindaþekkingar til almennings og vísindasamfélagsins. Hann hefur frá upphafi verið aðalritstjóri Vísindavefsins, þar sem svarað er spurningum á hvaða fræðasviði sem er, og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir framlag sitt til vísindamiðlunar. Mesta rit hans er tveggja binda verkið Heimsmynd á hverfanda hveli. Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons sem kom út á árunum 1986–87. Ritnefnd skipa Einar H. Guðmundsson, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Gunnar Karlsson, Orri Vésteinsson og Sverrir Jakobsson. Ritið verður 332 bls., vandað og veglegt í alla staði. Þeir sem vilja heiðra Þorstein Vilhjálmsson að þessu tilefni, geta gerst áskrifendur að bókinni og fá nafn sitt (og maka) eða stofnunar birt með nöfnum annarra áskrifenda á heiðursskrá. Senda má skráningu í netfangið hib@islandia.is eða hringja í síma 588-9060. hið íslenska bókmenntafélag, skeifunni 3b, 108 reykjavík Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt hafa verið dæmdir í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á fjórtán ára pilti. Þeir réðust á piltinn utandyra í Mosfellsbæ, slógu hann með krepptum hnefa í andlit og slógu einnig og spörkuðu í líkama hans er hann lá í götunni. Fram- tönn í efri gómi fórnarlambsins brotnaði, vinstri framtönn í efri gómi losnaði og pilturinn hlaut mar á andliti, höfði og brjóst- kassa og sár í munni sem sauma þurfti með þremur sporum. Mennirnir játuðu verknaðinn sem þeir frömdu þegar þeir voru átján ára. - jss Tveir um tvítugt dæmdir: Réðust á fjór- tán ára pilt Dæmd fyrir ellefu brot Kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir tvö umferðar- lagabrot, tvö fíkniefnabrot, sex þjófnaði og eitt innbrot. DÓMSTÓLAR Björgunarskip sótti bát Beiðni um aðstoð Gunnars Friðriks- sonar, björgunarskips SL á Ísafirði, barst í fyrradag vegna báts sem fékk færi í skrúfuna. Björgunarskipið lét úr höfn án tafar og dró bátinn til hafnar í Bolungarvík vandræðalaust. ÖRYGGISMÁL Bensínþjófur dæmdur Karlmaður hefur verið dæmdur í sex- tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum með því að aka réttindalaus. Þá stal hann hvað eftir annað bensíni, sem hann dældi á bíl og ók á brott án þess að borga. KJARAMÁL Sjúkraliðar krefjast þess að laun þeirra hjá ríkisstofn- unum verði leiðrétt og að þegar verði samið við stéttina sem verið hefur með lausa samninga vel á annað ár. Trúnaðarmenn sjúkra- liða telja að stéttin hafi dregist verulega aftur úr sambærilegum stéttum hvað varðar laun, þá sér- staklega karlastéttum sem nýver- ið hafa samið við ríkið um launa- hækkanir. Sjúkraliðar hvetja fjármálaráð- herra til að leiðrétta kynbundinn launamun. - sv Sjúkraliðar krefjast endurbóta: Vilja aðgerðir í launamálum ÞÝSKALAND Ríkiseinokun á nokkrum tegundum happdrættis, sem tíðkast hefur lengi í Þýskalandi, stenst ekki lög Evrópusambandsins samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. Um er að ræða lottó, getraunir og fleiri happdrætti, sem áratugum saman hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. Til þess að vernda spilafíkla var ákveðið að einungis hið opinbera gæti starfrækt þessa starfsemi. Rök dómstólsins eru þau að for- varnagildið, sem er réttlæting þessa fyrirkomulags í Þýskalandi, stand- ist enga skoðun vegna þess að ríkis- happdrættið er auglýst grimmilega í Þýskalandi. Dómstóllinn bendir einnig á að einkaaðilar hafi fengið leyfi til að starfrækja gríðarlegan fjölda af spilakössum víðs vegar um land. „Undir þessum kringumstæðum er ekki lengur hægt að ná forvarna- tilgangi einkaréttarins, þannig að ekki er lengur hægt að réttlæta ein- okunina,“ segir í úrskurði dómstóls- ins. - gb Einkaréttur þýska ríkisins á happdrætti stenst ekki Evrópusambandslög: Forvarnagildið er marklaust LOTTÓMIÐAR ÚTFYLLTIR Vegna þess hve ríkið auglýsir grimmt verður ekkert úr forvarnagildi ríkiseinokunar. ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær lög um hópmálsóknir og tóku þau þegar gildi. Allir viðstaddir þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Í frumvarpinu er þeim sem telja sig eiga sams konar dómkröfur á hendur sama aðila af sama tilefni heimilað að stofna svokallað mál- sóknarfélag utan um málarekstur- inn, þannig að hver og einn þurfi ekki að reka sjálfstætt mál með til- heyrandi óhagræði fyrir alla sem hlut eiga að máli, bæði málsaðila og dómstóla. Hugmyndir hafa lengi verið uppi um að heimila með lögum hópmál- sóknir á Íslandi. Þar til nýlega var hins vegar jafnan horfið frá því vegna þess að ekki var við norræn- ar fyrirmyndir að styðjast. Árið 2003 voru lög af þessu tagi hins vegar innleidd í Svíþjóð og árið 2008 í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Að því er segir í greinargerð með frumvarpinu er lögunum ætlað að greiða fyrir aðgangi að dómstól- um. Úrræðið er einkum fyrir þau tilvik þegar fjöldi manna telur sig eiga fjárkröfur af sama tilefni en krafa hvers og eins er svo lág að það myndi ekki svara kostnaði fyrir hvern og einn að höfða sér- stakt dómsmál. - sh Þeir sem eiga sams konar kröfur geta nú stofnað félög utan um málsóknir: Lög um hópmálsóknir samþykkt HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Nýju lögin kunna að létta álagi af dómstólum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA N O R D IC PH O TO S/A FP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.