Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 58
 9. september 2010 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is Margir hætta algjörlega að sveifla golfkylfu yfir vetrartímann sem er ekki rétt að gera. Það tekur líkamann fyrsta mán- uðinn á hverju sumri að venjast sveiflunni aftur og þeim tíma megum við ekki tapa hérna á Íslandi því golftímabilið er stutt. Að stunda líkamsrækt yfir vetrartímann er það besta sem við getum gert til að viðhalda vöðvastyrk, þoli og liðleika. En hvernig er best að byrja? „Best er að tala við fagaðila sem er menntaður á þessu sviði svo hann geri sér grein fyrir hvaða vöðvar eru mikil- vægastir fyrir golfsveifluna þína. Mikilvægt er að læra réttar æfingar sem henta þér og vinna að leiðréttingu frekar en að stuðla að frekari óstöðugleika. Gott er að setja sér markmið og setja upp æfingaáætlun yfir vetrartímann, blanda saman æfingum fyrir stutta spilið og pútta ásamt líkamsrækt. Breytingar eru gerðar á veturna, ekki á sumrin þegar við viljum eyða tímanum á golfvellinum.“ Höfundur starfaði með PGA golf kennara, Justin Stout, í USA árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans ásamt því að nota kírópraktískar aðferðir til að auka hreyfanleika iðkenda. Vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar hefur verið staðfest en hann lék nýlega sinn gamla heimavöll, Garðavöll á Akranesi, á 58 höggum, eða fjórtán höggum undir pari vallarins. Í samtali við kylfing.is er haft eftir honum að hann hafi stefnt að því að leika undir 60 höggum frá því hann var strákur. Birgir Leifur bætti vallarmet Heiðars Davíðs Bragasonar frá árinu 2007 um sjö högg. Hér má sjá hvernig Birgir Leifur lék Garðavöll holu fyrir holu. 1. braut: 3 högg – fugl -1 2. braut: 3 högg – fugl -2 3. braut: 2 högg – fugl -3 4. braut: 4 högg – fugl -4 5. braut: 4 högg – par – 4 6. braut: 2 högg – örn -6 7. braut : 4 högg – fugl -7 8. braut: 3 högg – par -7 9. braut: 4 högg- par -7 = 29 högg en parið er 36. 10. braut: 3 högg – fugl -8 11. braut: 4 högg – par -8 12. braut: 4 högg – par -8 13. braut: 3 högg – örn -10 14. braut: 3 högg –par -10 15. braut: 3 högg – fugl -11 16. braut: 4 högg – fugl -12 17. braut: 3 högg – fugl -13 18. braut: 2 högg – fugl -14 = 29 högg en parið er 36 = 58 högg samtals eða 14 högg undir pari. Besti hringur íslensks kylfings? Á öllum golfvöllum finnast einhverjar merkingar og ekki úr vegi að fara yfir hvað þær þýða. Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallar- vörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, útskýrir: 1. Hvítir hælar merkja vallarmörk og eru hluti vallar og því ekki lausn frá slík- um hælum þótt þeir trufli stöðu eða sveiflusvið. Vissulega geta kylfingar þá dæmt boltann ósláanlegan og tekið lausn samkvæmt þeirri reglu. 2. Gulir hælar merkja vatnstorfæru. Ef boltinn er í vatnstorfæru, eða það sé vitað eða nánast öruggt að boltinn sé þar, má leikmaður gegn 1 vítahöggi: a. leika aftur á þeim stað sem hann sló síðast. b. láta boltann falla handan torfærunnar. 3. Rauðir hælar merkja hliðarvatnstorfæru. Sem viðbót við þær lausnir sem að ofan greinir má láta boltann falla utan torfærunnar innan tveggja kylfulengda frá og ekki nær holunni en þar sem boltinn síðast skar torfæruna eða innan tveggja kylfulengda á stað hinum megin við hana og jafnlangt frá holu. 4. Bláir hælar merkja grund í aðgerð og þaðan fá leikmenn lausn samkvæmt reglu 25-1 og þurfa að finna næsta stað á vellinum fyrir lausn sem er ekki nær holu, í torfæru eða á flöt. Þetta er vítislaust. ■ Innan vatnstorfæru eða grundar í aðgerð má leikmaður slá boltann sinn. ■ Ath. innan vatnstorfæru má leikmaður ekki snerta yfirborð torfærunnar. ■ Bláir hælar með hvítum toppi merkja að þarna sé grund í aðgerð þaðan sem leikur er bannaður. ■ Gulir, rauðir og bláir hælar eru alla jafna hreyfanleg hindrun. Hollráð Hinna: Merkingar á golfvöllum G O LF & H EI LS A Líkamsrækt til að viðhalda sveiflunni Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. Mikil vakning hefur orðið í golfíþróttinni á síðustu árum en á þriðja þúsund börn, átján ára og yngri, eru skráð í golfklúbba hér á landi. Þá hafa hátt í þúsund börn verið skráð á sumarnámskeið um land allt svo óhætt er að segja að framtíðin í íslensku golfi sé björt. Meðal nýjunga sem boðið hefur verið upp á í sumar er US kids golfmótaröðin sem er ætluð börn- um tólf ára og yngri. „Við byrjuð- um golfmótaröðina í fyrra og þá einskorðuðum við okkur við Stór- Reykjavíkursvæðið. Það gekk svo vel að það var ákveðið að fara með hana út á land líka,” segir Karl Ómar Karlsson, verkefnisstjóri barna- og unglingagolfs hjá Golf- sambandi Íslands. Í fyrra voru á milli fjörutíu til sextíu börn skráð á mótaröðina en í ár hafa þau verið hátt í hundrað. Á US kids golfmótaröðinni er völlurinn styttur. Brautirnar eru um fimmtíu til þrjúhundruð metra langar. „Tilgangurinn með móta- röðinni er að krakkarnir þori að fara út á völl og að það gangi vel fyrir sig að spila brautirnar,“ útskýrir Karl Ómar. Auk þess að keppa á vellinum er haldin pútt- keppni og ýmsar þrautir leystar. Allir fá síðan verðlaun í lok dags. Karl Ómar segir að mikil fjölg- un hafi orðið meðal yngstu kylfing- anna, tólf ára og yngri. „Ég er til dæmis að þjálfa uppi á Skaga og það hefur verið stöðug fjölgun hér,“ segir hann og telur nokkrar ástæð- ur liggja að baki „Það er tiltölu- lega ódýrt að spila golf, að minnsta kosti hér á Skaganum. Svo eigum við Valdísi Þóru Íslandsmeistara, Birgir Leifur Hafþórsson er héðan og svo hefur verið aukin umfjöll- un um golf. Þetta hefur allt sitt að segja,“ segir verkefnisstjórinn. Karl Ómar segir að Íslending- ar eigi marga efnilega kylfinga. „Það er fullt af flottum efnivið hjá okkur. Stóru klúbbarnir hafa verið að reyna að breyta golfinu í heil- sársíþrótt. Áður var það þannig að golfið tók við þegar skólinn var búinn en nú eru fleiri og fleiri krakkar sem stunda golf sem heil- sársíþrótt. Á veturna æfum við í íþróttahúsi og notum sérstakar kúlur sem hægt er að slá þar og í bland förum við í alls konar leiki.“ Karl Ómar segir að meginregl- an sé að krakkarnir hafi gaman af íþróttinni. „Númer eitt, tvö og þrjú er að krakkarnir hafi gaman af þessu. Það skiptir ekki máli hvernig þau standa eða hvernig þau halda á kylfunni, heldur að þau hafi gaman af. Foreldrar mættu stundum passa sig, það er of mikið verið að skammast og vesenast en það verður ekki til að vekja áhuga krakkanna á íþróttinni. Krakkarn- ir verða að hafa gaman af þessu, þá fá þau áhugann og þegar hann er kominn er hálfur sigur unninn.“ -kh Á þriðja þúsund börn skráð í golfklúbba KARL ÓMAR KARLSSON Hann er verkefnisstjóri barna- og unglingastarfs Golfsambands Íslands. KPMG-bikarinn 2010 fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Í KPMG-bikarnum keppir úrvalslið höfuðborgar gegn úrvalsliði landsbyggðar, ekki ósvipað og er í Ryder-bikarnum. Eimskipsstiga- listinn ræður mestu um það hverjir spila í bikarnum en liðsstjórar velja kylfinga í tvö síðustu sætin. Úrvalslið landsbyggðarinnar vann öruggan sigur á úrvalsliði höfuðborgarinnar í viðureigninni í fyrra. Eftir fyrstu og aðra umferð leiddi lið landsbyggð- arinnar með 9 vinningum gegn 3 vinningum. Það var því ljóst að á brattann var að sækja fyrir lið höfuðborgarinnar. Höfuðborg gegn landsbyggð Á ÁTJÁNDU Á HVALEYRINNI Á þriðja þúsund börn eru skráð sem meðlimir í golfklúbbi samkvæmt upplýsingum frá GSÍ. Lið höfuðborgarsvæðisins: Andri Már Óskarsson Björgvin Sigurbergsson Helgi Birkir Þórisson Hlynur Geir Hjartarson Magnús Lárusson Rúnar Arnórsson Örn Ævar Hjartarson Nína Björk Geirsdóttir Þórdís Geirsdóttir Davíð Gunnlaugsson Ólafur Hreinn Jóhannesson Sigurpáll Geir Sveinsson Lið landsbyggðarinnar: Sigmundur Einar Másson Guðmundur Ág. Kristjánsson Tryggvi Pétursson Arnar Snær Hákonarson Haraldur Franklín Magnús Guðjón Henning Hilmarsson Stefán Már Stefánsson Alfreð Brynjar Kristinsson Nökkvi Gunnarsson Andri Þór Björnsson Berglind Björnsdóttir Hansína Þorkelsdóttir 6328 VORU PÚTTIN sem Birgir Leifur Hafþórsson notaði þegar hann setti nýtt vallarmet á Garðavelli. HÖGG sló Heiðar Davíð Bragason úr GHD þegar hann setti nýtt vallarmet á Lundsvelli í Fnjóskadal. 173.800 kr.Verð á manní tvíbýli, frá: Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golf á Spáni La Sella 7, 9, 12 eða 14 daga ferðir Góðir rástímar, íslensk fararstjórn Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, ótakmarkað golf, gisting á 5* lúxushóteli með hálfu fæði, frí afnot af golfkerru, fríir æfingaboltar og akstur til og frá flugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.