Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 4
4 9. september 2010 FIMMTUDAGUR Kostnaður við skiptastjóra Lands- bankans í Hollandi var ranglega færður með kostnaði skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans í Frétta- blaðinu í gær. Kostnaður skilanefndar og slitastjórnar nam 189 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en ekki 406 milljónum króna. LEIÐRÉTTING AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is SAMGÖNGUR Eyjamenn gátu keypt mjólk í fyrsta sinn í marga daga þegar Herjólfur kom til hafnar í gær með vörur og farþega í fyrsta sinn í fimm sólarhringa. Vöru- skortur var farinn að hrjá íbúa á meðan Herjólfur var bundinn við bryggju sökum aðstæðna í Land- eyjahöfn. Siglt var til Þorlákshafnar og verður svo gert að nýju í dag, en athugað verður með ferð til Land- eyjarhafnar síðdegis að því er fram kemur á vef Herjólfs. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur ekki orðið viðlíka vöruskortur síðan nýr Herjólfur var tekinn í gagnið árið 1976. Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöruvali í Eyjum, segir ástandið hafa verið orðið „rússneskt“ áður en sendingin kom. Skortur á nauð- synjavörum eins og mjólk, kjöti og grænmeti hafi sett strik í reikning verslunarmanna. „Ætli við höfum ekki selt um það bil tveggja daga skammt í dag.“ Ekki er búist við að þetta ástand komi upp að nýju. „Við vorum búnir að útskýra fyrir fólki að við fáum mjólk á morgun líka. Þannig að allt lítur vel út núna,“segir Ingimar. - þj NEYTENDAMÁL Toyotaeigandi sakar Toyota á Íslandi um að bregðast ekki við meintum galla í Land Cruiser bifreiðum. Aubert Högna- son segist hafa farið með bif- reið sonar síns, af gerðinni Land Cruiser 120, í smurningu hjá þjón- ustuverkstæði Toyota á Selfossi fyrir skemmstu. Þar kom í ljós að grófsigti í smurpönnu var svo stíflað að starfsmaður verkstæð- isins sagði að hætta hafi verið á að bíllinn bræddi úr sér nema úr væri bætt. Orsökin liggi í galla í þéttingum undir spíssum. Aubert segist hafa sloppið fyrir horn og verkstæðið hafi gert við bílinn án endurgjalds, en hann viti um tvo bíla á Selfossi sem hafi brætt úr sér af þessum sökum og viðgerðarkostnaður gæti numið 3- 4 milljónum króna. Toyota hafi þó ekki viðurkennt gallann og ekki gert neinar ráðstafanir, þrátt fyrir ábendingu hans. Fréttablaðið hafði samband við fyrirtækið Framtak-Blossa ehf. sem hefur umboð fyrir umrædda spíssa. Þar fengust þær upplýsing- ar að nokkuð hafi borið á þessum bilunum og tengdust þær senni- lega veðurfari og kulda hérlend- is. Ekki væri þó hægt að slá neinu föstu þar sem nú sé verið að skoða þessi mál erlendis. Aubert fullyrðir hins vegar að Toyota bíði eftir að ábyrgðin á bílunum renni út. „Það sem mig undraði mest er að þeir hafa vitað af þessum galla, eftir því sem mér er sagt, í tvö, þrjú ár,“ sagði hann og vildi því vara aðra við. „Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyldum frá því að lenda í svona tjóni.“ Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota, vísar fullyrðing- um Auberts á bug og segir um afmarkað tilfelli að ræða sem gefi ekki tilefni til innköllunar. Tæplega 4.000 bílar af þessari tegund séu í umferð hérlendis og enginn þekktur galli sé til staðar. Ákvörðun um innköllun liggi ekki hjá þeim, heldur Toyota í Evrópu, Ameríku eða Japan. „Þetta er hluti af stóru og vel ígrunduðu ferli og Toyota hefur ekki séð ástæðu til að kalla inn út af þessu. Toyota er þekkt fyrir að kalla töluvert mikið inn, því að fyrirtækinu er mjög annt um öryggi og gæði framleiðslunnar og ef ástaða er til innköllunar er það einfaldlega gert. Þetta er ekkert feimnismál.“ thorgils@frettabladid.is ALÞINGI Alþingismaðurinn Þráinn Bertelsson hefur gengið til liðs við þingflokk Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs. Þetta var tilkynnt við upphaf þing- fundar í gær- morgun. Þráinn var kosinn á þing fyrir Borgara- hreyfinguna vorið 2009 en sagði sig úr henni þremur og hálfum mán- uði síðar eftir ósætti við félaga sína í þing- flokknum. Síðan í ágúst í fyrra hefur hann verið þingmaður utan flokka. Með þessum tilflutningi hafa ríkisstjórnarflokkarnir sjö manna meirihluta á þingi, í stað fimm áður, með 35 þingmenn á móti 28 þingmönnum stjórnar- andstöðunnar. - sh GENGIÐ 08.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,9937 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,18 118,74 182,64 183,52 150,12 150,96 20,160 20,278 19,007 19,119 16,197 16,291 1,4091 1,4173 178,59 179,65 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR PI PA R\ TB W A S ÍA 9 26 03 -5kr. VIÐ FYR STU NO TKUN Ó B-LYKIL SINS SÍÐAN A LLTAF -2kr . Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141 ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. Skella skollaeyrum við meintum galla Ósáttur eigandi sakar Toyota á Íslandi um að skella skollaeyrum við þekktum galla í Land Cruiser 120. Talsmaður Toyota segir ekki tilefni til innköllunar. LAND CRUISER 120 Ósáttur Land Cruiser-eigandi segir Toyota á Íslandi neita að viður- kenna galla í bílunum. Forsvarsmenn Toyota vísa ásökunum á bug. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞRÁINN BERTELSSON Ekki lengur utan flokka: Þráinn gengur til liðs við VG Vöruskortur í Vestmannaeyjum vegna vandræða í Landeyjahöfn: Loks mjólk til Vestmannaeyja MJÓLKURSENDING Eftir fimm daga bið bárust loks mjólk og fleiri nytjavörur til Vestmannaeyja. Hér sést Ingimar kaup- maður með sendinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Samdráttur í ýsuútflutningi Útfluttur óunninn ýsuafli á nýliðnu fiskveiðiári var 10.736 tonn á móti 22.312 tonnum fiskveiðiárið 2008/2009. Í verðmætum nam sam- drátturinn 2,8 milljörðum. Meðalverð á hvert kíló nú var 344 krónur en 291 í fyrra. Heildarútflutningur óunnins ísaðs fiskafla nam 38.201 tonn en tæpum 59 þúsund tonnum fiskveiði- árið á undan. SJÁVARÚTVEGSMÁL SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnsla í frystihúsinu á Þingeyri hefst að nýju á mánudaginn eftir fjórtán vikna vinnslustöðvun. Það er Vísir hf. í Grindavík sem rekur vinnsluna en hún er langstærsti atvinnurekandinn á staðnum. Þar störfuðu 25 til 30 manns síðasta vetur. Frá þessu segir feykir.is. Fréttavefurinn getur þess að vinna hafi verið dregin saman síðastliðinn vetur vegna hráefnis- skorts, sem var einnig ástæða vinnustöðvunar í sumar. - shá Fjórtán vikna stoppi lokið: Vinnsla hefst aftur á Þingeyri STJÓRNMÁL Anna Sigrún Bald- ursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðbjarts Hann- essonar, heilbrigðis-, félags- og tryggingamála- ráðherra. Anna Sigrún var áður aðstoðarmaður Árna Páls Árna- sonar á meðan hann gegndi embætti félags- og trygginga- málaráðherra. Árni Páll hefur nú flutt sig um set yfir í efnahags- og viðskiptaráðu- neytið og hefur ráðið Kristrúnu Heimisdóttur sér til aðstoðar þar. Kristrún hefur einnig reynslu af því að aðstoða ráð- herra, en hún var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur í utanríkisráðuneytinu frá 2006 til 2009. - sh Ráðherrar fá aðstoðarmenn: Kristrún og Anna ráðnar KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR FÓLK Félagsskapur til eflingar konum á Suðurnesjum mun hefja störf 14. september næstkom- andi. Upphafskonur að félagsskapn- um eru þær Anna Lóa Ólafsdótt- ir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS, og Þóranna K. Jónsdótt- ir, verkefnastjóri Frumkvöðla- setursins á Ásbrú. Yfir 40 konur hafa boðað þátttöku sína og segir Anna Lóa hugmyndina að félag- inu hafa kviknað fyrir löngu. „Mig langaði til að hvetja konur hér á svæðinu til frekari dáða í námi og starfi og efla tengslanet hér á svæðinu,“ segir hún. - sv Nýr félagsskapur Suðurnesja: Konum til afls og hvatningar VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 18° 15° 18° 18° 17° 18° 18° 24° 21° 29° 23° 33° 15° 20° 18° 17°Á MORGUN Suðaustan 3-8 m/s, dregur úr vætu. LAUGARDAGUR Hæg suðvestlæg átt. 12 14 14 14 14 14 15 15 15 17 10 8 7 8 7 8 7 6 7 6 6 5 16 15 15 15 14 12 14 13 15 11 MILT EN BLAUTT veður á landinu í dag einkum suð- austanlands en skúraveður vestan til. Á morgun verð- ur hægur vindur af suðri með skúrum víða um land en það lítur út fyrir fremur þurrt og bjart veður norðan til. Helgarveðrið lofar nokkuð góðu en þá kólnar lítið eitt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Ég lofaði sjálfum mér því að gera það sem ég gæti til að forða fjölskyld- um frá því að lenda í tjóni. AUBERT HÖGNASON TOYOTA-EIGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.