Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 24
 9. september 2010 FIMMTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, afa og langafa, Gísla Jónssonar frá Norðurhjáleigu, Markholti 1, Mosfellsbæ. Eygló Gísladóttir Þórunn Gísladóttir Guðlaug Gísladóttir Eygló Svava Gunnarsdóttir Gísli Páll Davíðsson Þórey Una Þorsteinsdóttir Loftur Þór Þórunnarson Sigrún R. Guðlaugardóttir Grétar Snær Hjartarson Alex Gíslason Þorsteinn Einar Gíslason Sóley Rós Gísladóttir Ingunn Sara Loftsdóttir Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu samúð, hlýhug og virðingu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigmars Grétars Jónssonar, Núpalind 8, Kópavogi. Einnig þökkum við starfsfólki á deild 14E á Landspítalanum einstaka alúð í allri umönnun svo og hlýhug og nærgætni við aðstandendur. Guð veri með ykkur öllum. Gróa Sigfúsdóttir Brynhildur Sigmarsdóttir Bragi Sveinsson Halla Sigmarsdóttir Grétar Örn Bragason Eva Hrönn Jónsdóttir Karen Íris Bragadóttir Ingvi Björn Bergmann Íris Blöndal Magnús Magnússon Ingunn Blöndal Leó Kristberg Einarsson Rebekka Blöndal og langafabörn. Markús Ármann Guðjónsson, sem ávallt er kallaður Ármann, er fæddur í Vestmannaeyjum 9. september 1910 og fagnar því hundrað ára afmæli í dag. Faðir hans var Guðjón Jónsson frá Kjalarnesi sem lengi var formaður á bátum og seinna fiskmatsmaður og bóndi, en móðir hans hét María Ingi- mundardóttir húsmóðir, ættuð austan úr Landeyjum. Kona Ármanns var Ólafía Ástríður Þórðardóttir sem ávallt var kölluð Lóa. Þau Ármann hófu búskap kringum árið 1940 en fjórum árum síðar fluttu þau í sitt eigið hús við Brekkustíg 13 í Sand- gerði sem þau nefndu Lyngholt en þau voru æ síðan kennd við það hús. Húsið vekur enn í dag sérstaka eftirtekt enda er allt umhverfi þess snyrtilegt og sér- staklega garðurinn sem Ármann hefur ræktað af mikilli alúð og þar dundar hann sér enn í dag. Lóa og Ármann eignuðust tvö börn, þau Maríu og Helga og á Ármann sam- tals sex barnabörn og nítján barna- barnabörn og það tuttugasta á leiðinni. Þegar Ármann kom fyrst í Sand- gerðisvík árið 1913 aðeins þriggja ára, var lítið sem minnti á bæjarfélag. Vél- bátaútgerðin var enn á byrjunarstigi og lítið sem gaf til kynna það samfé- lag sem átti eftir að vaxa upp næstu árin. Fjölskyldan settist að í verbúð í svokölluðu Loftshúsi sem byggt hafði verið 1907, árið sem vélbátaútgerð hófst í Sandgerði. Seinna var byggt við húsið og fluttist þá fjölskyldan þang- að. Árið 1928 fluttu þau í Endagerði sem er lítið bóndabýli rétt norðan við Sandgerði. Ármann gekk í barnaskóla Sandgerð- is en fór fljótlega eftir skólaskylduna á sjóinn, þá fimmtán, sextán ára gamall, með Guðjóni föður sínum, en þeir réru frá Reykjavík yfir sumarmánuðina. Ármann byrjaði átján ára sem land- maður á mótorbátnum Ingólfi, 32 tonna bát frá Akranesi og síðan á ýmsum bátum allt til ársins 1934 þegar hann fór að læra til stýrimanns sem þá var þriggja mánaða námskeið kennt í Reykjavík. Hann var lengst af stýrimaður hjá Guðna Jónssyni frá Flankastöðum. Árið 1965 réði Ármann sig á milli- landaskip og stundaði næstu árin utan- landssiglingar á skipum Eimskipafé- lags Íslands, fyrst á Dettifossi og síðar á Laxafossi, Tungufossi og fleiri skip- um. Ármann hefur ávallt verið við hesta- heilsu og þakkar það því að hann hefur aldrei tekið bílpróf og lengi vel fór hann allar ferðir sínar um bæinn á reiðhjóli. Til dæmis fékk hann nýtt reiðhjól þegar hann var 85 ára í stað þess gamla sem hann fékk á áttræð- isafmælinu. Þegar Lóa kona hans lá á Sjúkrahúsi Suðurnesja síðustu þrjú ár ævi sinnar hjólaði Ármann til Kefla- víkur átta kílómetra hvora leið hvern einasta dag þegar veður leyfði, kominn yfir áttrætt. Í tilefni af aldarafmæli Ármanns munu ættingjar hans ásamt Sandgerð- isbæ efna til samsætis honum til heið- urs í Samkomuhúsinu Sandgerði frá klukkan 16 til 19 í dag. ÁRMANN GUÐJÓNSSON Í LYNGHOLTI: HUNDRAÐ ÁRA Á reiðhjóli langt yfir áttrætt HRESS Í BRAGÐI Ármann Guðjónsson er hundrað ára í dag og af því tilefni efna ættingjar hans og Sandgerðisbær til samsætis honum til heiðurs í Samkomuhúsinu Sandgerði í dag frá klukkan 16 til 19. MYND/ÚREINKASAFNI LEÓ TOLSTOJ (1828-1910) fæddist þennan dag. „Allar hamingjusamar fjölskyldur líkjast hver annarri en allar óhamingjusamar fjölskyldur eru óhamingjusamar á sinn hátt.” Háhyrningurinn Keikó sem frægur varð fyrir hlutverk sitt sem Willy í kvikmyndun- um Free Willy, fæddist við Íslandsstrend- ur árið 1976. Tveimur árum síðar var hann fangaður og seldur til þjálfunar hjá bandaríska sjóhernum. Árið 1993 sló hann í gegn í Free Willy og síðar í framhaldsmyndunum tveimur árin 1995 og 1997. 9. september árið 1998 var hann fluttur til Íslands þar sem hann átti að fá tækifæri til að lifa frjáls. Þjálfun hans fyrir frelsið fór fram við Vestmannaeyjar en árið 2002 var honum sleppt lausum. Vart varð við hann við Helsa í Noregi í september það ár, en íbúar sáu til hans og léku jafnvel við hann. Í desember 2003 greindist hann með lungnasjúkdóm sem varð honum að aldurtila 12. desember 2003. ÞETTA GERÐIST: 9. SEPTEMBER 1998. Keikó fluttur til Íslands Merkisatburðir 1000 Svoldarorrusta á sér stað í Eystrasalti þar sem Ólafur Tryggvason lætur lífið. 1087 Vilhjálmur rauður verður konungur Englands. 1208 Víðinesbardagi er háður í Hjaltadal, en þó getur hann hafa verið daginn áður. Höfðingjar sækja með mikinn her að Guðmundi góða Arasyni, biskupi á Hólum. Í þessum bar- daga fellur Kolbeinn Tumason. 1877 Þingeyrakirkja, sem Ásgeir Einarsson alþingismaður lét reisa, er vígð. 1905 Sogsbrú, 38 metra löng og 2,5 metra breið hengibrú, er vígð. Um 1000 manns eru viðstödd vígsluna. 1914 Orrustunni við Marne lýkur. 1942 Breskum flugmanni tekst á síðustu stundu að beina flug- vél sinni frá húsi í Elliðaárdalnum er hann brotlendir þar í kartöflugarði. AFMÆLI ADAM SANDLER leikari er 44 ára í dag. MICHELLE WILLIAMS leikkona er þrítug í dag. HUGH GRANT leikari er fimmtugur í dag. MICHAEL BUBLÉ söngvari er 35 ára í dag. Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, fagnar á þessu ári 25 ára starfs- afmæli. Af því tilefni efnir hann til tónleika í Háskólabíói 11. september næstkomandi ásamt góðum gestum og mun fara yfir tónlistarferilinn í tali og tónum. Kristján kom á sínum tíma sem ferskur blær inn í íslenskt tónlistarlíf og árið 1991 vakti hann mikla athygli með plötu sinni Lucky One. Allar götur síðan hefur Kristján verið eitt af stærri nöfnunum í íslenskri tónlist. Kristján hefur á tónlistarferli sínum gert átta plötur í sínu nafni, fimm plötur í samstarfi við Magnús Eiríks- son, tvær plötur með hljómsveit sinni KK Band, eina jólaplötu með systur sinni Ellen auk tónlistar fyrir leikhús og kvikmyndir. Það er því af nógu að taka og má ætla að Kristján fari vítt og breitt um feril sinn sem laga- og textasmiður. Tónleikarnir á laugardaginn hefj- ast klukkan 21 en miðasala fer fram á www.midi.is. - jbá KK fagnar 25 ára starfsafmæli FER VÍTT OG BREITT Kristján mun fara yfir tónlistarferilinn í tali og tónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.