Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 50
34 9. september 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > BERST VIÐ VINDMYLLUR Terry Gilliam hyggst kvikmynda Don Kíkóta þrátt fyrir að flestir hafi afskrifað hana eftir hörmung- arnar 2002 þegar allt fór úrskeiðis á tökustað. Robert Duvall og Ewan McGregor munu leika aðal- hlutverkin í mynd- inni að sögn Gilli- am þótt tökudag- ar hafi ekki verið ákveðnir. Framleiðendurnir Mark Joseph og Ralph Winter vinna nú hörðum höndum að því að koma af stað kvikmynd um ævi og starf Ronalds Reagan. Samkvæmt Emp- ire-kvikmyndavefnum er Jonas McCord að skrifa handrit eftir tveimur ævisögum Pauls Kengor um þennan umdeilda Bandaríkjaforseta. Myndin á að fylgja eftir lífi Reagans sem ungs drengs og for- setatímabili hans en aðalfókusinn verður á árið 1981 þegar John Hinckley reyndi að myrða hann til að fanga athygli Jodie Foster. McCord sagði við Hollywood Report- er að hann hefði aldrei verið mikill aðdáandi Reagan. „Í mínum huga var hann annaðhvort vondur leik- ari eða trúður,“ sagði McCord. En sú skoðun breyttist snarlega eftir að hafa kynnt sér ævi Ronalds sem var alinn upp af strangkaþólskum áfengissjúkum föður og heittrúaðri móður. Reagan hefur hins vegar aldrei notið sannmælis hjá Hollywood. Og framleið- andinn Mark Joseph segir að það sé eflaust leitun að jafn illa innrættri kvikmyndagerð og hjá þeim sem gerðu The Reagans með James Brolin í hlutverki Ron- alds. „Aðeins í Hollywood gætu menn gert kvikmynd sem væri móðgun við svona vinsæla manneskju, ráðið leikara sem augljóslega hataði sína pers- ónu, horft á myndina fara til fjandans og ákveðið að enginn vildi sjá kvikmynd um Ronald Reagan,“ sagði Joseph. Unnið að gerð kvikmyndar um Ronnie UMDEILDUR Ronald Reagan var síður en svo allra. Ný kvikmynd um forsetann er í burðar- liðnum í Hollywood. Svo virðist sem Hollywood ætli að veðja á Liam Neeson. Hann er sagður vera í viðræðum við leikstjórann Joe Carna- han um að leika í spennutryllinum The Grey en þeir tveir gerðu saman A- Team. Hann er einnig orðaður við aðal- hlutverkið í þremur öðrum myndum. Neeson er búinn að samþykkja að leika í hasarmyndinni Battleship. Þar mun Neeson bregða sér í hlutverk aðmír- álsins Shane en honum hefur verið falið það erfiða hlutverk að vernda hafsvæði jarðarinnar gegn illskeyttum geimver- um. Til að bæta gráu ofan á svart þá er dóttir hans á föstu með helstu hetjunni úr liði hans en parið leika fyrirsætan Brooklyn Decker og Taylor Kitsch. Kvikmyndavefur Empire grein- ir frá þessu og bætir því við að Alex- ander Skarsgaard muni leika son Liams Neeson og söngkon- an Rihanna verði í hlutverki vopnasérfræðings. Blaða- menn Empire eru raunar mjög skeptískir á valið á Rihönnu enda hefur hún ákaflega takmark- aða reynslu af leik í kvikmyndum. Battle- ship verður frumsýnd árið 2012. Veðjað á Liam Neeson GÓÐ SAMAN Rihanna og Liam Neeson leika í Battle- ship sem verður frumsýnd 2012. George Clooney hefur augljóslega mikið aðdráttarafl því nýjasta kvikmynd hans, The American, fór rakleiðis á toppinn í Banda- ríkjunum um síðustu helgi. Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur því Clooney er hugsan- lega eini leikarinn sem hið venju- lega meðaljón kannast við úr leikaralistanum. Þar að auki er leikstjórinn Anton Corbijn blaut- ur á bak við eyrun þegar kemur að kvikmyndagerð; er hugsanlega þekktastur fyrir að gera mynd- bönd hljómsveita á borð við U2, Metallicu og Dep-eche Mode. Í öðru sæti varð síðan blóðbaðs- tryllirinn Machete í leikstjórn Robert Rodriguez en fast á hæla hennar komu Takers með Matt Dillon og hryllingsmyndin The Last Exorcism. Rómantíska kvik- myndin Going the Distance með Drew Barrymore olli hins vegar miklum vonbrigðum og náði ein- göngu fimmta sætinu. Vinsæll Clooney VINSÆLL The American með George Clooney í aðalhlutverki fór rakleiðis á topp- inn í Bandaríkjunum. Bragi Þór Hinriksson er sannkallaður kvikmynda- njörður. Þegar hann var níu ára sá hann Indiana Jones á Akureyri og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann frumsýnir í dag fyrstu íslensku þrívíddarkvik- myndina, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Það er óðs manns æði að gera íslenska þrívíddarmynd. Ég myndi ekki mæla með því fyrir nokkurn mann. Þetta er vesen en alveg ótrú- lega gaman,“ segir Bragi Þór Hin- riksson kvikmyndaleikstjóri. Í dag mun eiga sér stað sögulegur við- burður þegar fyrsta íslenska þrí- víddarkvikmyndin verður frum- sýnd, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Þrívíddartækn- in hefur tröllriðið bandarískum kvikmyndaiðnaði eftir að Avatar James Cameron feykti öllum miða- sölumetum um koll og nú er komið að Íslandi. Bragi segir þetta vissulega vera dýrt en þeir félagar fjárfestu í þrívíddarbúnaði fyrir sex millj- ónir. „Við ákváðum bara að láta slag standa eftir að hafa kann- að málið. Þetta er auðvitað engin Avatar-þrívídd en engu að síður mjög fín.“ Bragi segir ekki ákveð- ið hvað verði um þennan búnað, hann vonast til að hann verði nýtt- ur fyrir íslenska kvikmyndagerð enda áhugaverður kostur fyrir auglýsinga- og stuttmyndagerð. Leikstjórinn viðurkennir að Avat- ar-æðið hafi kveikt í honum. „Það kom síðan Breti á vegum Nýherja og hélt námskeið um þrívídd. Ég fór á það, fékk aðeins að þreifa á þessu og hringdi síðan í Sverri Þór og sagði honum að þetta væri eitthvað sem við gætum auðveld- lega gert.“ Og þar með fór bolt- inn að rúlla. Félagarnir fjárfestu í græjunum og æfðu sig síðan í heilan mánuð. „Við vorum alveg tilbúnir þegar að stóra tökudegin- um kom.“ Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir eru fjölmargar tilvísanir í þekktar kvikmyndir í Algjör- um Sveppa-myndunum tveim. Og Bragi fer ekkert í felur með að hann sé algjör kvikmyndanjörður. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvik- myndum, alveg frá því að ég sá Indiana Jones, níu ára gamall. Það bara gerðist eitthvað þá. Mér hefur alltaf fundist að fólk eigi að hafa gaman í bíó.“ freyrgigja@frettabladid.is Á að vera gaman í bíó KVIKMYNDANJÖRÐUR Bragi Þór Hinriksson kveðst vera mikill kvikmyndanjörður en fjölmargar vísanir í þekktar kvikmyndir er að finna í Algjörum Sveppa-myndunum tveim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Baltasar Kormákur og Sögn ehf kynna KJARTAN GUÐJÓNSSON ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Kvikmynd eftir Grím Hákonarson FRUMSÝND 17. SEPTEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.