Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 46
30 9. september 2010 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 09. september 2010
➜ Tónleikar
20.00 Hörður Torfa heldur tónleika
ásamt völdum gestum í kvöld. Tónleik-
arnir verða haldnir í Borgarleikhúsinu
og húsið opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir
er 3.500 krónur.
20.00 Styrktartónleikar verða haldnir í
Reykjadal í Mosfellsdal í kvöld til styrkt-
ar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur og hefjast
tónleikarnir kl. 20.00.
21.00 Samstöðu og styrktartónleikar
fyrir Gaza á vegum félagsins Ísland
- Palestína verða á Sódómu Reykjavík í
kvöld. Fram koma Sykur, Útidúr, Endless
Dark og Orphic Oxtra. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 21.00. Aðgangur ókeypis.
21.30 Orri Harðar verður með útgáfu-
tónleika í kvöld í tilefni af nýrri plötu
sinni, Albúm. Tónleikarnir verða á Café
Rosenberg, Klapparstíg 25 og hefjast
kl. 21.30.
21.30 Hljómsveitin Jón Jónsson heldur
tónleika á skemmtistaðnum Risinu að
Tryggvagötu (áður Glaumbar), í kvöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er
miðaverð 1.000 krónur.
23.00 Deep Jimi & the Zep Creams
verða með tónleika í kvöld í tilefni af
útgáfu nýrrar breiðskífu sinnar. Tónleik-
arnir verða á Faktorý, Smiðjustíg, og
hefjast kl. 23.00.
➜ Opnanir
17.00 Í Listasafni Reykjavíkur verður
opnuð sýningin Indian Highway - Skjá-
verk í indverskri samtímalist. Sýningin
opnuð kl. 17.00. Sýningarstjóri er Hafþór
Yngvason.
17.00 Magnús Helgason opnar sýningu
sína D17 í Listasafni Reykjavíkur í dag kl.
17.00. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.
➜ Uppistand
21.00 Á Næsta Bar, Ingólfsstræti 1a,
verða Gunnar Jónsson, Þórdís Nadia
Semichat og Pálmi Freyr Hauksson með
uppistand. Aðgangur er ókeypis og hefst
uppistandið kl. 21.00.
➜ Fyrirlestrar
12.25 Kristján Ketill Stefánsson verð-
ur með fyrirlestur í Öskju í dag frá kl.
12.25-13.15. Fyrirlesturinn nefnist „Stað-
alímyndir og líðan kynjanna á unglinga-
stigi í tengslum við náms- og starfsval”.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
„Ég er ekki safnhaugur,
ég er ánamaðkur – garð-
yrkjustörf með málningu,“
er yfirskriftin á sýningu
Magnúsar Helgasonar
myndlistarmanns, sem
verður opnuð í Hafnarhús-
inu í dag. Magnús segir feg-
urðina vera sér hugleikna
og finnst hún of sjaldan
metin að verðleikum.
Myndir sem gleðja augað og hitta
áhorfandann í hjartastað eru Magn-
úsi Helgasyni myndlistarmanni að
skapi. Verk hans mótast af röð til-
viljana og eru færð í stílinn til að
ná fram réttu yfirbragði.
„Eitt af því sem ég hef komist að
í gegnum tíðina er að þegar ég mála
ómeðvitað verður útkoman yfirleitt
betri,“ segir Magnús. „Það klístr-
ast kannski eitthvað aftan á verk-
ið eða slettist á það og það verður
oft besta útkoman – það sem gerist
óvart eða fyrir slysni.“
Magnús segist nálgast verk
sín eins og hann ímyndar sér að
garðyrkjumaður nálgist starf
sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveð-
ur hvernig blómagarðurinn á að
vera, hvaða blóm eiga að vera hvar,
en hann skapar ekki blómin sjálf
– náttúran sér um það. Þannig lít
ég á verkin mín; ég ákveð kannski
hvaða liti ég nota en leyfi náttúr-
unni að taka völdin, forma verkið,
ráða útkomunni. Að því leyti má
segja að þetta séu hreinræktaðar
náttúrulífsmyndir – hið handahófs-
kennda sköpunarverk náttúrunn-
ar er nefnilega ekkert svo handa-
hófskennt.“
Magnús kveðst renna blint í
sjóinn þegar hann byrjar á verki
og kallar myndir sínar verksum-
merki. „Ég mála eitthvað, skrapa
það, mála yfir og þar fram eftir
götunum. Verkið er það sem eftir
stendur af því ferli; verksummerki
eftir mig og efnin sem ég nota.“
Magnús hefur oft málað verk
með samfélagslegri skírskotun,
til dæmis á sýningunni Yfirdráp
í Saltfélaginu 2008, sem beindi
sjónum sínum að ofgnótt, yfir-
drepsskap og fleiri táknum þess
tíma. Hann segir minna fara fyrir
samfélagsrýninni í verkum sínum
núorðið.
„Þessi sýning er innhverfari hug-
leiðing um fegurð, sem mér finnst
vera vanmetið hugtak.“
Sunnudaginn 19. september
spjallar Magnús við gesti í Hafnar-
húsinu um verkin. Sýningin stend-
ur yfir til 24. október.
bergsteinn@frettabladid.is
Fegurð er vanmetið hugtak
MAGNÚS HELGASON Lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur
völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Kynntu þér rótsterkt
og ilmandi leikár
Skoðaðu nýja Borgarleikhúsblaði
ð á
borgarleikhús.is
eða pantaðu eintak á
dreifing@posthusid.is.
Skelltu þér á áskriftarkort!
Grallaralegt ævintýri
fyrir stelpur og stráka
GRÍMAN 2010
Barnasýning ársins
„Gaman!!!! Listamennirnir slá
hvergi af kröfum sínum.“
EB, Fbl.
JVJ, DV
„Ein besta barna-
sýning síðasta árs...
skemmtileg tónlist,
fallegt mál, smekkleg
umgjörð og góður
leikur.“
SG, Mbl.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is í samstarfi við GRAL
Forsala
aðgöngumiða
hafin
Sýningadagar
Lau. 18/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Sun. 19/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Lau. 25/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Sun. 26/9 kl. 14 ö
rfá sæti
Lau. 2/10 kl. 14
Sun. 3/10 kl. 14
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
HAMSKIPTIN
Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is
Síðustu sýningar!
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum
um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing