Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 46
30 9. september 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 09. september 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Hörður Torfa heldur tónleika ásamt völdum gestum í kvöld. Tónleik- arnir verða haldnir í Borgarleikhúsinu og húsið opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 3.500 krónur. 20.00 Styrktartónleikar verða haldnir í Reykjadal í Mosfellsdal í kvöld til styrkt- ar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og hefjast tónleikarnir kl. 20.00. 21.00 Samstöðu og styrktartónleikar fyrir Gaza á vegum félagsins Ísland - Palestína verða á Sódómu Reykjavík í kvöld. Fram koma Sykur, Útidúr, Endless Dark og Orphic Oxtra. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.00. Aðgangur ókeypis. 21.30 Orri Harðar verður með útgáfu- tónleika í kvöld í tilefni af nýrri plötu sinni, Albúm. Tónleikarnir verða á Café Rosenberg, Klapparstíg 25 og hefjast kl. 21.30. 21.30 Hljómsveitin Jón Jónsson heldur tónleika á skemmtistaðnum Risinu að Tryggvagötu (áður Glaumbar), í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er miðaverð 1.000 krónur. 23.00 Deep Jimi & the Zep Creams verða með tónleika í kvöld í tilefni af útgáfu nýrrar breiðskífu sinnar. Tónleik- arnir verða á Faktorý, Smiðjustíg, og hefjast kl. 23.00. ➜ Opnanir 17.00 Í Listasafni Reykjavíkur verður opnuð sýningin Indian Highway - Skjá- verk í indverskri samtímalist. Sýningin opnuð kl. 17.00. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason. 17.00 Magnús Helgason opnar sýningu sína D17 í Listasafni Reykjavíkur í dag kl. 17.00. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. ➜ Uppistand 21.00 Á Næsta Bar, Ingólfsstræti 1a, verða Gunnar Jónsson, Þórdís Nadia Semichat og Pálmi Freyr Hauksson með uppistand. Aðgangur er ókeypis og hefst uppistandið kl. 21.00. ➜ Fyrirlestrar 12.25 Kristján Ketill Stefánsson verð- ur með fyrirlestur í Öskju í dag frá kl. 12.25-13.15. Fyrirlesturinn nefnist „Stað- alímyndir og líðan kynjanna á unglinga- stigi í tengslum við náms- og starfsval”. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garð- yrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhús- inu í dag. Magnús segir feg- urðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magn- úsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð til- viljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístr- ast kannski eitthvað aftan á verk- ið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveð- ur hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúr- unni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófs- kennda sköpunarverk náttúrunn- ar er nefnilega ekkert svo handa- hófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksum- merki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfir- drepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hug- leiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnar- húsinu um verkin. Sýningin stend- ur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is Fegurð er vanmetið hugtak MAGNÚS HELGASON Lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kynntu þér rótsterkt og ilmandi leikár Skoðaðu nýja Borgarleikhúsblaði ð á borgarleikhús.is eða pantaðu eintak á dreifing@posthusid.is. Skelltu þér á áskriftarkort! Grallaralegt ævintýri fyrir stelpur og stráka GRÍMAN 2010 Barnasýning ársins „Gaman!!!! Listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum.“ EB, Fbl. JVJ, DV „Ein besta barna- sýning síðasta árs... skemmtileg tónlist, fallegt mál, smekkleg umgjörð og góður leikur.“ SG, Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is í samstarfi við GRAL Forsala aðgöngumiða hafin Sýningadagar Lau. 18/9 kl. 14 ö rfá sæti Sun. 19/9 kl. 14 ö rfá sæti Lau. 25/9 kl. 14 ö rfá sæti Sun. 26/9 kl. 14 ö rfá sæti Lau. 2/10 kl. 14 Sun. 3/10 kl. 14 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HAMSKIPTIN Miðasala 551 1200 leikhusid.is midi.is Síðustu sýningar! Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.