Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 8
8 13. september 2010 MÁNUDAGUR Þingmannanefnd um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis segir skýrsluna vitnisburð um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára. „Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. Alþingi ályktar að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrir- tækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu. Alþingi ályktar að eftirlitsstofnanir hafi brugðist,“ segir í sameiginlegri þingsálykt- unartillögu nefndarinnar. Þá segir þingmannanefndin mik- ilvægt að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallar- hlutverk. „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórn- málamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreg- inn lærdómur,“ segir í tillögunni. „Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfé- lagið.“ Lagðar er til ýmsar aðgerðir til úrbóta. Endurskoða þurfi löggjöf á mörgum sviðum, til dæmis um ráð- herraábyrgð og Landsdóm og um stjórnarráðið. Einnig stjórnsýslu- lög, upplýsingalög, lög um háskóla og fjölmiðla og lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Þá þurfi að endurskoða lög um fjármálamarkaði, um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, um eftirlit með fjár- málastarfsemi á vettvangi Seðla- bankans, fjármálaeftirlitsins og annarra eftirlitsaðila. Gera þurfi viðbragðsáætlun við fjármálaá- falli. Í tillögunum felst að setja á fót sjálfstæða ríkisstofnun til að fylgj- ast með þjóðhagsþróun og gera þjóðhagsspá. Rannsaka á starfsemi lífeyris- sjóða og aðdraganda og orsakir falls sparisjóða á Íslandi frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls. Gera á stjórnsýsluúttekt á Fjár- málaeftirlitinu og Seðlabankanum og meta kosti og galla þess að sam- eina starfsemi stofnananna. Fjórir fulltrúar þingmanna- nefndarinnar vildu rannsókn á einkavæðingu ríkisviðskiptabank- anna en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks töldu slíka rannsókn engu mundu skila. For- maður nefndarinnar, Atli Gísla- son úr Vinstri grænum, sat hjá í málinu og tillaga um slíka rann- sókn var ekki samþykkt. Nefnd- in var hins vegar sammála um að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis væri áfellisdómur yfir verkferlinu við sölu ríkisbankanna og vinnubrögðum viðkomandi ráð- herra. gar@frettabladid.is Alþingi segir ábyrgð helst hjá bankafólki Stjórnmálamenn, eftirlitsaðilar og stjórnsýslan brugðust í aðdraganda hrunsins segir þingmannanefnd. Mesta ábyrgð beri hins vegar stjórnendur og eigendur fjármálafyrirtækja. Endurbæta á lög og starfshætti og hefja nýjar rannsóknir. SÓTT AÐ ALÞINGI Gríðarleg reiðialda veturinn sem fjármálakerfið hrundi bitnaði ekki síst á Alþingi. Hér verja lögreglumenn Alþingishúsið í hörðum mótmælum 21. janúar 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gríðarlega gott gagn „Ég ætla ekki að úttala mig um skýrsluna fyrr en ég er í fyrsta lagi búinn að lesa hana,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sem var þó langt kominn með hana um miðjan dag í gær. „Ég er búinn að lesa síðan átta á laugardagskvöld. Ég ætla eins og aðrir að klára það, hlusta síðan á framsögurnar og taka þátt í umræðum á Alþingi. Mér finnst það rétti vettvang- urinn.“ Steingrímur telur að skýrsla þingmannanefndarinnar sé gríðarlega gott gagn. „Ég held að hún sé mjög vel unnin og nefndin á heiður skilinn fyrir rækilega yfirferð á öllu því sem henni var sett fyrir.“ Hann segist þegar hafa kynnt sér fylgiskjölin. „Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar í þeim, þannig að þarna er mik- ill efniviður að vinna úr og góð leiðsögn að mestu leyti í fram- haldinu,“ segir Steingrímur og hvetur alla til að verða sér úti um skýrsluna og kynna sér hana. „Hún er nauðsynleg við- bót við skýrslu sjálfrar rann- sóknarnefndarinnar sem er svo gríðarlega umfangsmikil að það er gott að fá svona samantekt eins og þarna er gerð af hálfu nefndar Alþingis.“ - mmf Ekki tilefni til ákæru „Nefndin hefur unnið mikið verk sem birt- ist í þessari umfangsmiklu skýrslu og það gefur vonir um samstöðu að allir nefnd- armenn standa saman að til- lögu um aðgerð- ir,“ segir Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Síðan er það annað mál að ég tel ekki vera tilefni til þess að gefa út ákæru á hendur ráðherr- um í ríkisstjórn Geirs Haarde,“ upplýsir Bjarni sem segir ástæð- una vera þá að hann telur ráð- herrana ekki hafa sýnt af sér ásetning eða stórkostlegt hirðu- leysi í embættisfærslum sínum þrátt fyrir að gagnrýna megi eitt og annað í störfum þeirra. Bjarna finnst ákærurnar ekki standa á nægilega traust- um grunni. „Mér finnst að þær séu ekki nægilega vel rökstudd- ar. Það á bæði við um að sak- næmisskilyrði séu uppfyllt og að verknaðarlýsingarnar séu nægi- lega skýrar til þess að hægt sé að fallast á þær. Ég tel að það sé ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram að þeir ráðherrar sem stóðu í þess- um sporum hafi mátt gera sér grein fyrir því að með athöfn- um eða athafnaleysi væru þeir að fremja refsiverðan verknað.“ - mmf Óflokkspólitískt mál „Ég er enn þá að fara yfir gögnin og geri ekki ráð fyrir að tjá mig um þetta fyrr en í ræðu í þing- inu,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, inntur eftir viðbrögðum við skýrslu þing- mannanefndar um rannsóknar- skýrslu Alþingis. Þegar Sigmundur er spurður um klofning innan nefndarinn- ar um hvaða fyrrverandi ráð- herra eigi að draga fyrir Lands- dóm segir hann: „Það getur verið tilviljun að þetta skiptist eftir flokkum. Hjá okkur lá strax fyrir að þetta væri óflokkspólitískt mál. Mér og okkur öllum skildist að þetta ætti ekki að vera flokks- pólitískt.“ - mmf Stenst að ákæra fjóra „Skýrslan er mjög merki- legt og vandað plagg,“ segir Þór Saari, varaþing- flokksformað- ur Hreyfingar- innar. „Stóra skýrslan sjálf, sem snýr að þeim úrbótum sem nefndin leggur til, er mjög mikilvægt innlegg inn í þær endur- bætur sem þarf að gera á íslensku samfélagi og pólitíkinni.“ Inntur eftir skoðun sinni á þeirri niðurstöðu nefndarinnar að draga fjóra ráðherra fyrir Lands- dóm segir Þór: „Þó að ég sé ekki löglærður maður þá sýnist mér að sú niðurstaða fimmmenning- anna í nefndinni, að kalla fjóra ráðherra fyrir Landsdóm, stand- ist fyllilega,“ segir Þór og bætir við að eftir eigi að ræða málið á Alþingi og að þar geti komið fram ýmis atriði. „Það kemur þá bara í ljós hvort það verða ein- hver atriði sem breyta þessu.“ - mmf Guðbjartur Hannesson, ráðherra Sam- fylkingarinn- ar, var búinn að lesa stóran hluta skýrsl- unnar þegar náðist í hann í gærkvöldi. „Ég ætla að fara vel yfir hana og hlusta á alla umræð- una á morgun og draga mínar ályktanir þegar ég er búinn að fara vel yfir málsatvik og rök- stuðning.“ Inntur eftir skoðun sinni á ákæru ráðherranna fjögurra fyrir landsdómi segir Guðbjart- ur: „Ég ætla að heyra hvernig menn rökstyðja þetta á morgun og á hverju afstaðan er byggð. Ég hef ekki haft tækifæri til að heyra það frá öllum en mér skilst að nefndarmenn fái að tjá sig og þá hlusta ég á það.“ - mmf Bíður umræðu á þingi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BJARNI BENEDIKTSSON SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON ÞÓR SAARI GUÐBJARTUR HANNESSON Ný vinnubrögð Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að fyrirtæki sitji við sama borð og fari öll að leikreglum en vinnustaða- skírteinum er m.a. ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum. Samkomulagið nær í fyrstu til starfsmanna og fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð sem og rekstri gististaða og veitingahúsa. Atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn þeirra beri vinnustaðaskírteini. Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á íslenskum vinnumarkaði. Allar nánari upplýsingar á www.skirteini.is Vinnu staða skírte ini Marg rét Jó nsdót tir Starfs maðu r Kt. 12 3123- 1231 Matfö ng eh f. Svann ahöfð a 12, 112 R eykja vík Kt. 12 3123- 1231 E N N E M M / S ÍA / N M 43 10 7 SKÝRSLA ÞINGMANNANEFNDAR: Niðurstöður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.